Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir vegna enska boltans Andri Eysteinsson skrifar 28. maí 2020 20:15 Telur Samkeppniseftirlitið að brot Símans séu alvarleg. Vísir/Hanna Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að sekta Símann um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur gert við eftirlitið á undanförnum árum. Í ákvörðun eftirlitsins kemur fram að „mikill verðmunur og ólík viðskiptakjör við sölu á Enska boltanum á Símanum Sport (línulegt áskriftarsjónvarp), eftir því hvort hann er boðinn innan Heimilispakka Símans eða einn og sér í stakri áskrift, hafi brotið gegn þeim skilyrðum sem hvíla á fyrirtækinu,“ eins og segir á vef eftirlitsins. Brot Símans séu alvarleg. Í tilkynningu frá Símanum vegna ákvörðunarinnar segir að fyrirtækið muni áfrýja ákvörðuninni til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Þá þurfi fyrirtækið mögulega að hækka áskrift að sjónvarpsefni verulega vegna ákvörðunar eftirlitsins. Á vef Samkeppniseftirlitsins kemur fram að til málsins hafi stofnast vorið 2019 með kvörtun frá Sýn hf. Í kvörtuninni var því haldið fram að verðlagning, kynning og skilmálar á fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu Símans, einkum enska boltanum, hafi falið í sér mjög alvarlegar samkeppnishömlur. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er sú að Síminn hafi brotið 3. grein sáttar sem gerð var þann 15. apríl 2015. Þar er Símanum bannað að selja fjarskiptaþjónustu og línulegt áskriftarsjónvarp tvinnað saman eða á kjörum sem jafngilda slíkri hegðun. Verð fyrir Símann Sport/Enska boltann aðeins þúsund krónur sem hluti af Heimilispakkanum Telur Samkeppniseftirlitið að „með því að bjóða Heimilispakkann (með margvíslegri fjarskiptaþjónustu) og Símann Sport/Enska boltann (línulegt áskriftarsjónvarp) með miklum verðmun og ólíkum viðskiptakjörum, eftir því hvort umrædd þjónusta og þá sérstaklega Enski boltinn var seld saman eða sitt í hvoru lagi, hafi Síminn brotið gegn áðurnefndri 3. gr. sáttar Samkeppniseftirlitsins frá 15. apríl 2015. Þannig var verð fyrir Símann Sport/Enska boltann aðeins 1.000 kr. á mánuði þegar þjónustan var seld sem hluti af Heimilispakkanum og Sjónvarpi Símans Premium, en 4.500 kr. þegar hún var seld án þess að önnur þjónusta væri keypt samhliða. Það er jafnframt niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að Síminn hafi með háttsemi sinni brotið 19. og 20. gr. í sátt frá 23. janúar 2015, sbr. ákvörðun nr. 6/2015, sem m.a. kveða á um aðgreiningu þjónustuþátta og möguleika viðskiptavina til að kaupa hluta viðkomandi þjónustu af öðrum án þess að það hafi áhrif á kjör annarrar þjónustu sem keypt er af Símanum,“ að því er segir á vef eftirlitsins. Þar segir jafnframt: „Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er að verðlagning Símans á Enska boltanum sem hluta af Heimilispakkanum hafi lagt stein í götu keppinauta fyrirtækisins og takmarkað möguleika þeirra til að laða til sín viðskiptavini. Framangreind brot eru til þess fallin að styrkja stöðu Símans á sjónvarpsmarkaði og efla enn frekar stöðu fyrirtækisins á fjarskiptamörkuðum þar sem staða Símans er sterk fyrir.“ Ákvörðunin skaðleg fyrir samkeppni í landinu Síminn segir í tilkynningu að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sé ekki aðeins mikil vonbrigði „heldur einnig skaðlega fyrir samkeppni í landinu. Að mati Símans skýtur það afar skökku við, nú þegar loks er til staðar hörð samkeppni um sýningu á íþróttaefni hér á landi, að Samkeppniseftirlitið telji rétt að beita Símann háum fjársektum vegna sams konar pakkatilboða og tíðkuðust yfir áratugaskeið af þeim aðila sem hefur verið markaðsráðandi á áskriftarsjónvarpsmarkaði um árabil, 365 (nú Sýn), en þetta mál er einmitt tilkomið vegna kvörtunar Sýnar.“ Þannig felist ekki í ákvörðuninni að Síminn hafi brotið gegn samkeppnislögum heldur sé fyrirtækið talið „hafa brotið að formi til gegn tilteknum skilyrðum í tilteknum ákvörðunum Samkeppniseftirlitsins frá fyrri árum. Á meint brot að hafa falist í því að Síminn bauð enska boltann á of góðum kjörum að mati Samkeppniseftirlitsins, inn í pakkatilboðum. Samkeppniseftirlitið hefur ítrekað ákveðið að sama háttsemi Sýnar og áður 365 miðla væri ekki athugaverð. Gat Síminn því ekki annað en verið í góðri trú um verðlagningu á umræddri þjónustu félagsins.“ Í tilkynningu segir einnig að verð á enska boltanum hafi ekki aðeins lækkað til neytenda eftir að Síminn tók við sýningarréttinum heldur hafi fleiri heimili aðgang að þjónustunni en áður. Neytendur hafi þannig aldrei haft eins greiðan aðgang að enska boltanum á jafn hagstæðu verði. „Það kann nú að breytast því ákvörðun Samkeppniseftirlitsins virðist við fyrstu skoðun geta leitt til þess að Símanum verði nauðugur einn kostur að hækka áskrift að sjónvarpsefni verulega,“ segir í tilkynningu Símans vegna málsins. Vísir er í eigu Sýnar hf. Samkeppnismál Fjarskipti Fjölmiðlar Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að sekta Símann um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur gert við eftirlitið á undanförnum árum. Í ákvörðun eftirlitsins kemur fram að „mikill verðmunur og ólík viðskiptakjör við sölu á Enska boltanum á Símanum Sport (línulegt áskriftarsjónvarp), eftir því hvort hann er boðinn innan Heimilispakka Símans eða einn og sér í stakri áskrift, hafi brotið gegn þeim skilyrðum sem hvíla á fyrirtækinu,“ eins og segir á vef eftirlitsins. Brot Símans séu alvarleg. Í tilkynningu frá Símanum vegna ákvörðunarinnar segir að fyrirtækið muni áfrýja ákvörðuninni til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Þá þurfi fyrirtækið mögulega að hækka áskrift að sjónvarpsefni verulega vegna ákvörðunar eftirlitsins. Á vef Samkeppniseftirlitsins kemur fram að til málsins hafi stofnast vorið 2019 með kvörtun frá Sýn hf. Í kvörtuninni var því haldið fram að verðlagning, kynning og skilmálar á fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu Símans, einkum enska boltanum, hafi falið í sér mjög alvarlegar samkeppnishömlur. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er sú að Síminn hafi brotið 3. grein sáttar sem gerð var þann 15. apríl 2015. Þar er Símanum bannað að selja fjarskiptaþjónustu og línulegt áskriftarsjónvarp tvinnað saman eða á kjörum sem jafngilda slíkri hegðun. Verð fyrir Símann Sport/Enska boltann aðeins þúsund krónur sem hluti af Heimilispakkanum Telur Samkeppniseftirlitið að „með því að bjóða Heimilispakkann (með margvíslegri fjarskiptaþjónustu) og Símann Sport/Enska boltann (línulegt áskriftarsjónvarp) með miklum verðmun og ólíkum viðskiptakjörum, eftir því hvort umrædd þjónusta og þá sérstaklega Enski boltinn var seld saman eða sitt í hvoru lagi, hafi Síminn brotið gegn áðurnefndri 3. gr. sáttar Samkeppniseftirlitsins frá 15. apríl 2015. Þannig var verð fyrir Símann Sport/Enska boltann aðeins 1.000 kr. á mánuði þegar þjónustan var seld sem hluti af Heimilispakkanum og Sjónvarpi Símans Premium, en 4.500 kr. þegar hún var seld án þess að önnur þjónusta væri keypt samhliða. Það er jafnframt niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að Síminn hafi með háttsemi sinni brotið 19. og 20. gr. í sátt frá 23. janúar 2015, sbr. ákvörðun nr. 6/2015, sem m.a. kveða á um aðgreiningu þjónustuþátta og möguleika viðskiptavina til að kaupa hluta viðkomandi þjónustu af öðrum án þess að það hafi áhrif á kjör annarrar þjónustu sem keypt er af Símanum,“ að því er segir á vef eftirlitsins. Þar segir jafnframt: „Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er að verðlagning Símans á Enska boltanum sem hluta af Heimilispakkanum hafi lagt stein í götu keppinauta fyrirtækisins og takmarkað möguleika þeirra til að laða til sín viðskiptavini. Framangreind brot eru til þess fallin að styrkja stöðu Símans á sjónvarpsmarkaði og efla enn frekar stöðu fyrirtækisins á fjarskiptamörkuðum þar sem staða Símans er sterk fyrir.“ Ákvörðunin skaðleg fyrir samkeppni í landinu Síminn segir í tilkynningu að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sé ekki aðeins mikil vonbrigði „heldur einnig skaðlega fyrir samkeppni í landinu. Að mati Símans skýtur það afar skökku við, nú þegar loks er til staðar hörð samkeppni um sýningu á íþróttaefni hér á landi, að Samkeppniseftirlitið telji rétt að beita Símann háum fjársektum vegna sams konar pakkatilboða og tíðkuðust yfir áratugaskeið af þeim aðila sem hefur verið markaðsráðandi á áskriftarsjónvarpsmarkaði um árabil, 365 (nú Sýn), en þetta mál er einmitt tilkomið vegna kvörtunar Sýnar.“ Þannig felist ekki í ákvörðuninni að Síminn hafi brotið gegn samkeppnislögum heldur sé fyrirtækið talið „hafa brotið að formi til gegn tilteknum skilyrðum í tilteknum ákvörðunum Samkeppniseftirlitsins frá fyrri árum. Á meint brot að hafa falist í því að Síminn bauð enska boltann á of góðum kjörum að mati Samkeppniseftirlitsins, inn í pakkatilboðum. Samkeppniseftirlitið hefur ítrekað ákveðið að sama háttsemi Sýnar og áður 365 miðla væri ekki athugaverð. Gat Síminn því ekki annað en verið í góðri trú um verðlagningu á umræddri þjónustu félagsins.“ Í tilkynningu segir einnig að verð á enska boltanum hafi ekki aðeins lækkað til neytenda eftir að Síminn tók við sýningarréttinum heldur hafi fleiri heimili aðgang að þjónustunni en áður. Neytendur hafi þannig aldrei haft eins greiðan aðgang að enska boltanum á jafn hagstæðu verði. „Það kann nú að breytast því ákvörðun Samkeppniseftirlitsins virðist við fyrstu skoðun geta leitt til þess að Símanum verði nauðugur einn kostur að hækka áskrift að sjónvarpsefni verulega,“ segir í tilkynningu Símans vegna málsins. Vísir er í eigu Sýnar hf.
Samkeppnismál Fjarskipti Fjölmiðlar Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira