Nokkur orð um loftslagskvíða Hulda Jónsdóttir Tölgyes og Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar 13. nóvember 2019 12:45 Um þessar mundir líður varla sá dagur þar sem við fáum ekki fréttir af loftslagsvánni í fjölmiðlum. Þar er rætt um yfirvofandi hörmungar, að við verðum að bregðast við af mikilli hörku og breyta okkar venjum hið snarasta. Vissulega er mikilvægt að bregðast við, en hjá sumum ná loftslagsáhyggjur og kvíði yfirhöndinni og valda umtalsverðu uppnámi. Er það gagnlegt? Ef marka má nýlega umhverfiskönnun MMR hafa um 70% landsmanna miklar áhyggjur af hlýnun jarðar. Hlutfallið fer upp í 77% þegar fólk á aldrinum 18-29 ára á í hlut. Þegar fólk er spurt hvort það hafi breytt hegðun sinni undanfarið ár segjast 86% hafa gert nokkrar eða miklar breytingar. Algengast er að fólk flokki sorp og dragi úr neyslu. Loftslagsmál virðast því ofarlega í huga fólks og margir leggja sitt af mörkum til að sporna við vandanum. Í sálfræðistörfum okkar hittum við reglulega fólk sem hefur miklar áhyggjur af loftslagsmálum. Þessar áhyggjur eru mismiklar og líklegast mestar meðal þeirra sem hafa ríka tilhneigingu til áhyggna. Sumir þeirra eru haldnir almennri kvíðaröskun sem einkennist af hamlandi áhyggjum samfara pirringi, eirðarleysi, einbeitingarleysi, þreytu, svefntruflunum og vöðvaspennu. Hóflegar áhyggjur eru gagnlegar Upp að vissu marki fá áhyggjur okkur til að bregðast við aðsteðjandi hættu.Tökum dæmi af heilsukvíða. Hóflegar heilsufarsáhyggjur gera það að verkum að við hugsum vel um líkama okkar og leitum til lækna þegar við á. Þegar heilsufarsáhyggjur verða aftur á móti of miklar engjumst við um og aðhöfumst fátt, forðumst læknisheimsóknir eða sækjum í endurteknar rannsóknir sem aðeins slá á kvíðann til skamms tíma. Það sama á við um loftslagskvíða. Mikilvægt er að horfast í augu við vandann sem vissulega er áhyggjuefni. Hóflegar áhyggjur fá okkur til að leggja okkar af mörkum og sýna gott fordæmi. Við getum spurt okkur hvað við getum gert hér og nú og gagnlegt getur verið að búa til viðmið um hvað við erum tilbúin að gera í þágu málefnisins. Í framhaldi má endurskoða þau viðmið með reglulegu millibili. Þá má minna sig á að við erum mannleg og getum ekki verið fullkomin að þessu leyti. Ef loftslagsáhyggjur verða of miklar er hætt við að okkur fallist hendur og verðum vonleysinu að bráð. Við gætum jafnvel reiðst yfir aðgerðaleysi annarra sem aðeins kemur niður á okkar líðan. Hér má minna sig á að aðrir eru mannlegir eins og við. Mannskepnan hefur alltaf átt erfitt með að horfast í augu við alvarlega atburði svo sem veikindi og hamfarir. Við höldum gjarnan að ekkert slæmt komi fyrir okkur og förum gjarnan í afneitun þegar upp koma erfiðleikar. Til skamms tíma reynist okkur auðveldara tilfinningalega að stinga hausnum í sandinn. Hvernig má draga úr loftslagskvíða? Þegar loftslagskvíði er orðinn alltumlykjandi er ástæða til að gera eitthvað í málunum. Til dæmis þegar við erum meira og minna með stanslausar áhyggjur og náum ekki að slaka á og njóta lífsins. Okkur finnst við jafnvel ekki mega líta glaðan dag og taka lífinu létt inn á milli. Það getur hins vegar alveg farið saman að taka ábyrgð á framtíðinni og að leyfa sér að njóta líðandi stundar. Ef við erum gjörn á áhyggjur höfum við líkast til lítið óvissuþol og eigum erfitt með að vita ekki hvernig hlutirnir fara. Hins vegar er nú lífið þannig að við vitum aldrei hvað gerist næst og erfiðleikar óhjákvæmilegir. Gott getur verið að æfa sig að þola við í óvissunni með því að segja við sig: „svo fer sem fer”, en ákveða samt að leggja sitt af mörkum til loftslagsmála og huga að hamingju sinni og annarra. Til að auka óvissuþol má æfa sig í að sækja í óvissu á ýmsum sviðum. Til dæmis með því að gera eitthvað óvænt, taka smávægilegar áhættur, fara ótroðnar slóðir, rækta hæfileika sína og breyta til. Einnig er mikilvægt að leyfa sér að gera stundum mistök, vera mannlegur og dæma sig og aðra ekki of hart fyrir að fara stundum út af sporinu. Ef þessi ráð duga ekki til, hvetjum við fólk til að leita sér sérhæfðrar aðstoðar en það má vel ná góðum tökum á áhyggjum og kvíða. Höfundar eru sálfræðingar við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Hulda Jónsdóttir Tölgyes Loftslagsmál Sóley Dröfn Davíðsdóttir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir líður varla sá dagur þar sem við fáum ekki fréttir af loftslagsvánni í fjölmiðlum. Þar er rætt um yfirvofandi hörmungar, að við verðum að bregðast við af mikilli hörku og breyta okkar venjum hið snarasta. Vissulega er mikilvægt að bregðast við, en hjá sumum ná loftslagsáhyggjur og kvíði yfirhöndinni og valda umtalsverðu uppnámi. Er það gagnlegt? Ef marka má nýlega umhverfiskönnun MMR hafa um 70% landsmanna miklar áhyggjur af hlýnun jarðar. Hlutfallið fer upp í 77% þegar fólk á aldrinum 18-29 ára á í hlut. Þegar fólk er spurt hvort það hafi breytt hegðun sinni undanfarið ár segjast 86% hafa gert nokkrar eða miklar breytingar. Algengast er að fólk flokki sorp og dragi úr neyslu. Loftslagsmál virðast því ofarlega í huga fólks og margir leggja sitt af mörkum til að sporna við vandanum. Í sálfræðistörfum okkar hittum við reglulega fólk sem hefur miklar áhyggjur af loftslagsmálum. Þessar áhyggjur eru mismiklar og líklegast mestar meðal þeirra sem hafa ríka tilhneigingu til áhyggna. Sumir þeirra eru haldnir almennri kvíðaröskun sem einkennist af hamlandi áhyggjum samfara pirringi, eirðarleysi, einbeitingarleysi, þreytu, svefntruflunum og vöðvaspennu. Hóflegar áhyggjur eru gagnlegar Upp að vissu marki fá áhyggjur okkur til að bregðast við aðsteðjandi hættu.Tökum dæmi af heilsukvíða. Hóflegar heilsufarsáhyggjur gera það að verkum að við hugsum vel um líkama okkar og leitum til lækna þegar við á. Þegar heilsufarsáhyggjur verða aftur á móti of miklar engjumst við um og aðhöfumst fátt, forðumst læknisheimsóknir eða sækjum í endurteknar rannsóknir sem aðeins slá á kvíðann til skamms tíma. Það sama á við um loftslagskvíða. Mikilvægt er að horfast í augu við vandann sem vissulega er áhyggjuefni. Hóflegar áhyggjur fá okkur til að leggja okkar af mörkum og sýna gott fordæmi. Við getum spurt okkur hvað við getum gert hér og nú og gagnlegt getur verið að búa til viðmið um hvað við erum tilbúin að gera í þágu málefnisins. Í framhaldi má endurskoða þau viðmið með reglulegu millibili. Þá má minna sig á að við erum mannleg og getum ekki verið fullkomin að þessu leyti. Ef loftslagsáhyggjur verða of miklar er hætt við að okkur fallist hendur og verðum vonleysinu að bráð. Við gætum jafnvel reiðst yfir aðgerðaleysi annarra sem aðeins kemur niður á okkar líðan. Hér má minna sig á að aðrir eru mannlegir eins og við. Mannskepnan hefur alltaf átt erfitt með að horfast í augu við alvarlega atburði svo sem veikindi og hamfarir. Við höldum gjarnan að ekkert slæmt komi fyrir okkur og förum gjarnan í afneitun þegar upp koma erfiðleikar. Til skamms tíma reynist okkur auðveldara tilfinningalega að stinga hausnum í sandinn. Hvernig má draga úr loftslagskvíða? Þegar loftslagskvíði er orðinn alltumlykjandi er ástæða til að gera eitthvað í málunum. Til dæmis þegar við erum meira og minna með stanslausar áhyggjur og náum ekki að slaka á og njóta lífsins. Okkur finnst við jafnvel ekki mega líta glaðan dag og taka lífinu létt inn á milli. Það getur hins vegar alveg farið saman að taka ábyrgð á framtíðinni og að leyfa sér að njóta líðandi stundar. Ef við erum gjörn á áhyggjur höfum við líkast til lítið óvissuþol og eigum erfitt með að vita ekki hvernig hlutirnir fara. Hins vegar er nú lífið þannig að við vitum aldrei hvað gerist næst og erfiðleikar óhjákvæmilegir. Gott getur verið að æfa sig að þola við í óvissunni með því að segja við sig: „svo fer sem fer”, en ákveða samt að leggja sitt af mörkum til loftslagsmála og huga að hamingju sinni og annarra. Til að auka óvissuþol má æfa sig í að sækja í óvissu á ýmsum sviðum. Til dæmis með því að gera eitthvað óvænt, taka smávægilegar áhættur, fara ótroðnar slóðir, rækta hæfileika sína og breyta til. Einnig er mikilvægt að leyfa sér að gera stundum mistök, vera mannlegur og dæma sig og aðra ekki of hart fyrir að fara stundum út af sporinu. Ef þessi ráð duga ekki til, hvetjum við fólk til að leita sér sérhæfðrar aðstoðar en það má vel ná góðum tökum á áhyggjum og kvíða. Höfundar eru sálfræðingar við Kvíðameðferðarstöðina.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun