Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar 26. nóvember 2025 07:02 Við höfum eflaust öll orðið vör við það undanfarin ár að óstöðugleiki fer vaxandi á alþjóðavísu og má í því samhengi nefna heimsfaraldur Covid 19, innrásarstríð Rússa í Úkraínu, loftslagsbreytingar og tollastríð. Samhliða þessum aukna óstöðugleika hefur umræða um fæðuöryggi þjóða aukist og stjórnvöld víða um heim litið til þess að uppfæra áætlanir og aðrar ráðstafanir sem snúa að málaflokknum. Matvæli og fæðuöryggi heyra undir mitt ráðuneyti og í ríkisstjórninni erum við með augun á þessum bolta. Á morgun kynnir atvinnuvegaráðuneytið á sérstöku málþingi í Kaldalóni í Hörpu tvær skýrslur um fæðuöryggi og neyðarbirgðir matvæla auk sérstaks mælaborðs um stöðu fæðuöryggis á Íslandi. Önnur skýrslan, Neyðarbirgðir fyrir íslenska matvælaframleiðslu, var unnin af Torfa Jóhannessyni fyrir Landbúnaðarháskóla Íslands á grundvelli samstarfssamnings skólans og atvinnuvegaráðuneytisins. Fyrirtækið Nordic Insights hefur síðan unnið mælaborð um stöðu og horfur fæðuöryggis á Íslandi sem Torfi mun einnig kynna. Hin skýrslan, Tillögur að neyðarbirgðum matvæla á Íslandi, var unnin af vísindamönnum við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands fyrir atvinnuvegaráðuneytið og mun einn höfundur skýrslunnar, dr. Ólafur Ögmundarson, kynna hana. Á málþinginu verða síðan tvö pallborð þar sem lagt verður út af efni skýrslnanna með þátttöku skýrsluhöfunda og annarra sérfræðinga, þar á meðal viðskiptastjóra á iðnaðar- og hugverkasviði SI, fyrrverandi ritstjóra Bændablaðsins og framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Aðfangakeðjur einn af lykilþáttum fæðuöryggis Fæðuöryggi er mikilvægur hlekkur í því að tryggja lífsafkomu þjóða og ræðst af samspili fjölmargra ólíkra þátta á borð við alþjóðamarkaði, stöðu innlendrar framleiðslu og aðgengi heimila og einstaklinga að matvælum. Eitt mikilvægasta hlutverk stjórnvalda á hverjum tíma er að tryggja öruggt framboð matvæla. Á Íslandi erum við mjög háð innflutningi á lykilhráefnum til matvæla- og fóðurframleiðslu m.a. vegna legu landsins og loftslagslegra takmarkana. Vaxtartími er stuttur sem takmarkar möguleika til akuryrkju og garðyrkju en á sama tíma eru fiskveiðar margfalt meiri en sem nemur innanlandsþörf. Sjávarútvegur er samt sem áður mjög háður mikilvægum aðfangakeðjum á borð við innflutning á olíu og ýmsu öðru. Sama gildir um landbúnað og í raun alla innlenda matvælaframleiðslu. Á það er bent í skýrslu HÍ að vegna þessa er staða Íslands viðkvæm hvað fæðuöryggi varðar. Í skýrslunni segir að ef til hættuástands kæmi í heiminum sem hefði áhrif á þessar mikilvægu aðfangakeðjur eða ef landið myndi lokast í ákveðinn tíma vegna t.d. náttúruhamfara eða stríðsátaka, væri erfitt að tryggja frjálst fæðuval, nægar birgðir og jafnvel aðgang að næringarríkum mat þar sem matvælaframleiðsla hérlendis er ekki sjálfbær hvað marga grunnfæðuflokka varðar. Fæðuöryggi er samstarfsverkefni Við Íslendingar búum á eyju á norðurhveli jarðar og verðum því líklega aldrei fullkomlega sjálfbær þegar kemur að matvælaframleiðslu, enda er það ekki markmiðið í sjálfu sér þegar kemur að fæðuöryggi. Engu að síður er ljóst við lestur skýrslnanna að stjórnvöld geta gripið til ýmissa aðgerða til að tryggja fæðuöryggi með markvissari hætti en nú er gert. Viðfangsefnið er margþætt og flókið og hefur fjölmarga snertifleti. Hafin er vinna innan Stjórnarráðsins sem dómsmálaráðuneytið leiðir þar sem áfallaþol íslensk samfélags er metið og greint í stærra samhengi og hvernig má efla það til framtíðar. Í slíkri vinnu þurfa ýmsir aðilar að koma að borðinu, þar á meðal matvælaframleiðendur, orkufyrirtækin, almannaheillasamtök, verslanir og flutningafyrirtæki. Það verkefni snertir auðvitað ekki bara matvæli. Ég hlakka til samtalsins á morgun og vinnunnar framundan. Þetta er gríðarlega mikilvægt málefni sem ríkisstjórnin mun setja á oddinn næstu mánuði – þar sem meðal annars verður litið til þeirra tillagna sem fram koma í þeim skýrslum sem kynntar verða á málþinginu. Ég hvet öll þau sem eru áhugasöm um þetta mikilvæga málefni til þess að mæta en málþingið stendur frá kl. 14-16 og fer fram eins og áður segir í Kaldalóni í Hörpu. Höfundur er atvinnuvegaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Matvælaframleiðsla Mest lesið Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Við höfum eflaust öll orðið vör við það undanfarin ár að óstöðugleiki fer vaxandi á alþjóðavísu og má í því samhengi nefna heimsfaraldur Covid 19, innrásarstríð Rússa í Úkraínu, loftslagsbreytingar og tollastríð. Samhliða þessum aukna óstöðugleika hefur umræða um fæðuöryggi þjóða aukist og stjórnvöld víða um heim litið til þess að uppfæra áætlanir og aðrar ráðstafanir sem snúa að málaflokknum. Matvæli og fæðuöryggi heyra undir mitt ráðuneyti og í ríkisstjórninni erum við með augun á þessum bolta. Á morgun kynnir atvinnuvegaráðuneytið á sérstöku málþingi í Kaldalóni í Hörpu tvær skýrslur um fæðuöryggi og neyðarbirgðir matvæla auk sérstaks mælaborðs um stöðu fæðuöryggis á Íslandi. Önnur skýrslan, Neyðarbirgðir fyrir íslenska matvælaframleiðslu, var unnin af Torfa Jóhannessyni fyrir Landbúnaðarháskóla Íslands á grundvelli samstarfssamnings skólans og atvinnuvegaráðuneytisins. Fyrirtækið Nordic Insights hefur síðan unnið mælaborð um stöðu og horfur fæðuöryggis á Íslandi sem Torfi mun einnig kynna. Hin skýrslan, Tillögur að neyðarbirgðum matvæla á Íslandi, var unnin af vísindamönnum við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands fyrir atvinnuvegaráðuneytið og mun einn höfundur skýrslunnar, dr. Ólafur Ögmundarson, kynna hana. Á málþinginu verða síðan tvö pallborð þar sem lagt verður út af efni skýrslnanna með þátttöku skýrsluhöfunda og annarra sérfræðinga, þar á meðal viðskiptastjóra á iðnaðar- og hugverkasviði SI, fyrrverandi ritstjóra Bændablaðsins og framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Aðfangakeðjur einn af lykilþáttum fæðuöryggis Fæðuöryggi er mikilvægur hlekkur í því að tryggja lífsafkomu þjóða og ræðst af samspili fjölmargra ólíkra þátta á borð við alþjóðamarkaði, stöðu innlendrar framleiðslu og aðgengi heimila og einstaklinga að matvælum. Eitt mikilvægasta hlutverk stjórnvalda á hverjum tíma er að tryggja öruggt framboð matvæla. Á Íslandi erum við mjög háð innflutningi á lykilhráefnum til matvæla- og fóðurframleiðslu m.a. vegna legu landsins og loftslagslegra takmarkana. Vaxtartími er stuttur sem takmarkar möguleika til akuryrkju og garðyrkju en á sama tíma eru fiskveiðar margfalt meiri en sem nemur innanlandsþörf. Sjávarútvegur er samt sem áður mjög háður mikilvægum aðfangakeðjum á borð við innflutning á olíu og ýmsu öðru. Sama gildir um landbúnað og í raun alla innlenda matvælaframleiðslu. Á það er bent í skýrslu HÍ að vegna þessa er staða Íslands viðkvæm hvað fæðuöryggi varðar. Í skýrslunni segir að ef til hættuástands kæmi í heiminum sem hefði áhrif á þessar mikilvægu aðfangakeðjur eða ef landið myndi lokast í ákveðinn tíma vegna t.d. náttúruhamfara eða stríðsátaka, væri erfitt að tryggja frjálst fæðuval, nægar birgðir og jafnvel aðgang að næringarríkum mat þar sem matvælaframleiðsla hérlendis er ekki sjálfbær hvað marga grunnfæðuflokka varðar. Fæðuöryggi er samstarfsverkefni Við Íslendingar búum á eyju á norðurhveli jarðar og verðum því líklega aldrei fullkomlega sjálfbær þegar kemur að matvælaframleiðslu, enda er það ekki markmiðið í sjálfu sér þegar kemur að fæðuöryggi. Engu að síður er ljóst við lestur skýrslnanna að stjórnvöld geta gripið til ýmissa aðgerða til að tryggja fæðuöryggi með markvissari hætti en nú er gert. Viðfangsefnið er margþætt og flókið og hefur fjölmarga snertifleti. Hafin er vinna innan Stjórnarráðsins sem dómsmálaráðuneytið leiðir þar sem áfallaþol íslensk samfélags er metið og greint í stærra samhengi og hvernig má efla það til framtíðar. Í slíkri vinnu þurfa ýmsir aðilar að koma að borðinu, þar á meðal matvælaframleiðendur, orkufyrirtækin, almannaheillasamtök, verslanir og flutningafyrirtæki. Það verkefni snertir auðvitað ekki bara matvæli. Ég hlakka til samtalsins á morgun og vinnunnar framundan. Þetta er gríðarlega mikilvægt málefni sem ríkisstjórnin mun setja á oddinn næstu mánuði – þar sem meðal annars verður litið til þeirra tillagna sem fram koma í þeim skýrslum sem kynntar verða á málþinginu. Ég hvet öll þau sem eru áhugasöm um þetta mikilvæga málefni til þess að mæta en málþingið stendur frá kl. 14-16 og fer fram eins og áður segir í Kaldalóni í Hörpu. Höfundur er atvinnuvegaráðherra
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun