Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar 26. nóvember 2025 07:02 Við höfum eflaust öll orðið vör við það undanfarin ár að óstöðugleiki fer vaxandi á alþjóðavísu og má í því samhengi nefna heimsfaraldur Covid 19, innrásarstríð Rússa í Úkraínu, loftslagsbreytingar og tollastríð. Samhliða þessum aukna óstöðugleika hefur umræða um fæðuöryggi þjóða aukist og stjórnvöld víða um heim litið til þess að uppfæra áætlanir og aðrar ráðstafanir sem snúa að málaflokknum. Matvæli og fæðuöryggi heyra undir mitt ráðuneyti og í ríkisstjórninni erum við með augun á þessum bolta. Á morgun kynnir atvinnuvegaráðuneytið á sérstöku málþingi í Kaldalóni í Hörpu tvær skýrslur um fæðuöryggi og neyðarbirgðir matvæla auk sérstaks mælaborðs um stöðu fæðuöryggis á Íslandi. Önnur skýrslan, Neyðarbirgðir fyrir íslenska matvælaframleiðslu, var unnin af Torfa Jóhannessyni fyrir Landbúnaðarháskóla Íslands á grundvelli samstarfssamnings skólans og atvinnuvegaráðuneytisins. Fyrirtækið Nordic Insights hefur síðan unnið mælaborð um stöðu og horfur fæðuöryggis á Íslandi sem Torfi mun einnig kynna. Hin skýrslan, Tillögur að neyðarbirgðum matvæla á Íslandi, var unnin af vísindamönnum við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands fyrir atvinnuvegaráðuneytið og mun einn höfundur skýrslunnar, dr. Ólafur Ögmundarson, kynna hana. Á málþinginu verða síðan tvö pallborð þar sem lagt verður út af efni skýrslnanna með þátttöku skýrsluhöfunda og annarra sérfræðinga, þar á meðal viðskiptastjóra á iðnaðar- og hugverkasviði SI, fyrrverandi ritstjóra Bændablaðsins og framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Aðfangakeðjur einn af lykilþáttum fæðuöryggis Fæðuöryggi er mikilvægur hlekkur í því að tryggja lífsafkomu þjóða og ræðst af samspili fjölmargra ólíkra þátta á borð við alþjóðamarkaði, stöðu innlendrar framleiðslu og aðgengi heimila og einstaklinga að matvælum. Eitt mikilvægasta hlutverk stjórnvalda á hverjum tíma er að tryggja öruggt framboð matvæla. Á Íslandi erum við mjög háð innflutningi á lykilhráefnum til matvæla- og fóðurframleiðslu m.a. vegna legu landsins og loftslagslegra takmarkana. Vaxtartími er stuttur sem takmarkar möguleika til akuryrkju og garðyrkju en á sama tíma eru fiskveiðar margfalt meiri en sem nemur innanlandsþörf. Sjávarútvegur er samt sem áður mjög háður mikilvægum aðfangakeðjum á borð við innflutning á olíu og ýmsu öðru. Sama gildir um landbúnað og í raun alla innlenda matvælaframleiðslu. Á það er bent í skýrslu HÍ að vegna þessa er staða Íslands viðkvæm hvað fæðuöryggi varðar. Í skýrslunni segir að ef til hættuástands kæmi í heiminum sem hefði áhrif á þessar mikilvægu aðfangakeðjur eða ef landið myndi lokast í ákveðinn tíma vegna t.d. náttúruhamfara eða stríðsátaka, væri erfitt að tryggja frjálst fæðuval, nægar birgðir og jafnvel aðgang að næringarríkum mat þar sem matvælaframleiðsla hérlendis er ekki sjálfbær hvað marga grunnfæðuflokka varðar. Fæðuöryggi er samstarfsverkefni Við Íslendingar búum á eyju á norðurhveli jarðar og verðum því líklega aldrei fullkomlega sjálfbær þegar kemur að matvælaframleiðslu, enda er það ekki markmiðið í sjálfu sér þegar kemur að fæðuöryggi. Engu að síður er ljóst við lestur skýrslnanna að stjórnvöld geta gripið til ýmissa aðgerða til að tryggja fæðuöryggi með markvissari hætti en nú er gert. Viðfangsefnið er margþætt og flókið og hefur fjölmarga snertifleti. Hafin er vinna innan Stjórnarráðsins sem dómsmálaráðuneytið leiðir þar sem áfallaþol íslensk samfélags er metið og greint í stærra samhengi og hvernig má efla það til framtíðar. Í slíkri vinnu þurfa ýmsir aðilar að koma að borðinu, þar á meðal matvælaframleiðendur, orkufyrirtækin, almannaheillasamtök, verslanir og flutningafyrirtæki. Það verkefni snertir auðvitað ekki bara matvæli. Ég hlakka til samtalsins á morgun og vinnunnar framundan. Þetta er gríðarlega mikilvægt málefni sem ríkisstjórnin mun setja á oddinn næstu mánuði – þar sem meðal annars verður litið til þeirra tillagna sem fram koma í þeim skýrslum sem kynntar verða á málþinginu. Ég hvet öll þau sem eru áhugasöm um þetta mikilvæga málefni til þess að mæta en málþingið stendur frá kl. 14-16 og fer fram eins og áður segir í Kaldalóni í Hörpu. Höfundur er atvinnuvegaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Mest lesið „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Sjá meira
Við höfum eflaust öll orðið vör við það undanfarin ár að óstöðugleiki fer vaxandi á alþjóðavísu og má í því samhengi nefna heimsfaraldur Covid 19, innrásarstríð Rússa í Úkraínu, loftslagsbreytingar og tollastríð. Samhliða þessum aukna óstöðugleika hefur umræða um fæðuöryggi þjóða aukist og stjórnvöld víða um heim litið til þess að uppfæra áætlanir og aðrar ráðstafanir sem snúa að málaflokknum. Matvæli og fæðuöryggi heyra undir mitt ráðuneyti og í ríkisstjórninni erum við með augun á þessum bolta. Á morgun kynnir atvinnuvegaráðuneytið á sérstöku málþingi í Kaldalóni í Hörpu tvær skýrslur um fæðuöryggi og neyðarbirgðir matvæla auk sérstaks mælaborðs um stöðu fæðuöryggis á Íslandi. Önnur skýrslan, Neyðarbirgðir fyrir íslenska matvælaframleiðslu, var unnin af Torfa Jóhannessyni fyrir Landbúnaðarháskóla Íslands á grundvelli samstarfssamnings skólans og atvinnuvegaráðuneytisins. Fyrirtækið Nordic Insights hefur síðan unnið mælaborð um stöðu og horfur fæðuöryggis á Íslandi sem Torfi mun einnig kynna. Hin skýrslan, Tillögur að neyðarbirgðum matvæla á Íslandi, var unnin af vísindamönnum við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands fyrir atvinnuvegaráðuneytið og mun einn höfundur skýrslunnar, dr. Ólafur Ögmundarson, kynna hana. Á málþinginu verða síðan tvö pallborð þar sem lagt verður út af efni skýrslnanna með þátttöku skýrsluhöfunda og annarra sérfræðinga, þar á meðal viðskiptastjóra á iðnaðar- og hugverkasviði SI, fyrrverandi ritstjóra Bændablaðsins og framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Aðfangakeðjur einn af lykilþáttum fæðuöryggis Fæðuöryggi er mikilvægur hlekkur í því að tryggja lífsafkomu þjóða og ræðst af samspili fjölmargra ólíkra þátta á borð við alþjóðamarkaði, stöðu innlendrar framleiðslu og aðgengi heimila og einstaklinga að matvælum. Eitt mikilvægasta hlutverk stjórnvalda á hverjum tíma er að tryggja öruggt framboð matvæla. Á Íslandi erum við mjög háð innflutningi á lykilhráefnum til matvæla- og fóðurframleiðslu m.a. vegna legu landsins og loftslagslegra takmarkana. Vaxtartími er stuttur sem takmarkar möguleika til akuryrkju og garðyrkju en á sama tíma eru fiskveiðar margfalt meiri en sem nemur innanlandsþörf. Sjávarútvegur er samt sem áður mjög háður mikilvægum aðfangakeðjum á borð við innflutning á olíu og ýmsu öðru. Sama gildir um landbúnað og í raun alla innlenda matvælaframleiðslu. Á það er bent í skýrslu HÍ að vegna þessa er staða Íslands viðkvæm hvað fæðuöryggi varðar. Í skýrslunni segir að ef til hættuástands kæmi í heiminum sem hefði áhrif á þessar mikilvægu aðfangakeðjur eða ef landið myndi lokast í ákveðinn tíma vegna t.d. náttúruhamfara eða stríðsátaka, væri erfitt að tryggja frjálst fæðuval, nægar birgðir og jafnvel aðgang að næringarríkum mat þar sem matvælaframleiðsla hérlendis er ekki sjálfbær hvað marga grunnfæðuflokka varðar. Fæðuöryggi er samstarfsverkefni Við Íslendingar búum á eyju á norðurhveli jarðar og verðum því líklega aldrei fullkomlega sjálfbær þegar kemur að matvælaframleiðslu, enda er það ekki markmiðið í sjálfu sér þegar kemur að fæðuöryggi. Engu að síður er ljóst við lestur skýrslnanna að stjórnvöld geta gripið til ýmissa aðgerða til að tryggja fæðuöryggi með markvissari hætti en nú er gert. Viðfangsefnið er margþætt og flókið og hefur fjölmarga snertifleti. Hafin er vinna innan Stjórnarráðsins sem dómsmálaráðuneytið leiðir þar sem áfallaþol íslensk samfélags er metið og greint í stærra samhengi og hvernig má efla það til framtíðar. Í slíkri vinnu þurfa ýmsir aðilar að koma að borðinu, þar á meðal matvælaframleiðendur, orkufyrirtækin, almannaheillasamtök, verslanir og flutningafyrirtæki. Það verkefni snertir auðvitað ekki bara matvæli. Ég hlakka til samtalsins á morgun og vinnunnar framundan. Þetta er gríðarlega mikilvægt málefni sem ríkisstjórnin mun setja á oddinn næstu mánuði – þar sem meðal annars verður litið til þeirra tillagna sem fram koma í þeim skýrslum sem kynntar verða á málþinginu. Ég hvet öll þau sem eru áhugasöm um þetta mikilvæga málefni til þess að mæta en málþingið stendur frá kl. 14-16 og fer fram eins og áður segir í Kaldalóni í Hörpu. Höfundur er atvinnuvegaráðherra
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar