Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 26. nóvember 2025 15:02 Að vera „Óstaðsettir í hús“ þýðir að einstaklingur sé heimilislaus, að vera heimilislaus gerir einstakling ekki að þjóf eða þaðan af verra. Flestir heimilislausir er mjög gott fólk sem hefur gengið illa að fóta sig í kassalagaðu lífi sem „allir“ eiga að lifa eftir, eða orðið fyrir áföllum. Heimilislausir eru misjafnir eins og þeir eru margir, sumur eru mikið veikir á sál og líkama oftast vegna þess að þeir fengu ekki viðunandi aðstoð þegar þeir þurftu hennar mest og leiddust út í misnotkun á áfengi og eða öðrum vímuefnum, það gerir þá ekki sjálfkrafa að þjófum. Sumir eru útlendingar sem voru „plataðir“ hingað á röngum forsendum, bæði varðandi vinnu og íverustað en komast ekki heim, hafa ekki efni á því eða vilja ekki valda sínum nánustu vonbrigðum. Það gerir þá ekki að vondu fólki eða þjófum. Samhjálp hefur verið til staðar fyrir þessa einstaklinga og marga aðra sem hafa þurft aðstoð því þeir ná ekki að láta launin eða bæturnar duga allan mánuðinn og leita því til Samhjálpar þar sem þau fá mat og vingjarnlegt viðmót, þar er engin dæmdur allir eru velkomnir og flest unnið í sjálfboðastarfi. Illa er komið fyrir okkur ef við hræðumst að rétta fram hjálparhönd þeim sem þurfa mest á því að halda og geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér þegar vegið er að þeim með ósanngjörnum hætti. Tökum nú Samhjálp okkur til fyrirmyndar og stöndum saman í að aðstoða þá sem minna mega sín og eiga í fá önnur hús að venda, leyfum Samhjálp, fyrir okkar hönd að hjálpa þeim sem þurfa, fögnum því að til sé fólk eins og þau hjá Samhjálp og styrkjum gott málefni með því að gefa kaffibolla eða máltíð, því það eru ekki allir svo heppnir að eiga heimili eða pening fyrir mat og ættum við að vera þakklát fyrir þann munað á hverjum degi, því maður veit aldrei hvað getur gerst, þess vegna er svo mikilvægt að hafa samtök eins og Samhjálp, fólk sem er tilbúið að aðstoða aðra án fordóma og veita hlýju, vingjarnlegt bros og gera heiminn svo miklu betri fyrir okkur öll. Ekki óttast óttans vegna, ekki mála skrattann á vegginn, það er engin þörf á því. Heimilislausir vilja fá að vera í friði og eru ekki að ónáða fólk, láta lítið fyrir sér fara og oftast sjáum við þau ekki eða gerum okkur ekki grein fyrir að þau séu heimilislaus. Aðstoðum þá sem geta hjálpað öðrum með því að styrkja samtökin, sjá heimasíðu þeirra, en stöndum ekki í vegi fyrir því og alls ekki á röngum forsendum. Sjálf hef ég þakkað Samhjálp fyrir þeirra ósérhlífna starf því ég hef átt aðstandanda sem var á götunni, og þegar vetur var og kalt þá var gott að vita af Kaffistofu Samhjálpar. Ég reyni alltaf að styrkja þá um smá upphæð þegar ég get til að þakka þeim og hjálpa þeim að hjálpa öðrum sem eru á erfiðum stað í lífinu. Höfundur er þakklátur fyrir Samhjálp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmunda G. Guðmundsdóttir Kaffistofa Samhjálpar Málefni heimilislausra Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Að vera „Óstaðsettir í hús“ þýðir að einstaklingur sé heimilislaus, að vera heimilislaus gerir einstakling ekki að þjóf eða þaðan af verra. Flestir heimilislausir er mjög gott fólk sem hefur gengið illa að fóta sig í kassalagaðu lífi sem „allir“ eiga að lifa eftir, eða orðið fyrir áföllum. Heimilislausir eru misjafnir eins og þeir eru margir, sumur eru mikið veikir á sál og líkama oftast vegna þess að þeir fengu ekki viðunandi aðstoð þegar þeir þurftu hennar mest og leiddust út í misnotkun á áfengi og eða öðrum vímuefnum, það gerir þá ekki sjálfkrafa að þjófum. Sumir eru útlendingar sem voru „plataðir“ hingað á röngum forsendum, bæði varðandi vinnu og íverustað en komast ekki heim, hafa ekki efni á því eða vilja ekki valda sínum nánustu vonbrigðum. Það gerir þá ekki að vondu fólki eða þjófum. Samhjálp hefur verið til staðar fyrir þessa einstaklinga og marga aðra sem hafa þurft aðstoð því þeir ná ekki að láta launin eða bæturnar duga allan mánuðinn og leita því til Samhjálpar þar sem þau fá mat og vingjarnlegt viðmót, þar er engin dæmdur allir eru velkomnir og flest unnið í sjálfboðastarfi. Illa er komið fyrir okkur ef við hræðumst að rétta fram hjálparhönd þeim sem þurfa mest á því að halda og geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér þegar vegið er að þeim með ósanngjörnum hætti. Tökum nú Samhjálp okkur til fyrirmyndar og stöndum saman í að aðstoða þá sem minna mega sín og eiga í fá önnur hús að venda, leyfum Samhjálp, fyrir okkar hönd að hjálpa þeim sem þurfa, fögnum því að til sé fólk eins og þau hjá Samhjálp og styrkjum gott málefni með því að gefa kaffibolla eða máltíð, því það eru ekki allir svo heppnir að eiga heimili eða pening fyrir mat og ættum við að vera þakklát fyrir þann munað á hverjum degi, því maður veit aldrei hvað getur gerst, þess vegna er svo mikilvægt að hafa samtök eins og Samhjálp, fólk sem er tilbúið að aðstoða aðra án fordóma og veita hlýju, vingjarnlegt bros og gera heiminn svo miklu betri fyrir okkur öll. Ekki óttast óttans vegna, ekki mála skrattann á vegginn, það er engin þörf á því. Heimilislausir vilja fá að vera í friði og eru ekki að ónáða fólk, láta lítið fyrir sér fara og oftast sjáum við þau ekki eða gerum okkur ekki grein fyrir að þau séu heimilislaus. Aðstoðum þá sem geta hjálpað öðrum með því að styrkja samtökin, sjá heimasíðu þeirra, en stöndum ekki í vegi fyrir því og alls ekki á röngum forsendum. Sjálf hef ég þakkað Samhjálp fyrir þeirra ósérhlífna starf því ég hef átt aðstandanda sem var á götunni, og þegar vetur var og kalt þá var gott að vita af Kaffistofu Samhjálpar. Ég reyni alltaf að styrkja þá um smá upphæð þegar ég get til að þakka þeim og hjálpa þeim að hjálpa öðrum sem eru á erfiðum stað í lífinu. Höfundur er þakklátur fyrir Samhjálp.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun