Björn og Sveinn Óttar Guðmundsson skrifar 9. nóvember 2019 07:15 Bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi endurútgefur þessa dagana merkilegt skáldverk, Björn og Sveinn, eftir Megas. Bókin fjallar um ferðalag þeirra feðga Axlar-Björns og Sveins skotta um undirheima Reykjavíkur. Þessir Snæfellingar voru þekktir misindismenn á 16du og 17du öld en fá nýtt líf í reykvískum samtíma. Þeir verða kóngar í heimi smákrimma, undirmálsmanna og vafasamra kvenna. Feðgarnir bera fulla ábyrgð á helstu hremmingum hins unga lýðveldis. Þeir standa fyrir illvirkjum eins og gosinu í Vestmannaeyjum og rauðsokkahreyfingunni auk þess sem þeir gerðu Austurstræti að göngugötu. Bókin kom út fyrir 25 árum og fékk misjafna umsögn. Dagar eintómra fimm-stjörnu dóma voru ekki runnir upp svo að ritdómarar leyfðu sér hreinskiptni í báðar áttir. Bókin var kölluð vitundarlítið orðafyllerí og Helgarpósturinn sagði hana langdregnustu skáldsögu ársins. Aðrir kölluðu bókina meistaraverk. Þolinmóðum lesanda er ríkulega launað. Bókin er hafsjór af orðaleikjum, staðreyndum og hálfsannleika þar sem fólk er leitt um undirheima borgarinnar. Lesandinn kíkir inn á gamla Zarinn (Keisarann), lærir að búa til amfetamín og kynnist margs konar kynlífsfrávikum og furðufuglum. Bókin reyndist of flókin lesning innan um léttmeti afþreyingariðnaðarins. Hún kom út í 400 eintökum sem seldust upp á nokkrum árum og var eftir það ófáanleg. Það er gleðiefni að bókin skuli aftur vera aðgengileg. Björn og Sveinn deila sess með Sturlungu og fleiri öndvegisritum sem talin voru of löng og ólesandi. Sennilega verður dómur framtíðarinnar um Björn og Svein að þeir feðgar séu viðkvæm íslensk menningarblóm bæði í sögu- og bókmenntalegu tilliti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Óttar Guðmundsson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi endurútgefur þessa dagana merkilegt skáldverk, Björn og Sveinn, eftir Megas. Bókin fjallar um ferðalag þeirra feðga Axlar-Björns og Sveins skotta um undirheima Reykjavíkur. Þessir Snæfellingar voru þekktir misindismenn á 16du og 17du öld en fá nýtt líf í reykvískum samtíma. Þeir verða kóngar í heimi smákrimma, undirmálsmanna og vafasamra kvenna. Feðgarnir bera fulla ábyrgð á helstu hremmingum hins unga lýðveldis. Þeir standa fyrir illvirkjum eins og gosinu í Vestmannaeyjum og rauðsokkahreyfingunni auk þess sem þeir gerðu Austurstræti að göngugötu. Bókin kom út fyrir 25 árum og fékk misjafna umsögn. Dagar eintómra fimm-stjörnu dóma voru ekki runnir upp svo að ritdómarar leyfðu sér hreinskiptni í báðar áttir. Bókin var kölluð vitundarlítið orðafyllerí og Helgarpósturinn sagði hana langdregnustu skáldsögu ársins. Aðrir kölluðu bókina meistaraverk. Þolinmóðum lesanda er ríkulega launað. Bókin er hafsjór af orðaleikjum, staðreyndum og hálfsannleika þar sem fólk er leitt um undirheima borgarinnar. Lesandinn kíkir inn á gamla Zarinn (Keisarann), lærir að búa til amfetamín og kynnist margs konar kynlífsfrávikum og furðufuglum. Bókin reyndist of flókin lesning innan um léttmeti afþreyingariðnaðarins. Hún kom út í 400 eintökum sem seldust upp á nokkrum árum og var eftir það ófáanleg. Það er gleðiefni að bókin skuli aftur vera aðgengileg. Björn og Sveinn deila sess með Sturlungu og fleiri öndvegisritum sem talin voru of löng og ólesandi. Sennilega verður dómur framtíðarinnar um Björn og Svein að þeir feðgar séu viðkvæm íslensk menningarblóm bæði í sögu- og bókmenntalegu tilliti.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar