Bókmenntir

Fréttamynd

„Mann- og list­fjand­sam­leg þvæla“

Einar Kárason gagnrýnir úthlutunarkerfi fyrir starfslaun listamanna og segir alla áherslu á sjálfa umsóknina frekar en listamanninn sem sækir um. Hann biðlar til Rithöfundarsambandsins að vinda ofan af „þessari mann- og listfjandsamlegu þvælu“.

Menning
Fréttamynd

Salman Rushdie hlýtur verð­laun Hall­dórs Lax­ness

Bresk-bandaríski rithöfundurinn Salman Rushdie hlýtur Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í ár. Verðlaunin voru fyrst afhent árið 2019 en Rushdie mun veita verðlaununum viðtöku í Háskólabíói föstudaginn 13. september næstkomandi.

Menning
Fréttamynd

Yndis­lestur og fyrir­myndir

Það eru 10 ár síðan sem ég fékk þá frábæru hugmynd frá fjölskyldumeðlimi að setja mér reglulegt bóklesturs-markmið. Til dæmis lesa 1-2 bækur á mánuði. Ég stökk á vagninn og held nú upp á 10 ára afmæli reglulegs yndislestrar.

Skoðun
Fréttamynd

Kári vandar um við heims­frægan rit­höfundinn

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er ekki hrifinn af kenningum Matt Ridleys, blaðamanns og rithöfundar, sem hefur verið hér á landi við veiðar og notaði tækifærið og viðraði kenningar sínar.

Innlent
Fréttamynd

Rómantísk bylgja í lestri með hækkandi sól

Áhugavert er að sjá hvernig viðburðir og árstíðir breyta hegðun okkar og neysluvenjum í bókalestri. Þegar sólin hækkar og daginn fer að lengja virðist fólk fara að lesa sögur sem létta sálina og greinilegt er að sumarið kveikir í ástarglóðum en hjá hlustendum Storytel má sjá aukningu í vinsældum ljúflestrarbóka á þessum árstíma.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Neil Gaiman sakaður um kyn­ferðis­of­beldi

Neil Gaiman, heimsfrægur höfundur bóka á borð við The Sandman og Good Omens, hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi af tveimur konum. Konurnar tvær segja hann hafa beitt þær ofbeldi þegar þær voru 20 og 21 árs og í sambandi með honum. Gaiman þvertekur fyrir að hafa nokkuð gert af sér.

Erlent
Fréttamynd

Hundruð freista þess að gera góð kaup í Nexus

Hundruð manna hafa gert sér ferð í sérvöruverslunina Nexus í morgun þar sem blásið var til hinnar árlegu sumarútsölu verslunarinnar. Myndarleg röð var við inngang verslunarinnar í Glæsibæ þegar hún var opnuð klukkan tíu og yfir tvö hundruð manns komu í verslunina á innan við tuttugu mínútum til að gera góð kaup.

Innlent
Fréttamynd

Einn helsti rit­höfundur Albaníu er allur

Albanski rithöfundurinn Ismail Kadare er látinn. Hann er fæddur 1936 og lést 1. júlí á þessu ári. Kadare hefur verið talinn eitt helsta skáld og hugsuður 20. og 21. aldarinnar, en hann hefur barist mjög gegn alræði í skrifum sínum.

Erlent
Fréttamynd

Borgin sendi ömur­leg skila­boð út í sam­fé­lagið

Rithöfundurinn Sverrir Norland segir skammarlegt að starfsemi bókasafna Reykjavíkur verði ekki haldið úti í allt sumar vegna hagræðingarkröfu borgarinnar. Söfnin verða lokuð á víxl í sumar, hvert í þrjár vikur í senn, sparnaðarskyni. Sverrir telur það senda ömurleg skilaboð út í samfélagið, sér í lagi þegar íslenskt efni fyrir börn verður undir í samkeppni við efni á öðrum tungumálum.

Innlent
Fréttamynd

Getur varla lesið Sjálf­stætt fólk lengur

Rithöfundurinn Einar Kárason segir það reyna frekar á hann í seinni tíð að lesa Sjálfstætt fólk eftir Nóbelsskáldið Halldór Laxness. Mögulega sé hækkandi aldri um að kenna. Hann hallast enn frekar að því en áður að bókin sé með undarlegum hætti ástarsaga Bjarts og Ástu Sólilju.

Lífið
Fréttamynd

Gamall handritsbútur reyndist úr guð­spjalli um æsku Krists

Fræðimenn við Humboldt-háskólann í Berlín hafa uppgötvað að gamall handritsbútur, sem hefur legið ósnertur á bókasafni í Þýskalandi um áratugaskeið, er úr svokölluðu Bernskuguðspjalli Tómasar. Um er að ræða elstu útgáfu af guðspjallinu sem vitað er um.

Erlent
Fréttamynd

Þau eru til­nefnd til Maí­stjörnunnar

Tilnefningar til ljóðabókaverðlaunanna Maístjörnunnar, vegna ljóðabóka útgefinna árið, 2023 voru kynntar við athöfn í Gunnarshúsi í dag. Sex bækur eru tilnefndar að þessu sinni.

Menning
Fréttamynd

Svar Ís­lands og Sviss við Forrest Gump mætir á skjáinn

Kalmann Óðinsson sjálfskipaður lögreglustjóri á Raufarhöfn mætir bráðum á skjá landsmanna en framleiðslufyrirtækið Kontent hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn af skáldsögunum um kappann sem skrifaðar eru af Joachim B. Schmidt. Leikstjóri þáttanna segist hafa haft seríuna í maganum allt frá því hann las bókina í fyrsta sinn.

Bíó og sjónvarp