Lífið

Út­gefandi Walliams lætur hann róa

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
David Walliams sagði frasann vinsæla, computer says no.
David Walliams sagði frasann vinsæla, computer says no. Getty

Bókaútgáfan HarperCollins UK hefur slitið samningi sínum við vinsæla rithöfundinn og Íslandsvininn David Walliams. Í yfirlýsingu segist útgefandinn taka velferð starfsmanna alvarlega. 

Bókaútgáfan mun ekki gefa út nýjar bækur eftir Walliams samkvæmt umfjöllun Sky News.

„HarperCollins tekur velferð starfsmanna mjög alvarlega og hefur komið á ferlum til að tilkynna og rannsaka áhyggjuefni,“ segir í tilkynningu útgefandans samkvæmt Sky News. 

„Til að virða friðhelgi einkalífs einstaklinga tjáum við okkur ekki um innri mál.“

Walliams hefur gefið út yfir fjörutíu bækur, og þó nokkrar hafa verið gefnar út á íslensku líkt og Amma Glæpon og Verstu skrímsli í heiminum. Hann er í hópi svokallaðra Íslandsvina en árið 2022 biðu nokkur hundruð manns í röð í Smáralind eftir því að fá áritun frá honum.

Þá var hann einnig í gamanþáttunum Little Britain og í hlaðvarpsviðtali sagðist hann furða sig á vinsældum frasa hans úr þáttunum, computer says no.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.