Á sandi byggði… Jón Ingi Hákonarson, Karl Pétur Jónsson og Sara Dögg Svanhildardóttir og Valdimar Birgisson skrifa 18. september 2019 10:00 Merkilega hljótt hefur verið um alvarleg mistök stjórnenda og stjórnar Sorpu, sem kosta munu skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu hátt á annan milljarð. Mögulega er það vegna þess hversu há upphæðin er, of há til að venjulegt fólk geti tengt við hana. Líklegra er þó að það þjónar ekki hagsmunum stærsta stjórnmálaflokks landsins að haft sé hátt um þessi mistök. En í hverju lágu mistökin? Í stuttu máli þá fór Sorpa af stað með uppbyggingu á tveimur verkefnum á svipuðum tíma; sorpflokkunarstöð sem ætlað er að auka endurvinnslu og minnka urðun og gas- og jarðgerðarstöð sem er ætlað að framleiða metan á bílana okkar. Tvær á um ágætar framkvæmdir og nauðsynlegar. Farið var í svokallað alútboð, sem innifelur að hönnun og bygging framkvæmdanna er sett alfarið í hendur tilboðsgjafa. Aðferð sem gjarnan er notuð í útboðum á stórum verkefnum bæði hér- og erlendis. Gallinn við þessi útboð var að í þeim gleymdust mikilvægir hlutir á borð við tækjabúnaðinn í flokkunarstöðina, verðbætur á framkvæmdatímabilinu og sökkullinn – það byggir nefnilega enginn hús á sandi. Eftir sitja skattgreiðendur í Hafnarfirði, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Garðabæ og Reykjavík með reikning sem verður á bilinu 1200-1700 milljónir. Sem er 17% hærra en ætlunin var þegar lagt var upp í þessar fjárfestingar. Eðlilegt er að við þetta tækifæri sé farið sé nákvæmlega i saumana á því hvar ábyrgðin á þessu tröllvaxna klúðri liggur. Um einn og hálfur milljarður var vantalinn í stærstu fjárfestingum fyrirtækisins og það fór framhjá stjórnendum og stjórn. Við sem fulltrúar íbúa í Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi köllum eftir því að þessir aðilar stígi frá málinu fyrir neyðarstjórn sem fer ofan í kjölinn á allri ákvarðanatöku í þessu mikilvæga fyrirtæki og skoði hvernig hægt er að sinna þeirra hlutverki með bættum árangri og vonandi með auknu hagræði. Ekki veitir af. Jón Ingi Hákonarson bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði Karl Pétur Jónsson bæjarfulltrúi Viðreisnar á Seltjarnarnesi Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ Valdimar Birgisson bæjarfulltrúi Viðreisnar í Mosfellsbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Reykjavík Sara Dögg Svanhildardóttir Seltjarnarnes Sorpa Umhverfismál Jón Ingi Hákonarson Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Sjá meira
Merkilega hljótt hefur verið um alvarleg mistök stjórnenda og stjórnar Sorpu, sem kosta munu skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu hátt á annan milljarð. Mögulega er það vegna þess hversu há upphæðin er, of há til að venjulegt fólk geti tengt við hana. Líklegra er þó að það þjónar ekki hagsmunum stærsta stjórnmálaflokks landsins að haft sé hátt um þessi mistök. En í hverju lágu mistökin? Í stuttu máli þá fór Sorpa af stað með uppbyggingu á tveimur verkefnum á svipuðum tíma; sorpflokkunarstöð sem ætlað er að auka endurvinnslu og minnka urðun og gas- og jarðgerðarstöð sem er ætlað að framleiða metan á bílana okkar. Tvær á um ágætar framkvæmdir og nauðsynlegar. Farið var í svokallað alútboð, sem innifelur að hönnun og bygging framkvæmdanna er sett alfarið í hendur tilboðsgjafa. Aðferð sem gjarnan er notuð í útboðum á stórum verkefnum bæði hér- og erlendis. Gallinn við þessi útboð var að í þeim gleymdust mikilvægir hlutir á borð við tækjabúnaðinn í flokkunarstöðina, verðbætur á framkvæmdatímabilinu og sökkullinn – það byggir nefnilega enginn hús á sandi. Eftir sitja skattgreiðendur í Hafnarfirði, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Garðabæ og Reykjavík með reikning sem verður á bilinu 1200-1700 milljónir. Sem er 17% hærra en ætlunin var þegar lagt var upp í þessar fjárfestingar. Eðlilegt er að við þetta tækifæri sé farið sé nákvæmlega i saumana á því hvar ábyrgðin á þessu tröllvaxna klúðri liggur. Um einn og hálfur milljarður var vantalinn í stærstu fjárfestingum fyrirtækisins og það fór framhjá stjórnendum og stjórn. Við sem fulltrúar íbúa í Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi köllum eftir því að þessir aðilar stígi frá málinu fyrir neyðarstjórn sem fer ofan í kjölinn á allri ákvarðanatöku í þessu mikilvæga fyrirtæki og skoði hvernig hægt er að sinna þeirra hlutverki með bættum árangri og vonandi með auknu hagræði. Ekki veitir af. Jón Ingi Hákonarson bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði Karl Pétur Jónsson bæjarfulltrúi Viðreisnar á Seltjarnarnesi Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ Valdimar Birgisson bæjarfulltrúi Viðreisnar í Mosfellsbæ
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun