Á sandi byggði… Jón Ingi Hákonarson, Karl Pétur Jónsson og Sara Dögg Svanhildardóttir og Valdimar Birgisson skrifa 18. september 2019 10:00 Merkilega hljótt hefur verið um alvarleg mistök stjórnenda og stjórnar Sorpu, sem kosta munu skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu hátt á annan milljarð. Mögulega er það vegna þess hversu há upphæðin er, of há til að venjulegt fólk geti tengt við hana. Líklegra er þó að það þjónar ekki hagsmunum stærsta stjórnmálaflokks landsins að haft sé hátt um þessi mistök. En í hverju lágu mistökin? Í stuttu máli þá fór Sorpa af stað með uppbyggingu á tveimur verkefnum á svipuðum tíma; sorpflokkunarstöð sem ætlað er að auka endurvinnslu og minnka urðun og gas- og jarðgerðarstöð sem er ætlað að framleiða metan á bílana okkar. Tvær á um ágætar framkvæmdir og nauðsynlegar. Farið var í svokallað alútboð, sem innifelur að hönnun og bygging framkvæmdanna er sett alfarið í hendur tilboðsgjafa. Aðferð sem gjarnan er notuð í útboðum á stórum verkefnum bæði hér- og erlendis. Gallinn við þessi útboð var að í þeim gleymdust mikilvægir hlutir á borð við tækjabúnaðinn í flokkunarstöðina, verðbætur á framkvæmdatímabilinu og sökkullinn – það byggir nefnilega enginn hús á sandi. Eftir sitja skattgreiðendur í Hafnarfirði, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Garðabæ og Reykjavík með reikning sem verður á bilinu 1200-1700 milljónir. Sem er 17% hærra en ætlunin var þegar lagt var upp í þessar fjárfestingar. Eðlilegt er að við þetta tækifæri sé farið sé nákvæmlega i saumana á því hvar ábyrgðin á þessu tröllvaxna klúðri liggur. Um einn og hálfur milljarður var vantalinn í stærstu fjárfestingum fyrirtækisins og það fór framhjá stjórnendum og stjórn. Við sem fulltrúar íbúa í Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi köllum eftir því að þessir aðilar stígi frá málinu fyrir neyðarstjórn sem fer ofan í kjölinn á allri ákvarðanatöku í þessu mikilvæga fyrirtæki og skoði hvernig hægt er að sinna þeirra hlutverki með bættum árangri og vonandi með auknu hagræði. Ekki veitir af. Jón Ingi Hákonarson bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði Karl Pétur Jónsson bæjarfulltrúi Viðreisnar á Seltjarnarnesi Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ Valdimar Birgisson bæjarfulltrúi Viðreisnar í Mosfellsbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Reykjavík Sara Dögg Svanhildardóttir Seltjarnarnes Sorpa Umhverfismál Jón Ingi Hákonarson Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Merkilega hljótt hefur verið um alvarleg mistök stjórnenda og stjórnar Sorpu, sem kosta munu skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu hátt á annan milljarð. Mögulega er það vegna þess hversu há upphæðin er, of há til að venjulegt fólk geti tengt við hana. Líklegra er þó að það þjónar ekki hagsmunum stærsta stjórnmálaflokks landsins að haft sé hátt um þessi mistök. En í hverju lágu mistökin? Í stuttu máli þá fór Sorpa af stað með uppbyggingu á tveimur verkefnum á svipuðum tíma; sorpflokkunarstöð sem ætlað er að auka endurvinnslu og minnka urðun og gas- og jarðgerðarstöð sem er ætlað að framleiða metan á bílana okkar. Tvær á um ágætar framkvæmdir og nauðsynlegar. Farið var í svokallað alútboð, sem innifelur að hönnun og bygging framkvæmdanna er sett alfarið í hendur tilboðsgjafa. Aðferð sem gjarnan er notuð í útboðum á stórum verkefnum bæði hér- og erlendis. Gallinn við þessi útboð var að í þeim gleymdust mikilvægir hlutir á borð við tækjabúnaðinn í flokkunarstöðina, verðbætur á framkvæmdatímabilinu og sökkullinn – það byggir nefnilega enginn hús á sandi. Eftir sitja skattgreiðendur í Hafnarfirði, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Garðabæ og Reykjavík með reikning sem verður á bilinu 1200-1700 milljónir. Sem er 17% hærra en ætlunin var þegar lagt var upp í þessar fjárfestingar. Eðlilegt er að við þetta tækifæri sé farið sé nákvæmlega i saumana á því hvar ábyrgðin á þessu tröllvaxna klúðri liggur. Um einn og hálfur milljarður var vantalinn í stærstu fjárfestingum fyrirtækisins og það fór framhjá stjórnendum og stjórn. Við sem fulltrúar íbúa í Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi köllum eftir því að þessir aðilar stígi frá málinu fyrir neyðarstjórn sem fer ofan í kjölinn á allri ákvarðanatöku í þessu mikilvæga fyrirtæki og skoði hvernig hægt er að sinna þeirra hlutverki með bættum árangri og vonandi með auknu hagræði. Ekki veitir af. Jón Ingi Hákonarson bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði Karl Pétur Jónsson bæjarfulltrúi Viðreisnar á Seltjarnarnesi Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ Valdimar Birgisson bæjarfulltrúi Viðreisnar í Mosfellsbæ
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar