Skjátími er ekki bara skjátími Salvör Nordal skrifar 23. maí 2019 07:00 Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið um notkun barna á skjátækjum. Embætti umboðsmanns barna hefur ítrekað fengið fyrirspurnir um skjánotkun barna og mögulegar takmarkanir á henni en ákall hefur verið frá fagfólki og foreldrum um setningu viðmiða um skjánotkun og skjátíma barna. Á læknadögum 2018 var skjánotkun barna og unglinga meðal umfjöllunarefna en umboðsmaður barna tók þátt í þeirri umræðu. Samkvæmt lögum um umboðsmann barna er honum ætlað að hafa frumkvæði að stefnumarkandi umræðu um málefni barna. Eftir læknadaga kallaði umboðsmaður barna saman ýmsa sérfræðinga með það að markmiði að mynda faghóp um setningu viðmiða um skjánotkun barna. Mikill áhugi var innan hópsins sem fundaði reglulega á starfstímanum og var það niðurstaða hópsins að miða ekki við tímatakmarkanir á skjánotkun enda sýna rannsóknir að það sem gert er í skjátækjum skiptir meira máli en tímalengdin. Líkt og fullorðnir nota börn skjátæki sín á margvíslegan og uppbyggilegan hátt eins og til að semja tónlist, búa til stuttmyndir, eiga í samskiptum við vini og félaga, sækja sér fræðslu um eigin réttindi og ýmiss konar upplýsingar fyrir nám og daglegt líf. Viðmiðin voru kynnt í síðasta mánuði og taka þau mið af mismunandi aldursskeiðum barna. Viðmiðin má finna á heimasíðunni www.heilsuvera.is og á heimasíðu umboðsmanns barna, www.barn.is, en að þeim standa Embætti landlæknis, umboðsmaður barna, Barnaheill, Heilsugæslan, Heimili og skóli og SAFT. Í umræddum viðmiðum er byggt á nýjustu rannsóknum og ályktunum sérfræðinga á þessu sviði. Áhersla er lögð á að skjátími bitni ekki á grunnþörfum barna eins og heilbrigðu líferni, samveru við foreldra, nægum svefni og félagslegum samskiptum. Þá er mælt með því að foreldrar og börn setji sér eigin reglur um skjátíma á heimilum. Foreldrar eru fyrirmyndir og því afar mikilvægt að þeir hugi jafnframt að eigin skjánotkun. Bandarísku barnalæknasamtökin hafa gefið út stefnuyfirlýsingu þar sem lögð er áhersla á mikilvægi þess að börn taki þátt í tómstundum og hreyfingu, fái nægan svefn og að foreldrar og börn fái fræðslu um skjánotkun. Þá voru nýlega sett fram viðmið í Bretlandi um skjánotkun barna og unglinga af „The Royal College of Paediatrics and Child Health“, sem sér um þjálfun sérfræðinga í barnalækningum, án viðmiða um tímalengd skjánotkunar, en ekki er talið fullsannað að mikil notkun skjátækja sé börnum skaðleg. Þess í stað var farin sú leið að aðstoða fjölskyldur við að móta sér eigin reglur um skjánotkun með áherslu á grunnþarfir barna eins og svefn, næringu og samverustundir fjölskyldu. Umboðsmaður barna bindur vonir við að umrædd skjáviðmið nýtist sem flestum foreldrum við að eiga samtal við börn um uppbyggilega notkun skjátækja á heimilum.Höfundur er umboðsmaður barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Salvör Nordal Tækni Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið um notkun barna á skjátækjum. Embætti umboðsmanns barna hefur ítrekað fengið fyrirspurnir um skjánotkun barna og mögulegar takmarkanir á henni en ákall hefur verið frá fagfólki og foreldrum um setningu viðmiða um skjánotkun og skjátíma barna. Á læknadögum 2018 var skjánotkun barna og unglinga meðal umfjöllunarefna en umboðsmaður barna tók þátt í þeirri umræðu. Samkvæmt lögum um umboðsmann barna er honum ætlað að hafa frumkvæði að stefnumarkandi umræðu um málefni barna. Eftir læknadaga kallaði umboðsmaður barna saman ýmsa sérfræðinga með það að markmiði að mynda faghóp um setningu viðmiða um skjánotkun barna. Mikill áhugi var innan hópsins sem fundaði reglulega á starfstímanum og var það niðurstaða hópsins að miða ekki við tímatakmarkanir á skjánotkun enda sýna rannsóknir að það sem gert er í skjátækjum skiptir meira máli en tímalengdin. Líkt og fullorðnir nota börn skjátæki sín á margvíslegan og uppbyggilegan hátt eins og til að semja tónlist, búa til stuttmyndir, eiga í samskiptum við vini og félaga, sækja sér fræðslu um eigin réttindi og ýmiss konar upplýsingar fyrir nám og daglegt líf. Viðmiðin voru kynnt í síðasta mánuði og taka þau mið af mismunandi aldursskeiðum barna. Viðmiðin má finna á heimasíðunni www.heilsuvera.is og á heimasíðu umboðsmanns barna, www.barn.is, en að þeim standa Embætti landlæknis, umboðsmaður barna, Barnaheill, Heilsugæslan, Heimili og skóli og SAFT. Í umræddum viðmiðum er byggt á nýjustu rannsóknum og ályktunum sérfræðinga á þessu sviði. Áhersla er lögð á að skjátími bitni ekki á grunnþörfum barna eins og heilbrigðu líferni, samveru við foreldra, nægum svefni og félagslegum samskiptum. Þá er mælt með því að foreldrar og börn setji sér eigin reglur um skjátíma á heimilum. Foreldrar eru fyrirmyndir og því afar mikilvægt að þeir hugi jafnframt að eigin skjánotkun. Bandarísku barnalæknasamtökin hafa gefið út stefnuyfirlýsingu þar sem lögð er áhersla á mikilvægi þess að börn taki þátt í tómstundum og hreyfingu, fái nægan svefn og að foreldrar og börn fái fræðslu um skjánotkun. Þá voru nýlega sett fram viðmið í Bretlandi um skjánotkun barna og unglinga af „The Royal College of Paediatrics and Child Health“, sem sér um þjálfun sérfræðinga í barnalækningum, án viðmiða um tímalengd skjánotkunar, en ekki er talið fullsannað að mikil notkun skjátækja sé börnum skaðleg. Þess í stað var farin sú leið að aðstoða fjölskyldur við að móta sér eigin reglur um skjánotkun með áherslu á grunnþarfir barna eins og svefn, næringu og samverustundir fjölskyldu. Umboðsmaður barna bindur vonir við að umrædd skjáviðmið nýtist sem flestum foreldrum við að eiga samtal við börn um uppbyggilega notkun skjátækja á heimilum.Höfundur er umboðsmaður barna.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun