Loðnubrestur í ferðaþjónustunni Sigrún Hjartardóttir skrifar 8. maí 2019 12:50 Ferðaþjónustan hefur fest sig rækilega í sessi sem undirstöðuútflutningsgrein. Engum dylst mikilvægi hennar í gjaldeyrissköpun þjóðarinnar og um þriðjungur allra nýrra starfa í landinu frá árinu 2011 hefur orðið til í ferðaþjónustu. En eftir ævintýralegan vöxt undanfarin ár er næsta víst að samdráttur verður í komu erlendra ferðamanna til landsins árið 2019. Enda þótt öllum mætti vera ljóst að 25-30% árlegur vöxtur gæti ekki gengið til eilífðar og þrátt fyrir að lendingin sé e.t.v. harkalegri en á væri kosið, má þó greina þær raddir sem vilja meina að algjört svartnætti blasi við ferðaþjónustunni. En er það raunverulega svo? Getur ekki verið að það sé gott fyrir greinina að fá þetta tækifæri til að staldra við, rýna í þróun undanfarinna ára og draga af henni lærdóm? Hvað var vel gert og hvað mætti betur fara? Það er eðlilegur hluti líftímakúrfu hverrar greinar og raunar hvers fyrirtækis að fara í gegnum þrengingar sem vissulega geta fylgt sársaukafullar aðgerðir en skila, ef vel tekst til, hagkvæmari og sterkari rekstri byggðum á raunhæfum áætlunum og sterkum stoðum. Það þýðir ekki að öll sund séu lokuð. Hinn raunverulegir loðnubrestur sem útgerðin varð fyrir í byrjun árs olli miklum búsifjum fyrir greinina og ekki síst ýmis smærri bæjarfélög sem reiða sig á þær tekjur og atvinnu sem loðnuvertíðinni fylgir. Það er samt engin að tala um að nú þurfi sjávarútvegurinn að pakka saman. Ballið sé búið. Það er vegna þess að grein sem ætlar að vera til í langan tíma veit að eitt ár skiptir ekki höfuðmáli þegar horft er til næstu 50 eða 100 áranna. Markmiðið hlýtur að vera búa svo um hnútana að greinin geti tekið á sig „loðnubrestinn“ þegar hann dynur yfir. Því það mun alltaf gerast, hvaða nafni sem það nefnist hverju sinni, eldgos, farsóttir, hamfarir eða gjaldþrot tiltölulega lítils flugfélags.Höfundur er verkefnastjóri í fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan hefur fest sig rækilega í sessi sem undirstöðuútflutningsgrein. Engum dylst mikilvægi hennar í gjaldeyrissköpun þjóðarinnar og um þriðjungur allra nýrra starfa í landinu frá árinu 2011 hefur orðið til í ferðaþjónustu. En eftir ævintýralegan vöxt undanfarin ár er næsta víst að samdráttur verður í komu erlendra ferðamanna til landsins árið 2019. Enda þótt öllum mætti vera ljóst að 25-30% árlegur vöxtur gæti ekki gengið til eilífðar og þrátt fyrir að lendingin sé e.t.v. harkalegri en á væri kosið, má þó greina þær raddir sem vilja meina að algjört svartnætti blasi við ferðaþjónustunni. En er það raunverulega svo? Getur ekki verið að það sé gott fyrir greinina að fá þetta tækifæri til að staldra við, rýna í þróun undanfarinna ára og draga af henni lærdóm? Hvað var vel gert og hvað mætti betur fara? Það er eðlilegur hluti líftímakúrfu hverrar greinar og raunar hvers fyrirtækis að fara í gegnum þrengingar sem vissulega geta fylgt sársaukafullar aðgerðir en skila, ef vel tekst til, hagkvæmari og sterkari rekstri byggðum á raunhæfum áætlunum og sterkum stoðum. Það þýðir ekki að öll sund séu lokuð. Hinn raunverulegir loðnubrestur sem útgerðin varð fyrir í byrjun árs olli miklum búsifjum fyrir greinina og ekki síst ýmis smærri bæjarfélög sem reiða sig á þær tekjur og atvinnu sem loðnuvertíðinni fylgir. Það er samt engin að tala um að nú þurfi sjávarútvegurinn að pakka saman. Ballið sé búið. Það er vegna þess að grein sem ætlar að vera til í langan tíma veit að eitt ár skiptir ekki höfuðmáli þegar horft er til næstu 50 eða 100 áranna. Markmiðið hlýtur að vera búa svo um hnútana að greinin geti tekið á sig „loðnubrestinn“ þegar hann dynur yfir. Því það mun alltaf gerast, hvaða nafni sem það nefnist hverju sinni, eldgos, farsóttir, hamfarir eða gjaldþrot tiltölulega lítils flugfélags.Höfundur er verkefnastjóri í fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar