Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 17. október 2025 06:31 Það er krefjandi vinna fyrir sama manninn að vernda ósnortin víðerni og nýta þau sem hraðast um leið. Umhverfisráðherrann talar af krafti um vernd víðerna og orkumálaráðherrann talar um öfluga orkuframleiðslu til hagvaxtar á sömu víðernum. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfisráðherra lýsti því á umhverfisþingi í september, við mjög góðar undirtektir að ríkisstjórnin sé byrjuð að taka til hendinni í friðlýsingum og verndum íslenskrar náttúru og gæta að stærstu ósnortnu víðernum Evrópu, með virkri vernd í þágu okkar allra. “40% af öllum ósnortnum víðernum Evrópu eru á Íslandi. Þetta leggur okkur skyldur á herðar. Sagði ráðherrann. Hvað er að gerast, hvaða skyldur og hvernig verða þær uppfylltar? Jú, Vatnsfjörður fær að halda sínum sess sem friðlýst svæði án virkjunar og þar eru víðerni. En hvaða fleiri svæði sem nú eru í hættu á að vernda? Víðerni orkumálaráðherra Jóhann Páll Jóhannsson, orkumálaráðherra boðar risa framkvæmdir í öllum landshlutum, stóraukna orkuöflun og einföldun ferla til að flýta nýtingu. Ráðherra leggur til að Kjalölduveita, Héraðsvötn og Hamarsvirkju, allar á víðernum, fái ekki vernd eins og verkefnisstjórn hefur endurtekið ráðlagt og að vindorkuver í Garpsdal fari í nýtingu. Landsvirkjun leggur nú ”traustan steypugrunn” að vindorkuveri við Vaðöldu sem mun sjást víða að af hálendinu, víðerni Vestfjarða skerðast af Hvalárvirkjun. Á fimmta tug vindorkuvera eru á teikniborðinu og ekkert svæði hefur verið verndað gegn vindorku ennþá. Stjórnarandstæðingar ganga enn lengra en ríkisstjórnin og leggja til flýtimeðferð á fimm virkjunum framhjá lýðræðislegum ferlum. Vernd í Undralandi Mótsagnakenndar staðhæfingar um nýtingu og vernd rugla fólk og enginn veit lengur hvað snýr upp eða niður. Upplýsingaóreiða? Ég trúi því að umhverfis/loftslagsáðherrann vilji verja náttúruna. En á meðan orkumálaráðherra boðar hraðleiðir orkuöflunar á víðernunum okkar er tal um vernd eins og úr Lísu í Undralandi. Þrýstingurinn á orkuráðherrann er mikill. Virkjun á verndarsvæðum hugnast orkugeiranum og stórnotendum mjög vel, því þeir líta svo á að ”ekki sé sérstök ástæða til að friða náttúruna sérstaklega gegn grænni orkuöflun.” Skáletruð tilvitnun er úr umsögn Samorku og endurspeglar viðhorf sem hefur verið básúnað af krafti síðustu misserin og leggst á Alþingi og sveitarstjórnir eins og skæð veirupest. Sýking sem ógnar víðernunum og er sérstaklega hættuleg inni í ráðuneyti sem hýsir verndun náttúru og loftslags. Óskalisti orkugeirans Verndargildi náttúrunnar felst líka í verndun votlendis, tegunda, fugla og líffræðilegs fjölbreytileika. Um allt þetta og meira til er fjallað í rammaáætlun og í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. En auk áherslu á orkuöflun segir í sáttmálanum “stutt verði við líffræðilega fjölbreytni og ráðist í aðgerðir til verndar ósnortnum víðernum. Rammaáætlun gegni lykilhlutverki í að tryggja jafnvægi milli orkunýtingar og náttúruverndar.“ Sérfræðingar rammaáætlunarinnar hafa unnið við gagnaöflun og greiningar, vegið og metið hugmyndir um virkjanir á marga ólíka mælikvarða og lagt fram tillögur um hvaða svæði megi nýta og hver vernda. Alþingi hefur síðasta orðið og ráðherra getur lagt fram aðrar tillögur og gerir það nú - í átt til nýtingar. Þær tilllögur fela ekki í sér boðaðar aðgerðir úr stjórnarsáttmálanum um vernd ósnortinna víðerna. Virða stjórnmálin tillögur rammaáætlunar eða er hún óskalisti nýtingar? Á laugardag verður opið málþing þar sem sérfræðingar úr faghópum rammaáætlunar og fólk úr náttúruvernd ræðir stöðuna gagnvart verndun landsvæða og víðerna. Ég hvet áhugafólk um náttúruna og framtíð Íslands til að mæta. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Umhverfismál Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Það er krefjandi vinna fyrir sama manninn að vernda ósnortin víðerni og nýta þau sem hraðast um leið. Umhverfisráðherrann talar af krafti um vernd víðerna og orkumálaráðherrann talar um öfluga orkuframleiðslu til hagvaxtar á sömu víðernum. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfisráðherra lýsti því á umhverfisþingi í september, við mjög góðar undirtektir að ríkisstjórnin sé byrjuð að taka til hendinni í friðlýsingum og verndum íslenskrar náttúru og gæta að stærstu ósnortnu víðernum Evrópu, með virkri vernd í þágu okkar allra. “40% af öllum ósnortnum víðernum Evrópu eru á Íslandi. Þetta leggur okkur skyldur á herðar. Sagði ráðherrann. Hvað er að gerast, hvaða skyldur og hvernig verða þær uppfylltar? Jú, Vatnsfjörður fær að halda sínum sess sem friðlýst svæði án virkjunar og þar eru víðerni. En hvaða fleiri svæði sem nú eru í hættu á að vernda? Víðerni orkumálaráðherra Jóhann Páll Jóhannsson, orkumálaráðherra boðar risa framkvæmdir í öllum landshlutum, stóraukna orkuöflun og einföldun ferla til að flýta nýtingu. Ráðherra leggur til að Kjalölduveita, Héraðsvötn og Hamarsvirkju, allar á víðernum, fái ekki vernd eins og verkefnisstjórn hefur endurtekið ráðlagt og að vindorkuver í Garpsdal fari í nýtingu. Landsvirkjun leggur nú ”traustan steypugrunn” að vindorkuveri við Vaðöldu sem mun sjást víða að af hálendinu, víðerni Vestfjarða skerðast af Hvalárvirkjun. Á fimmta tug vindorkuvera eru á teikniborðinu og ekkert svæði hefur verið verndað gegn vindorku ennþá. Stjórnarandstæðingar ganga enn lengra en ríkisstjórnin og leggja til flýtimeðferð á fimm virkjunum framhjá lýðræðislegum ferlum. Vernd í Undralandi Mótsagnakenndar staðhæfingar um nýtingu og vernd rugla fólk og enginn veit lengur hvað snýr upp eða niður. Upplýsingaóreiða? Ég trúi því að umhverfis/loftslagsáðherrann vilji verja náttúruna. En á meðan orkumálaráðherra boðar hraðleiðir orkuöflunar á víðernunum okkar er tal um vernd eins og úr Lísu í Undralandi. Þrýstingurinn á orkuráðherrann er mikill. Virkjun á verndarsvæðum hugnast orkugeiranum og stórnotendum mjög vel, því þeir líta svo á að ”ekki sé sérstök ástæða til að friða náttúruna sérstaklega gegn grænni orkuöflun.” Skáletruð tilvitnun er úr umsögn Samorku og endurspeglar viðhorf sem hefur verið básúnað af krafti síðustu misserin og leggst á Alþingi og sveitarstjórnir eins og skæð veirupest. Sýking sem ógnar víðernunum og er sérstaklega hættuleg inni í ráðuneyti sem hýsir verndun náttúru og loftslags. Óskalisti orkugeirans Verndargildi náttúrunnar felst líka í verndun votlendis, tegunda, fugla og líffræðilegs fjölbreytileika. Um allt þetta og meira til er fjallað í rammaáætlun og í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. En auk áherslu á orkuöflun segir í sáttmálanum “stutt verði við líffræðilega fjölbreytni og ráðist í aðgerðir til verndar ósnortnum víðernum. Rammaáætlun gegni lykilhlutverki í að tryggja jafnvægi milli orkunýtingar og náttúruverndar.“ Sérfræðingar rammaáætlunarinnar hafa unnið við gagnaöflun og greiningar, vegið og metið hugmyndir um virkjanir á marga ólíka mælikvarða og lagt fram tillögur um hvaða svæði megi nýta og hver vernda. Alþingi hefur síðasta orðið og ráðherra getur lagt fram aðrar tillögur og gerir það nú - í átt til nýtingar. Þær tilllögur fela ekki í sér boðaðar aðgerðir úr stjórnarsáttmálanum um vernd ósnortinna víðerna. Virða stjórnmálin tillögur rammaáætlunar eða er hún óskalisti nýtingar? Á laugardag verður opið málþing þar sem sérfræðingar úr faghópum rammaáætlunar og fólk úr náttúruvernd ræðir stöðuna gagnvart verndun landsvæða og víðerna. Ég hvet áhugafólk um náttúruna og framtíð Íslands til að mæta. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun