Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar 17. október 2025 13:31 Umræða um faglegt starf í leikskólum á stundum erfitt uppdráttar í íslensku samfélagi og vill víkja fyrir mun fyrirferðarmeiri umræðu um sérstakt þjónustuhlutverk leikskóla gagnvart foreldrum og atvinnulífi. Samt er óumdeilt og lögbundið að eina „þjónustuhlutverk“ leikskóla snýr að börnum og felst í að tryggja þeim gæðamenntun, uppeldi og umönnun með hliðsjón af aldri þeirra og þroska. Verkefni leikskólans er því fyrst og síðast að veita öllum börnum gæða menntun – og þá þjónustu vilja kennara veita, börnum og foreldrum til mikilla hagsbóta. Kennaraskortur helsta ógnin Stærsta verkefni sveitarfélaga er að fjölga leikskólakennurum. Við náum ekki í dag að viðhalda nægilega háum gæðum í námi á leikskólastigi vegna mikils skorts á kennurum. Í dag vantar 2.469 kennara til að uppfylla lagalegar skyldur. Starfsmannavelta meðal ófaglærðs starfsfólks er gríðarlega mikil, eða 33%. Það sama er ekki hægt að segja um starfsmannaveltu meðal kennara. Myndatexti við mynd 1: 2. mgr. 14. gr. laga nr. 95/2019 um um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Mynd með grein Haraldar Freys Gíslasonar 17. október 2025. Innleiðing styttingu vinnuvikunnar snúin Samið var um styttingu vinnuvikunnar í kjarasamningum árið 2020. Innleiðing hennar án kostnaðar eða þjónustuskerðingar er útilokuð í leikskólum. Vegna þessara takmarkana hefur innleiðingin í leikskólum verið erfið þar sem að meðaldvalartími barna í leikskólum hefur ekki styst samhliða. Sveitarfélög hafa brugðist mishratt við. Þó vissulega megi segja að betra hefði verið að Reykjavíkurborg hefði komið fram með markvissar tillögur til að stytta meðaldvalartíma barna í leikskólum fyrr þá er hin nýlega boðaða Reykjavikurleið, svokölluð, skref í rétta átt. Til að manna styttinguna svo hlutfall dvalartíma barna af vinnutíma starfsfólks verði það sama fyrir og eftir styttingu þarf að fjölga stöðugildum um 500-600 á landsvísu. Það starfsfólk er ekki til. Hvort sem um er að ræða leiðbeinendur eða kennara. Grunnhugsunin í tillögum Reykjavíkurborgar er að reyna að búa til hvata til að stytta meðaldvalartíma barna í leikskólum. Því fagnar Félag leikskólakennara. Það er mikilvægt bæði fyrir börn og kennara. Endalaus útþensla, vandi í veldisvexti Okkar stóra sameiginlega verkefni er að búa til starfsaðstæður í leikskólum sem eru góðar fyrir kennara og börn. Okkur vantar sannarlega fleira fagfólk inn í leikskólana og því þurfum við að búa til starfsaðstæður sem kennarar vilja starfa í. Að búa til hvata til að stytta meðaldvalartíma barna í leikskólum er eitt púsl á þeirri vegferð. Leikskólastigið hefur þróast hratt sem skólastig – í raun allt of hratt til þess að geta almennilega valdið verkefninu. Ákvarðanir samfélagsins um að taka við sífellt yngri og yngri börnum í leikskóla, án þess að hugsa málið til enda, hefur aukið á vandann og komið öllum í erfiða stöðu. Eina raunhæfa lausnin er að brúa bilið með lengra fæðingarorlofi. Það mætti til dæmis skoða að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með þrepaskiptu kerfi, sem talar við fæðingarorlofskerfið, þar sem dvalartími barna lengist í áföngum eftir því sem þau eldast. Við erum sannarlega á réttri leið Á síðustu árum hefur verið slegið hvert metið á fætur öðru í fjölda skráninga í leikskólakennaranám. Enn ein sprengjan varð í haust eftir nýgerða kjarasamninga. Þó mun nýliðunin taka tíma þar sem að kerfið hefur stækkað hraðar en við ráðum við lengi. Við höfum verið, og erum að vinna, ásamt viðsemjendum okkar, hörðum höndum að því að endurmeta virði kennarastarfsins. Það er ekki náttúrulögmál að sérfræðingar í fræðslustarfsemi séu ekki jafnmetnir og aðrir sérfræðingar og því ætlum við að breyta. Leikskólastigið þarf nauðsynlega rými til að anda og ná jafnvægi. Það er eina raunhæfa leiðin til framfara. Þannig mótum við framtíðina saman. Höfundur er formaður Félags leikskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Freyr Gíslason Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Umræða um faglegt starf í leikskólum á stundum erfitt uppdráttar í íslensku samfélagi og vill víkja fyrir mun fyrirferðarmeiri umræðu um sérstakt þjónustuhlutverk leikskóla gagnvart foreldrum og atvinnulífi. Samt er óumdeilt og lögbundið að eina „þjónustuhlutverk“ leikskóla snýr að börnum og felst í að tryggja þeim gæðamenntun, uppeldi og umönnun með hliðsjón af aldri þeirra og þroska. Verkefni leikskólans er því fyrst og síðast að veita öllum börnum gæða menntun – og þá þjónustu vilja kennara veita, börnum og foreldrum til mikilla hagsbóta. Kennaraskortur helsta ógnin Stærsta verkefni sveitarfélaga er að fjölga leikskólakennurum. Við náum ekki í dag að viðhalda nægilega háum gæðum í námi á leikskólastigi vegna mikils skorts á kennurum. Í dag vantar 2.469 kennara til að uppfylla lagalegar skyldur. Starfsmannavelta meðal ófaglærðs starfsfólks er gríðarlega mikil, eða 33%. Það sama er ekki hægt að segja um starfsmannaveltu meðal kennara. Myndatexti við mynd 1: 2. mgr. 14. gr. laga nr. 95/2019 um um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Mynd með grein Haraldar Freys Gíslasonar 17. október 2025. Innleiðing styttingu vinnuvikunnar snúin Samið var um styttingu vinnuvikunnar í kjarasamningum árið 2020. Innleiðing hennar án kostnaðar eða þjónustuskerðingar er útilokuð í leikskólum. Vegna þessara takmarkana hefur innleiðingin í leikskólum verið erfið þar sem að meðaldvalartími barna í leikskólum hefur ekki styst samhliða. Sveitarfélög hafa brugðist mishratt við. Þó vissulega megi segja að betra hefði verið að Reykjavíkurborg hefði komið fram með markvissar tillögur til að stytta meðaldvalartíma barna í leikskólum fyrr þá er hin nýlega boðaða Reykjavikurleið, svokölluð, skref í rétta átt. Til að manna styttinguna svo hlutfall dvalartíma barna af vinnutíma starfsfólks verði það sama fyrir og eftir styttingu þarf að fjölga stöðugildum um 500-600 á landsvísu. Það starfsfólk er ekki til. Hvort sem um er að ræða leiðbeinendur eða kennara. Grunnhugsunin í tillögum Reykjavíkurborgar er að reyna að búa til hvata til að stytta meðaldvalartíma barna í leikskólum. Því fagnar Félag leikskólakennara. Það er mikilvægt bæði fyrir börn og kennara. Endalaus útþensla, vandi í veldisvexti Okkar stóra sameiginlega verkefni er að búa til starfsaðstæður í leikskólum sem eru góðar fyrir kennara og börn. Okkur vantar sannarlega fleira fagfólk inn í leikskólana og því þurfum við að búa til starfsaðstæður sem kennarar vilja starfa í. Að búa til hvata til að stytta meðaldvalartíma barna í leikskólum er eitt púsl á þeirri vegferð. Leikskólastigið hefur þróast hratt sem skólastig – í raun allt of hratt til þess að geta almennilega valdið verkefninu. Ákvarðanir samfélagsins um að taka við sífellt yngri og yngri börnum í leikskóla, án þess að hugsa málið til enda, hefur aukið á vandann og komið öllum í erfiða stöðu. Eina raunhæfa lausnin er að brúa bilið með lengra fæðingarorlofi. Það mætti til dæmis skoða að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með þrepaskiptu kerfi, sem talar við fæðingarorlofskerfið, þar sem dvalartími barna lengist í áföngum eftir því sem þau eldast. Við erum sannarlega á réttri leið Á síðustu árum hefur verið slegið hvert metið á fætur öðru í fjölda skráninga í leikskólakennaranám. Enn ein sprengjan varð í haust eftir nýgerða kjarasamninga. Þó mun nýliðunin taka tíma þar sem að kerfið hefur stækkað hraðar en við ráðum við lengi. Við höfum verið, og erum að vinna, ásamt viðsemjendum okkar, hörðum höndum að því að endurmeta virði kennarastarfsins. Það er ekki náttúrulögmál að sérfræðingar í fræðslustarfsemi séu ekki jafnmetnir og aðrir sérfræðingar og því ætlum við að breyta. Leikskólastigið þarf nauðsynlega rými til að anda og ná jafnvægi. Það er eina raunhæfa leiðin til framfara. Þannig mótum við framtíðina saman. Höfundur er formaður Félags leikskólakennara.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar