Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar 16. október 2025 20:33 Það sem er að gerast núna í íslenska heilbrigðiskerfinu er ekki lengur hægt að afsaka með orðum eins og „áskoranir“ eða „tímabundinn vandi“. Þetta er kerfislægt hrun sem á sér pólitíska ábyrgð, og hún liggur hjá heilbrigðisráðherranum, Ölmu Möller. Frá því hún tók við embætti hefur óánægja starfsfólks, biðlistar og yfirkeyrsla spítalanna farið stigvaxandi. Læknar og hjúkrunarfræðingar hafa ítrekað sent neyðarkall til ráðuneytisins, án raunverulegra viðbragða. Það er eins og stjórnvöld séu orðin ónæm fyrir ástandinu, eins og þau telji sig geta stjórnað með orðum og skýrslum í stað þess að grípa til aðgerða. Íslendingar borga háa skatta, en samt er fólk sent heim úr bráðamóttöku vegna plássleysis. Sjúklingar með langvinna sjúkdóma fá ekki viðeigandi meðferð eða stuðning, og heilbrigðisstarfsfólk fer í sífellt að víkja úr starfi vegna kulnunar og vanmats. Það er ekki eðlilegt. Þetta er ekki „óhjákvæmilegt ástand“. Þetta er afleiðing vanstjórnar. Ábyrgðin á þessu á ekki bara að liggja hjá einhverju óljósu „kerfi“. Hún liggur hjá þeim sem stjórna. Og það er heilbrigðisráðherra sem ber pólitíska ábyrgð á því hvernig þetta embætti er rekið, hvaða ákvarðanir eru teknar og jafn mikilvægt, hvaða ákvarðanir eru ekki teknar. Það er dapurt að sjá hvernig ráðherrann virðist skorta bæði kjark og tengsl við raunveruleikann í heilbrigðiskerfinu. Á meðan heilbrigðisstarfsfólk krefst lausna er ráðuneytið upptekið við að tala um „áætlanir“, „vinnuhópa“ og „framtíðarsýn“. En þegar fólk er að brenna út, þegar sjúklingar eru að tapa voninni, þá duga orðin ekki lengur. Við þurfum heilbrigðisráðherra sem sýnir að hann standi með fólkinu, með sjúklingunum, starfsfólkinu og þjóðinni. Ráðherra sem skilur að það að stjórna heilbrigðiskerfi er ekki spurning um að halda í embætti, heldur að axla ábyrgð og bregðast við þegar kerfið molnar í höndum manns. Traustið til heilbrigðisráðuneytisins er löngu farið. Það verður ekki endurheimt með fallegum orðum eða myndatökum, heldur með því að ráðherrann stígi fram, viðurkenni alvarleikann og taki raunverulega ábyrgð, jafnvel þótt það þýði að víkja til hliðar. Það er ekki skömm að því að viðurkenna að hlutirnir hafi farið úrskeiðis. Skömmin felst í því að halda áfram eins og ekkert hafi gerst. Í dag er það augljóst að heilbrigðiskerfið þarf nýja stefnu, nýja sýn og nýja leiðtoga sem getur endurreist traust almennings. Þeir sem sitja við stjórn bera alla ábyrgð. Það er þeirra að ákveða hvort þeir velja að halda í völd eða opna á raunverulegar breytingar. Heilbrigðisráðherrann hefur fengið sinn tíma. Hún hefur fengið tækifæri til að sýna að hún geti snúið við þessari þróun. En nú er ljóst að sú von hefur brugðist. Þegar fólk missir trúna á kerfinu og á ráðamönnum þess, þá er kominn tími til að víkja fyrir nýrri forystu. Við, sem treystum heilbrigðiskerfinu fyrir lífi okkar og heilsu, eigum betra skilið. Við þurfum ráðherra sem stendur með fólkinu, hlustar á starfsfólkið og tekur ábyrgð þegar á reynir. Það er ekki lengur nóg að tala um lausnir, það þarf að bregðast við og ef núverandi ráðherra getur það ekki, þá þarf hún að gefa öðrum færi á því. Við biðjum ekki lengur um breytingar, við krefjumst þeirra!Þjóðin á skilið að heilbrigðiskerfið virki. Og stundum krefst það einfaldlega þess að sá sem situr í valdastóli stígi frá. Í dag er staðan sú að heilbrigðiskerfið stendur á brúninni en spurningin er: ætlar heilbrigðisráðherrann að horfa á það hrynja, eða ætlar hún loksins að gera eitthvað í málinu? Höfundur er kennaranemi við HA og sit í velferðarnefnd Sambands ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Framsóknarflokkurinn Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Það sem er að gerast núna í íslenska heilbrigðiskerfinu er ekki lengur hægt að afsaka með orðum eins og „áskoranir“ eða „tímabundinn vandi“. Þetta er kerfislægt hrun sem á sér pólitíska ábyrgð, og hún liggur hjá heilbrigðisráðherranum, Ölmu Möller. Frá því hún tók við embætti hefur óánægja starfsfólks, biðlistar og yfirkeyrsla spítalanna farið stigvaxandi. Læknar og hjúkrunarfræðingar hafa ítrekað sent neyðarkall til ráðuneytisins, án raunverulegra viðbragða. Það er eins og stjórnvöld séu orðin ónæm fyrir ástandinu, eins og þau telji sig geta stjórnað með orðum og skýrslum í stað þess að grípa til aðgerða. Íslendingar borga háa skatta, en samt er fólk sent heim úr bráðamóttöku vegna plássleysis. Sjúklingar með langvinna sjúkdóma fá ekki viðeigandi meðferð eða stuðning, og heilbrigðisstarfsfólk fer í sífellt að víkja úr starfi vegna kulnunar og vanmats. Það er ekki eðlilegt. Þetta er ekki „óhjákvæmilegt ástand“. Þetta er afleiðing vanstjórnar. Ábyrgðin á þessu á ekki bara að liggja hjá einhverju óljósu „kerfi“. Hún liggur hjá þeim sem stjórna. Og það er heilbrigðisráðherra sem ber pólitíska ábyrgð á því hvernig þetta embætti er rekið, hvaða ákvarðanir eru teknar og jafn mikilvægt, hvaða ákvarðanir eru ekki teknar. Það er dapurt að sjá hvernig ráðherrann virðist skorta bæði kjark og tengsl við raunveruleikann í heilbrigðiskerfinu. Á meðan heilbrigðisstarfsfólk krefst lausna er ráðuneytið upptekið við að tala um „áætlanir“, „vinnuhópa“ og „framtíðarsýn“. En þegar fólk er að brenna út, þegar sjúklingar eru að tapa voninni, þá duga orðin ekki lengur. Við þurfum heilbrigðisráðherra sem sýnir að hann standi með fólkinu, með sjúklingunum, starfsfólkinu og þjóðinni. Ráðherra sem skilur að það að stjórna heilbrigðiskerfi er ekki spurning um að halda í embætti, heldur að axla ábyrgð og bregðast við þegar kerfið molnar í höndum manns. Traustið til heilbrigðisráðuneytisins er löngu farið. Það verður ekki endurheimt með fallegum orðum eða myndatökum, heldur með því að ráðherrann stígi fram, viðurkenni alvarleikann og taki raunverulega ábyrgð, jafnvel þótt það þýði að víkja til hliðar. Það er ekki skömm að því að viðurkenna að hlutirnir hafi farið úrskeiðis. Skömmin felst í því að halda áfram eins og ekkert hafi gerst. Í dag er það augljóst að heilbrigðiskerfið þarf nýja stefnu, nýja sýn og nýja leiðtoga sem getur endurreist traust almennings. Þeir sem sitja við stjórn bera alla ábyrgð. Það er þeirra að ákveða hvort þeir velja að halda í völd eða opna á raunverulegar breytingar. Heilbrigðisráðherrann hefur fengið sinn tíma. Hún hefur fengið tækifæri til að sýna að hún geti snúið við þessari þróun. En nú er ljóst að sú von hefur brugðist. Þegar fólk missir trúna á kerfinu og á ráðamönnum þess, þá er kominn tími til að víkja fyrir nýrri forystu. Við, sem treystum heilbrigðiskerfinu fyrir lífi okkar og heilsu, eigum betra skilið. Við þurfum ráðherra sem stendur með fólkinu, hlustar á starfsfólkið og tekur ábyrgð þegar á reynir. Það er ekki lengur nóg að tala um lausnir, það þarf að bregðast við og ef núverandi ráðherra getur það ekki, þá þarf hún að gefa öðrum færi á því. Við biðjum ekki lengur um breytingar, við krefjumst þeirra!Þjóðin á skilið að heilbrigðiskerfið virki. Og stundum krefst það einfaldlega þess að sá sem situr í valdastóli stígi frá. Í dag er staðan sú að heilbrigðiskerfið stendur á brúninni en spurningin er: ætlar heilbrigðisráðherrann að horfa á það hrynja, eða ætlar hún loksins að gera eitthvað í málinu? Höfundur er kennaranemi við HA og sit í velferðarnefnd Sambands ungra Framsóknarmanna.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun