Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir og Tryggvi Helgason skrifa 17. október 2025 15:00 Mikil sprenging hefur orðið í þekkingu okkar á offitu, orsökum og afleiðingum, á síðastliðnum árum sem hefur gjörbreytt viðhorfi margra heilbrigðisstarfmanna og minnkað fordóma í samfélaginu almennt. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skilgreindi offitu sem langvinnan sjúkdóm í opinberri skýrslu árið 1997 (Obesity : preventing and managing the global epidemic : report of a WHO Consultation on Obesity, Geneva, 3-5 June 1997). Langvinnir sjúkdómar eru sjúkdómar sem krefjast eftirlits og meðferðar í meira en eitt ár og/eða hafa neikvæð áhrif á virkni eða getu fólks til að sinna athöfnum daglegs lífs. Lengi vel byggði skilgreining offitusjúkdómsins eingöngu á líkamsþyngdarstuðli > 30 kg/m2 en tók ekki tillit til fitudreifingar eða þess hvort þyngdin hafði áhrif á heilsu einstaklingsins. Líkamsþyngdarstuðull, sem reiknaður er út frá þyngd og hæð einstaklingsins, er góður mælikvarði að mörgu leyti, einfaldur og ódýr, en segir þó ekki nægilega mikið til um heilsu einn og sér. Þannig geta tveir einstaklingar með sama líkamsþyngdarstuðul verið mjög ólíkir með tilliti til erfða, fitudreifingar, samsetningar líkamans og þróun fylgisjúkdóma. Árið 2024 birtu Evrópsku samtökin um rannsóknir á offitu (European Association for the Study of Obesity) nýja skilgreiningu á offitu í tímaritinu Nature. Offita er í dag skilgreind sem langvinnur sjúkdómur sem veldur aukinni eða óheilbrigðri fitusöfnun og myndast vegna samspils margra þátta. Nefna má erfðir, umhverfi, hegðun og sálfélagslega þætti til dæmis. Eins og aðrir langvinnir sjúkdómar, getur offita versnað þrátt fyrir að viðeigandi meðferðarúrræðum hafi verið beitt og þau skilað góðum árangri. Í dag er lögð aukin áhersla á að taka hlutfall mittismáls og hæðar inn í greiningu á offitu þar sem aukin fitusöfnun kviðlægt felur í sér aukna áhættu á fylgisjúkdómum. Einnig er tekið tillit til fylgisjúkdóma og þess hvaða áhrif þyngdin hefur á líðan. Þannig getur einstaklingur í dag verið með offitu með líkamsþyngdarstuðul 25 kg/m2 ef aukin kviðlæg fitusöfnun er til staðar sem og greindir fylgisjúkdómar eins og kæfisvefn, sykursýki og fleira. Einnig er tekið tillit til andlegrar líðanar, einkenna frá stoðkerfi, virkni og félagslegra þátta. Markmiðið er ekki að greina fleiri með sjúkdóma heldur er þetta í samræmi við nýjustu vísindaþekkingu og mikilvægt að geta gripið inn í með stuðningi og heildrænni meðferð þegar aukin þyngd er farin að hafa neikvæð áhrif á heilsufar. Til viðbótar við greiningu á sjúkdómnum er einnig mikilvægt að meta alvarleika hans og ákveða meðferðarúrræði út frá því. Þannig er fylgst með því hvort sjúkdómurinn sé að versna og þörf sé á öflugri eða sérhæfðari meðferðarúrræðum. Til þess að meta alvarleika og þróun sjúkdómsins er til dæmis mælt með reglulegu eftirliti, mati á heilsutengdum áhættuþáttum og fylgisjúkdómum sem og skimun fyrir illkynja sjúkdómum sem tengjast offitu. Meðferðarúrræði byggja áfram á áherslum í tengslum við góða næringu, hreyfingu og virkni sem ýtir undir góða líðan, bættan svefn og úrræði til að draga úr streitu. Við þetta má bæta lyfjameðferð, þverfaglegri meðferð eða efnaskiptaaðgerðum eftir þörfum. Ekki skal einblína á þyngdartap eitt og sér heldur leggja áherslu á greiningu og meðhöndlun fylgisjúkdóma, lífsgæði, andlega líðan og líkamlega og félagslega virkni. Miða skal við að viðhalda góðum vöðvamassa og forðast kúra eða svelti sem ýta undir hratt þyngdartap, átröskunarhegðun, neikvæð áhrif á næringarstöðu og þannig tap á vöðvamassa. Þekkingu og skilningi á offitusjúkdómnum fer hratt fram. Breytingar hafa orðið á klínískum leiðbeiningum og erfitt getur verið að fylgjast með og tryggja að fagleg meðferð sé veitt. Mikilvægt er að heilbrigðisstarfsfólk nálgist sjúkdóminn, uppvinnslu og meðferð hans á sambærilegan hátt til þess að koma í veg fyrir óþarfa flækjustig fyrir skjólstæðinga okkar. Við hvetjum heilbrigðisstarfsfólk til þess að koma og fræðast um offitu á ráðstefnunni Offita á krossgötum, byggjum meðferð á þekkingu sem haldin verður í Salnum í Kópavogi 31. október næstkomandi. Hægt er að nálgast miða á Tix.is. Höfundar eru sérfræðilæknar í þverfaglegum sérhæfðum meðferðarteymum sem sinna börnum og fullorðnum einstaklingum með offitu. Þeir skrifa fyrir hönd Félags fagfólks um offitu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil sprenging hefur orðið í þekkingu okkar á offitu, orsökum og afleiðingum, á síðastliðnum árum sem hefur gjörbreytt viðhorfi margra heilbrigðisstarfmanna og minnkað fordóma í samfélaginu almennt. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skilgreindi offitu sem langvinnan sjúkdóm í opinberri skýrslu árið 1997 (Obesity : preventing and managing the global epidemic : report of a WHO Consultation on Obesity, Geneva, 3-5 June 1997). Langvinnir sjúkdómar eru sjúkdómar sem krefjast eftirlits og meðferðar í meira en eitt ár og/eða hafa neikvæð áhrif á virkni eða getu fólks til að sinna athöfnum daglegs lífs. Lengi vel byggði skilgreining offitusjúkdómsins eingöngu á líkamsþyngdarstuðli > 30 kg/m2 en tók ekki tillit til fitudreifingar eða þess hvort þyngdin hafði áhrif á heilsu einstaklingsins. Líkamsþyngdarstuðull, sem reiknaður er út frá þyngd og hæð einstaklingsins, er góður mælikvarði að mörgu leyti, einfaldur og ódýr, en segir þó ekki nægilega mikið til um heilsu einn og sér. Þannig geta tveir einstaklingar með sama líkamsþyngdarstuðul verið mjög ólíkir með tilliti til erfða, fitudreifingar, samsetningar líkamans og þróun fylgisjúkdóma. Árið 2024 birtu Evrópsku samtökin um rannsóknir á offitu (European Association for the Study of Obesity) nýja skilgreiningu á offitu í tímaritinu Nature. Offita er í dag skilgreind sem langvinnur sjúkdómur sem veldur aukinni eða óheilbrigðri fitusöfnun og myndast vegna samspils margra þátta. Nefna má erfðir, umhverfi, hegðun og sálfélagslega þætti til dæmis. Eins og aðrir langvinnir sjúkdómar, getur offita versnað þrátt fyrir að viðeigandi meðferðarúrræðum hafi verið beitt og þau skilað góðum árangri. Í dag er lögð aukin áhersla á að taka hlutfall mittismáls og hæðar inn í greiningu á offitu þar sem aukin fitusöfnun kviðlægt felur í sér aukna áhættu á fylgisjúkdómum. Einnig er tekið tillit til fylgisjúkdóma og þess hvaða áhrif þyngdin hefur á líðan. Þannig getur einstaklingur í dag verið með offitu með líkamsþyngdarstuðul 25 kg/m2 ef aukin kviðlæg fitusöfnun er til staðar sem og greindir fylgisjúkdómar eins og kæfisvefn, sykursýki og fleira. Einnig er tekið tillit til andlegrar líðanar, einkenna frá stoðkerfi, virkni og félagslegra þátta. Markmiðið er ekki að greina fleiri með sjúkdóma heldur er þetta í samræmi við nýjustu vísindaþekkingu og mikilvægt að geta gripið inn í með stuðningi og heildrænni meðferð þegar aukin þyngd er farin að hafa neikvæð áhrif á heilsufar. Til viðbótar við greiningu á sjúkdómnum er einnig mikilvægt að meta alvarleika hans og ákveða meðferðarúrræði út frá því. Þannig er fylgst með því hvort sjúkdómurinn sé að versna og þörf sé á öflugri eða sérhæfðari meðferðarúrræðum. Til þess að meta alvarleika og þróun sjúkdómsins er til dæmis mælt með reglulegu eftirliti, mati á heilsutengdum áhættuþáttum og fylgisjúkdómum sem og skimun fyrir illkynja sjúkdómum sem tengjast offitu. Meðferðarúrræði byggja áfram á áherslum í tengslum við góða næringu, hreyfingu og virkni sem ýtir undir góða líðan, bættan svefn og úrræði til að draga úr streitu. Við þetta má bæta lyfjameðferð, þverfaglegri meðferð eða efnaskiptaaðgerðum eftir þörfum. Ekki skal einblína á þyngdartap eitt og sér heldur leggja áherslu á greiningu og meðhöndlun fylgisjúkdóma, lífsgæði, andlega líðan og líkamlega og félagslega virkni. Miða skal við að viðhalda góðum vöðvamassa og forðast kúra eða svelti sem ýta undir hratt þyngdartap, átröskunarhegðun, neikvæð áhrif á næringarstöðu og þannig tap á vöðvamassa. Þekkingu og skilningi á offitusjúkdómnum fer hratt fram. Breytingar hafa orðið á klínískum leiðbeiningum og erfitt getur verið að fylgjast með og tryggja að fagleg meðferð sé veitt. Mikilvægt er að heilbrigðisstarfsfólk nálgist sjúkdóminn, uppvinnslu og meðferð hans á sambærilegan hátt til þess að koma í veg fyrir óþarfa flækjustig fyrir skjólstæðinga okkar. Við hvetjum heilbrigðisstarfsfólk til þess að koma og fræðast um offitu á ráðstefnunni Offita á krossgötum, byggjum meðferð á þekkingu sem haldin verður í Salnum í Kópavogi 31. október næstkomandi. Hægt er að nálgast miða á Tix.is. Höfundar eru sérfræðilæknar í þverfaglegum sérhæfðum meðferðarteymum sem sinna börnum og fullorðnum einstaklingum með offitu. Þeir skrifa fyrir hönd Félags fagfólks um offitu.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar