Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar 18. október 2025 08:00 Væru það kjarakaup ef viðkomandi væri að versla sér í matinn? Eitthvað segir mér að svo sé ekki. Af einhverjum ástæðum er það samt raunveruleikinn sem Reykjavíkurborg vill bjóða nemendum í grunnskólum upp á. Því þegar nemendur fara upp í unglingadeild er þeim boðið upp á að fá hálft ár í sundi í 8. og 9. bekk. En eiga að komast yfir námsefni sem spannar þriggja ára skólagöngu. Samkvæmt aðalnámskrá er gert ráð fyrir að nemendur í unglingadeild fái 120 mínútur af skipulagðri kennslu í skólaíþróttum. Tveimur í skólaíþróttum og einum í skólasundi. Er sanngjarnt að gera sömu kröfur til nemenda sem fá eitt skólaár af kennslu sem átti að taka þrjú? Er þá nokkuð að undra fyrst sífellt sé verið að slá af kröfum um hæfni. Röksemdafærslan sem lagt var upp með var sú að nemendur upplifðu sig vera búinn að læra nóg og væru orðin flugsynd eftir miðstig. Einnig var bent á að nemendur gætu þá fengið annan hreyfitíma á móti. Fyrir þorra nemenda heldur hvorug fullyrðing vatni. Margir hverjir ráða ekki við gömlu sundstigin og það eru algjör undantekning ef þau fá leikfimitíma á móti, það er nánast óheyrt. Þau eru að tapa tímum í báða enda. Svo verið er að þverbrjóta lög um grunnskóla hvernig sem á málið er litið. Mögulega til þess að spara. En hvert fóru peningarnir sem spöruðust á því að slá af sundkennslunni? Allavega ekki til að auka vægi hreyfináms á öðrum vígstöðvum grunnskólanna svo mikið er víst. Önnur röksemdafærsla var hversu berskjaldaður viðkomandi er í klefanum, því þar geta orðið árekstrar. Að fara nakin í sturtu og þrífa sig fyrir framan aðra. En hvað sem því líður er þetta sennilega síðasta vígið þar sem þau fá raunhæfa mynda af mannslíkamanum. Ekki finna ungmennin okkar það á samfélagsmiðlum þar sem unnar myndir og eitthvað þaðan af verra er í boði. Er það í alvöru álitamál hvort hollt sé fyrir nemendur að sleppa því sem er erfitt og kvíðavaldandi, því þannig getur lífið verið. Er ekki skólans að undirbúa nemendur fyrir lífið? En svo er auðvitað lokahnykkurinn, Íslendingar hafa frá landnámi háð harða baráttu við hafið. Það er tiltölulega stutt síðan þorri landsmanna þekkti einhvern sem hefur drukknað. Ef haldið er áfram á sömu braut gæti það veruleikinn á ný. Það er ekki framtíð sem nokkrum ætti að hugnast. Höfundur er kennari og hreyfináms lobbíisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Már Sigurðsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Væru það kjarakaup ef viðkomandi væri að versla sér í matinn? Eitthvað segir mér að svo sé ekki. Af einhverjum ástæðum er það samt raunveruleikinn sem Reykjavíkurborg vill bjóða nemendum í grunnskólum upp á. Því þegar nemendur fara upp í unglingadeild er þeim boðið upp á að fá hálft ár í sundi í 8. og 9. bekk. En eiga að komast yfir námsefni sem spannar þriggja ára skólagöngu. Samkvæmt aðalnámskrá er gert ráð fyrir að nemendur í unglingadeild fái 120 mínútur af skipulagðri kennslu í skólaíþróttum. Tveimur í skólaíþróttum og einum í skólasundi. Er sanngjarnt að gera sömu kröfur til nemenda sem fá eitt skólaár af kennslu sem átti að taka þrjú? Er þá nokkuð að undra fyrst sífellt sé verið að slá af kröfum um hæfni. Röksemdafærslan sem lagt var upp með var sú að nemendur upplifðu sig vera búinn að læra nóg og væru orðin flugsynd eftir miðstig. Einnig var bent á að nemendur gætu þá fengið annan hreyfitíma á móti. Fyrir þorra nemenda heldur hvorug fullyrðing vatni. Margir hverjir ráða ekki við gömlu sundstigin og það eru algjör undantekning ef þau fá leikfimitíma á móti, það er nánast óheyrt. Þau eru að tapa tímum í báða enda. Svo verið er að þverbrjóta lög um grunnskóla hvernig sem á málið er litið. Mögulega til þess að spara. En hvert fóru peningarnir sem spöruðust á því að slá af sundkennslunni? Allavega ekki til að auka vægi hreyfináms á öðrum vígstöðvum grunnskólanna svo mikið er víst. Önnur röksemdafærsla var hversu berskjaldaður viðkomandi er í klefanum, því þar geta orðið árekstrar. Að fara nakin í sturtu og þrífa sig fyrir framan aðra. En hvað sem því líður er þetta sennilega síðasta vígið þar sem þau fá raunhæfa mynda af mannslíkamanum. Ekki finna ungmennin okkar það á samfélagsmiðlum þar sem unnar myndir og eitthvað þaðan af verra er í boði. Er það í alvöru álitamál hvort hollt sé fyrir nemendur að sleppa því sem er erfitt og kvíðavaldandi, því þannig getur lífið verið. Er ekki skólans að undirbúa nemendur fyrir lífið? En svo er auðvitað lokahnykkurinn, Íslendingar hafa frá landnámi háð harða baráttu við hafið. Það er tiltölulega stutt síðan þorri landsmanna þekkti einhvern sem hefur drukknað. Ef haldið er áfram á sömu braut gæti það veruleikinn á ný. Það er ekki framtíð sem nokkrum ætti að hugnast. Höfundur er kennari og hreyfináms lobbíisti.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun