Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar 19. október 2025 20:02 Mikið hefur verið fjallað um fjölþátta ógnir í fjölmiðlum að undanförnu, en þar er helst verið að ræða um fjölbreytilegar ógnir af hendi ríkis eða ríkja gagnvart öðrum ríkjum. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur haft vaxandi áhyggjur af þessum málum og hefur í því skyni opnað fyrir flóðgáttir ótakmarkaðra fjármuna ríkissjóðs Íslands í kaup á sprengjum og öðrum drápstólum ásamt ýmsu öðru stríðs- og varnartengdu sem hernaðarráðgjafar stjórnarinnar telja rétt að splæsa í. Á sama tíma virðast ráðherrar ekki hafa miklar áhyggjur af innri ógnum sem að íslendingum steðja þó þar sé af nægu að taka og flestar þeirra tilkomnar ýmist vegna aðgerða ráðherra eða aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar. Tvöföldun veiðigjalda á sjávarútveg í einu vetfangi án tillits til afleiðinga. Afleiðingar þess eru þegar byrjaðar að koma í ljós. Þannig hefur fólk sem starfar í greininni þegar fengið uppsagnarbréf, en það sem minna ber á er að verkefni í viðhaldi, endurnýjun og uppbyggingu hefur verið slegið á frest eða slegin af með tilheyrandi verkefnaskorti hjá þjónustuaðilum útgerðar og fiskvinnslu. Niðurfelling samsköttunar hjóna í nafni réttlætis. Ekki er víst að ungt fólk sem er að reyna að koma undir sig fótunum, kaupa húsnæði og ala upp börn kunni ríkisstjórninni miklar þakkir fyrir að hækka á það skatta þegar svo háttar til að annar aðilinn vinnur mikið utan heimilis en hinn sér um börnin, heimilið og allt hitt. Um þessa aðför að fjölskyldum landsins mætti hafa eftir fræg orð Halldórs Kiljan Laxness: “Vont er þeirra ránglæti, verra þeirra réttlæti.” Áætlaðar skattahækkanir á ferðaþjónustu á Íslandi. Í ljósi orða ráðherra um að skattar verði ekki hækkaðir á fólk og fyrirtæki hljómar það undarlega svo ekki sé meira sagt að lagt skuli til atlögu við ferðaþjónustuna. Það má túlka sem aðför að landsbyggðinni sem víða á mikið undir að vel gangi í greininni sem skapar mörg störf mjög víða. Þá virðist vera sérstakt markmið að skattleggja skemmtiferðaskip frá landinu sem kemur einmitt fyrst niður á litlu plássunum sem hafa lagt í kostnað til að laða þau til sín. Staða í dag er þegar orðin sú að hrun blasir við í komum slíkra skipa strax á næsta ári. Fjármálaráðherra hefur ákveðið að leggja fram frumvarp um að breyta tollflokkun á pitsuosti með íblandaðri jurtaolíu í þeim tilgangi að fella niður innflutningstolla. Áður hefur verið tekist á um innflutning umrædds osts sem er um 84% mjólkurostur, en í hann hefur verið blandað lítilræði af fræolíu og í því skjóli verið skilgreindur af innflytjendum sem “jurtaostur” til þess að geta fært hann í tollalausan tollflokk. Lokaniðurstaða í málinu var sú að íslenskir dómstólar komust að þeirri niðurstöðu að umræddur ostur skyldi flokkast sem mjólkurostur og bera toll samkvæmt því. Hafa skal í huga að engir hagsmunaaðilar, innlendir né erlendir, geta gert réttmæta kröfu um að ganga framhjá dóminum og engir alþjóðlegir samningar eru í gildi sem ganga gegn honum. Atvinnuvegaráðherra hefur lagt frumvarpsdrög í samráðsgátt um breytingu á búvörulögum. Þar blasir við að ekkert samráð var haft við Bændasamtök Íslands þó ekki fari á milli mála að félagsskapur stórinnflytjenda matvara, nefnt Félag atvinnurekenda, hefur komið að málinu og í raun verður að teljast líklegt að textinn komi einmitt þaðan. Í frumvarpsdrögunum er ekki aðeins verið að framfylgja hótun ráðherra landbúnaðar um að koma í veg fyrir samvinnu og hagræðingu í kjötframleiðslugreinum heldur hefur verið tekin sú stefna að leggja af rúmlega tuttugu ára hagræðingu í mjólkuriðnaði. Sú hagræðing sem á sínum tíma kostaði sársaukafullar aðgerðir víða um land hefur skilað 2-3 milljörðum árlega sem skipst hefur milli neytenda og bænda. Boðuð breyting mun hafa í för með sér mikinn kostnað við uppbyggingu og breytingar á úrvinnslustöðvum og söfnun mjólkur sem mun hækka verð til neytenda og lækka verð til bænda. Atlaga ríkisstjórnarinnar að íslenskum landbúnaði kemur ekki aðeins úr einni átt. Nú hefur ráðherra innviða stokkið á vagninn og gert áætlun sína um að gera rekstrarumhverfi greinarinnar flóknara, erfiðara og dýrara en þörf er á. Það gerir hann með því að leggja fram breytingu á reglugerð sem mun banna bændum að nota dráttarvélar við störf sín nema þeir taki meirapróf með miklum tilkostnaði og tíma. Þarna virðist stefnan sú að vega að greininni með tæknilegu rothöggi sem mun hafa mikil áhrif og langt umfram þá sakleysislegu mynd sem ókunnum gæti sýnst við lestur reglugerðardraganna. Yfirlæti gagnvart minni sveitarfélögum hefur birst í yfirlýsingum innviðaráðherra undanfarið, en þar talar hann niður til vel rekinna lítilla sveitarfélaga og stefnir á þvingaðar sameiningar til að uppfylla pólitíska draumóra. Öllum sveitarfelögum skal troðið í gegnum sama rúllupylsuhólkinn í nafni hagræðingar, en þó án alvöru raka og skynsemi. Hótunum ýmissa talsmanna ríkisstjórnarinnar gagnvart sjálfstæðum fjölmiðlum sem ekki hafa verið nægilega undirgefnir núverandi stjórnvöldum hefur verið framfylgt með lækkun ríkisstuðnings við þá. Nú þegar hefur einn miðill sem lenti í hefndarráðstöfunum ráðherra gefið út afkomuviðvörun og hafið uppsagnir starfsmanna. Með þessum aðgerðum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur hefur verið sýnt fram á svo ekki verður um villst að staðan á fjölmiðlamarkaði er ósjálfbær. Ríkisfjölmiðillinn er geymdur í bómull, með belti og axlabönd sértækra skatta á almenning ásamt yfirþyrmandi yfirburðarstöðu á auglýsingamarkaði á meðan sjálfstæðir miðlar skulu ganga með betlistaf eða öllu heldur skríða gagnvart stjórnvöldum. Sértækar árásir á bifreiðaeigendur eru mikið áhugamál núverandi stjórnvalda. Nú skal sérstaklega lagt til atlögu við þá sem eru svo ósvífnir að stefna á kaup á bílum á næstunni sem ganga fyrir bensíni eða dísilolíu og verður það gert með stórhækkun vörugjalda. Þá hefur verið tilkynnt að fyrirhugað er að stórauka skattheimtu af bíleigendum með svonefndu kílómetragjaldi. Fyrir utan hækkun um marga milljarða verður þessi leið aukinnar skattheimtu til mikillar mismununar gagnvart fólki í landinu og ljóst að íbúar úti á landi munu greiða mun meira vegna mikilla vegalengda og hækkunar á aðföngum sökum aukins flutningskostnaðar. Þá hefur verið bent á ósamræmið í þessari leið ríkisstjórnarinnar að setja öllum sama kílómetragjald burtséð frá gæðum vega, en mörgum í dreifbýlinu stendur aðeins til boða að keyra á eldgömlum ónýtum malar- og moldarvegum með tilheyrandi viðhaldskostnaði og auknum eldsneytiskostnaði. Fjölþátta innri ógnir af völdum stjórnvalda eru eins og hér sést margar og af ýmsum toga. Upptalningin er þó langt í frá tæmandi og af nægu að taka í mögulegri framhaldssögu um ógnarstjórn ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur og Valkyrjanna svonefndu. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Högni Elfar Gylfason Miðflokkurinn Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um fjölþátta ógnir í fjölmiðlum að undanförnu, en þar er helst verið að ræða um fjölbreytilegar ógnir af hendi ríkis eða ríkja gagnvart öðrum ríkjum. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur haft vaxandi áhyggjur af þessum málum og hefur í því skyni opnað fyrir flóðgáttir ótakmarkaðra fjármuna ríkissjóðs Íslands í kaup á sprengjum og öðrum drápstólum ásamt ýmsu öðru stríðs- og varnartengdu sem hernaðarráðgjafar stjórnarinnar telja rétt að splæsa í. Á sama tíma virðast ráðherrar ekki hafa miklar áhyggjur af innri ógnum sem að íslendingum steðja þó þar sé af nægu að taka og flestar þeirra tilkomnar ýmist vegna aðgerða ráðherra eða aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar. Tvöföldun veiðigjalda á sjávarútveg í einu vetfangi án tillits til afleiðinga. Afleiðingar þess eru þegar byrjaðar að koma í ljós. Þannig hefur fólk sem starfar í greininni þegar fengið uppsagnarbréf, en það sem minna ber á er að verkefni í viðhaldi, endurnýjun og uppbyggingu hefur verið slegið á frest eða slegin af með tilheyrandi verkefnaskorti hjá þjónustuaðilum útgerðar og fiskvinnslu. Niðurfelling samsköttunar hjóna í nafni réttlætis. Ekki er víst að ungt fólk sem er að reyna að koma undir sig fótunum, kaupa húsnæði og ala upp börn kunni ríkisstjórninni miklar þakkir fyrir að hækka á það skatta þegar svo háttar til að annar aðilinn vinnur mikið utan heimilis en hinn sér um börnin, heimilið og allt hitt. Um þessa aðför að fjölskyldum landsins mætti hafa eftir fræg orð Halldórs Kiljan Laxness: “Vont er þeirra ránglæti, verra þeirra réttlæti.” Áætlaðar skattahækkanir á ferðaþjónustu á Íslandi. Í ljósi orða ráðherra um að skattar verði ekki hækkaðir á fólk og fyrirtæki hljómar það undarlega svo ekki sé meira sagt að lagt skuli til atlögu við ferðaþjónustuna. Það má túlka sem aðför að landsbyggðinni sem víða á mikið undir að vel gangi í greininni sem skapar mörg störf mjög víða. Þá virðist vera sérstakt markmið að skattleggja skemmtiferðaskip frá landinu sem kemur einmitt fyrst niður á litlu plássunum sem hafa lagt í kostnað til að laða þau til sín. Staða í dag er þegar orðin sú að hrun blasir við í komum slíkra skipa strax á næsta ári. Fjármálaráðherra hefur ákveðið að leggja fram frumvarp um að breyta tollflokkun á pitsuosti með íblandaðri jurtaolíu í þeim tilgangi að fella niður innflutningstolla. Áður hefur verið tekist á um innflutning umrædds osts sem er um 84% mjólkurostur, en í hann hefur verið blandað lítilræði af fræolíu og í því skjóli verið skilgreindur af innflytjendum sem “jurtaostur” til þess að geta fært hann í tollalausan tollflokk. Lokaniðurstaða í málinu var sú að íslenskir dómstólar komust að þeirri niðurstöðu að umræddur ostur skyldi flokkast sem mjólkurostur og bera toll samkvæmt því. Hafa skal í huga að engir hagsmunaaðilar, innlendir né erlendir, geta gert réttmæta kröfu um að ganga framhjá dóminum og engir alþjóðlegir samningar eru í gildi sem ganga gegn honum. Atvinnuvegaráðherra hefur lagt frumvarpsdrög í samráðsgátt um breytingu á búvörulögum. Þar blasir við að ekkert samráð var haft við Bændasamtök Íslands þó ekki fari á milli mála að félagsskapur stórinnflytjenda matvara, nefnt Félag atvinnurekenda, hefur komið að málinu og í raun verður að teljast líklegt að textinn komi einmitt þaðan. Í frumvarpsdrögunum er ekki aðeins verið að framfylgja hótun ráðherra landbúnaðar um að koma í veg fyrir samvinnu og hagræðingu í kjötframleiðslugreinum heldur hefur verið tekin sú stefna að leggja af rúmlega tuttugu ára hagræðingu í mjólkuriðnaði. Sú hagræðing sem á sínum tíma kostaði sársaukafullar aðgerðir víða um land hefur skilað 2-3 milljörðum árlega sem skipst hefur milli neytenda og bænda. Boðuð breyting mun hafa í för með sér mikinn kostnað við uppbyggingu og breytingar á úrvinnslustöðvum og söfnun mjólkur sem mun hækka verð til neytenda og lækka verð til bænda. Atlaga ríkisstjórnarinnar að íslenskum landbúnaði kemur ekki aðeins úr einni átt. Nú hefur ráðherra innviða stokkið á vagninn og gert áætlun sína um að gera rekstrarumhverfi greinarinnar flóknara, erfiðara og dýrara en þörf er á. Það gerir hann með því að leggja fram breytingu á reglugerð sem mun banna bændum að nota dráttarvélar við störf sín nema þeir taki meirapróf með miklum tilkostnaði og tíma. Þarna virðist stefnan sú að vega að greininni með tæknilegu rothöggi sem mun hafa mikil áhrif og langt umfram þá sakleysislegu mynd sem ókunnum gæti sýnst við lestur reglugerðardraganna. Yfirlæti gagnvart minni sveitarfélögum hefur birst í yfirlýsingum innviðaráðherra undanfarið, en þar talar hann niður til vel rekinna lítilla sveitarfélaga og stefnir á þvingaðar sameiningar til að uppfylla pólitíska draumóra. Öllum sveitarfelögum skal troðið í gegnum sama rúllupylsuhólkinn í nafni hagræðingar, en þó án alvöru raka og skynsemi. Hótunum ýmissa talsmanna ríkisstjórnarinnar gagnvart sjálfstæðum fjölmiðlum sem ekki hafa verið nægilega undirgefnir núverandi stjórnvöldum hefur verið framfylgt með lækkun ríkisstuðnings við þá. Nú þegar hefur einn miðill sem lenti í hefndarráðstöfunum ráðherra gefið út afkomuviðvörun og hafið uppsagnir starfsmanna. Með þessum aðgerðum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur hefur verið sýnt fram á svo ekki verður um villst að staðan á fjölmiðlamarkaði er ósjálfbær. Ríkisfjölmiðillinn er geymdur í bómull, með belti og axlabönd sértækra skatta á almenning ásamt yfirþyrmandi yfirburðarstöðu á auglýsingamarkaði á meðan sjálfstæðir miðlar skulu ganga með betlistaf eða öllu heldur skríða gagnvart stjórnvöldum. Sértækar árásir á bifreiðaeigendur eru mikið áhugamál núverandi stjórnvalda. Nú skal sérstaklega lagt til atlögu við þá sem eru svo ósvífnir að stefna á kaup á bílum á næstunni sem ganga fyrir bensíni eða dísilolíu og verður það gert með stórhækkun vörugjalda. Þá hefur verið tilkynnt að fyrirhugað er að stórauka skattheimtu af bíleigendum með svonefndu kílómetragjaldi. Fyrir utan hækkun um marga milljarða verður þessi leið aukinnar skattheimtu til mikillar mismununar gagnvart fólki í landinu og ljóst að íbúar úti á landi munu greiða mun meira vegna mikilla vegalengda og hækkunar á aðföngum sökum aukins flutningskostnaðar. Þá hefur verið bent á ósamræmið í þessari leið ríkisstjórnarinnar að setja öllum sama kílómetragjald burtséð frá gæðum vega, en mörgum í dreifbýlinu stendur aðeins til boða að keyra á eldgömlum ónýtum malar- og moldarvegum með tilheyrandi viðhaldskostnaði og auknum eldsneytiskostnaði. Fjölþátta innri ógnir af völdum stjórnvalda eru eins og hér sést margar og af ýmsum toga. Upptalningin er þó langt í frá tæmandi og af nægu að taka í mögulegri framhaldssögu um ógnarstjórn ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur og Valkyrjanna svonefndu. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar