Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar 19. október 2025 18:00 Ungmenni Íslands eru sjúk, einhverjir myndu jafnvel segja þau fárveik. Þessi sjúkdómur sem hrjáir þorra ungu kynslóðarinnar og annað fólk er sýki sem mun valda fleiri dauðsföllum en sjálfur svarti dauði. Þetta er jú hinn illkvittna og banvæna „þágufallsýki“ sem kemur sér svo fallega fyrir í fyrirsögn þessarar greinar. En er hún eins slæm og fólk segir hana vera eða er hún eðlileg þróun á notkun tungumálsins? Ég hef óhemju mikinn áhuga á okkar ástkæra, ylhýra; öll fögru ljóðin okkar, skáldsögur, söngtextar og eldræður sem eru uppbyggð af okkar sterka tungumáli. Það er þó óneitanlegt að málfar ungmenna, minnar kynslóðar, fer hrörnandi. En hverjum á um að kenna? Eru það samfélagsmiðlarnir alræmdu eða málnotkun foreldra okkar eða vantar kannski annan Laxness sem mun skrifa nógu góða bók svo að okkur ungmennum langi til að lesa hana. Það eru augljóslega mörg atriði sem hægt er að benda á varðandi ástæður þess að ungt fólk talar lakari íslensku en eldri kynslóðir þjóðarinnar, en fyrst verður almúginn að vera sammála um að þetta sé viðurkennt og raunverulegt vandamál og miðað við tíðarandann og undanfarnar umræður er hægt að gefa sér að raunin sé sú. Hvað nú? Hvernig er hægt að taka á þessu vandamáli og bjarga íslensku tungunni sem virðist vera að missa sinn vöðvastyrk með hverri könnun sem birt er um íslenskukunnáttu ungmenna? Ekki hef ég svarið og virðast stjórnmálamenn í ráðherrastólum jafn ráðalausir og ég, þar sem ekkert bendir til þess að einhver úrræði séu til staðar innan ráðuneyta til að takast á við þetta vandamál. Menntamálaráðherra er ekki bara sofandi á verðinum heldur liggur hann í kör. Stjórnvöld dýrka að minnast á mikilvægi ungu kynslóðarinnar og framtíðina sem býður hennar, en kæra sig kannski ekki svo mikið um hin ýmsu vandamál sem hrjá okkur, hvað þá umrætt vandamál. Fyrrum ríkisstjórn setti upp ákveðnar aðgerðaráætlanir sem varða málefni íslensku tungunnar og virðist sú ríkisstjórn hafa áttað sig á alvöru málsins með því að vinna að lausnum. En núverandi ríkisstjórn gengur þvert á móti þessari lausn þar sem stefnt er á að draga úr fjárframlögum til íslenskukennslu til útlendinga, sem er eitt af áherslumálum í aðgerðaráætluninni. Þessi skilaboð sem ríkisstjórnin sendir varðandi úrbætur á notkun íslenskunnar er mér mikið áhyggjuefni. Mun ég sjálf þurfa að stóla á minn eigin áhuga á íslensku til að börnin mín verði læs og almennilega mælsk og skrifandi á sínu móðurmáli? Ekki treysti ég núverandi menntakerfi né ráðandi stjórnvöldum til að sinna sínum skyldum varðandi það. Þannig að kannski er raunin sú að þegar öllu er á botninn hvolft að þetta er í okkar eigin höndum og í okkar stjórn þegar ekki er hægt að treysta á stuðning og leiðbeiningu menntakerfisins. Höfundur er varaformaður Sambands ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Skóla- og menntamál Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ungmenni Íslands eru sjúk, einhverjir myndu jafnvel segja þau fárveik. Þessi sjúkdómur sem hrjáir þorra ungu kynslóðarinnar og annað fólk er sýki sem mun valda fleiri dauðsföllum en sjálfur svarti dauði. Þetta er jú hinn illkvittna og banvæna „þágufallsýki“ sem kemur sér svo fallega fyrir í fyrirsögn þessarar greinar. En er hún eins slæm og fólk segir hana vera eða er hún eðlileg þróun á notkun tungumálsins? Ég hef óhemju mikinn áhuga á okkar ástkæra, ylhýra; öll fögru ljóðin okkar, skáldsögur, söngtextar og eldræður sem eru uppbyggð af okkar sterka tungumáli. Það er þó óneitanlegt að málfar ungmenna, minnar kynslóðar, fer hrörnandi. En hverjum á um að kenna? Eru það samfélagsmiðlarnir alræmdu eða málnotkun foreldra okkar eða vantar kannski annan Laxness sem mun skrifa nógu góða bók svo að okkur ungmennum langi til að lesa hana. Það eru augljóslega mörg atriði sem hægt er að benda á varðandi ástæður þess að ungt fólk talar lakari íslensku en eldri kynslóðir þjóðarinnar, en fyrst verður almúginn að vera sammála um að þetta sé viðurkennt og raunverulegt vandamál og miðað við tíðarandann og undanfarnar umræður er hægt að gefa sér að raunin sé sú. Hvað nú? Hvernig er hægt að taka á þessu vandamáli og bjarga íslensku tungunni sem virðist vera að missa sinn vöðvastyrk með hverri könnun sem birt er um íslenskukunnáttu ungmenna? Ekki hef ég svarið og virðast stjórnmálamenn í ráðherrastólum jafn ráðalausir og ég, þar sem ekkert bendir til þess að einhver úrræði séu til staðar innan ráðuneyta til að takast á við þetta vandamál. Menntamálaráðherra er ekki bara sofandi á verðinum heldur liggur hann í kör. Stjórnvöld dýrka að minnast á mikilvægi ungu kynslóðarinnar og framtíðina sem býður hennar, en kæra sig kannski ekki svo mikið um hin ýmsu vandamál sem hrjá okkur, hvað þá umrætt vandamál. Fyrrum ríkisstjórn setti upp ákveðnar aðgerðaráætlanir sem varða málefni íslensku tungunnar og virðist sú ríkisstjórn hafa áttað sig á alvöru málsins með því að vinna að lausnum. En núverandi ríkisstjórn gengur þvert á móti þessari lausn þar sem stefnt er á að draga úr fjárframlögum til íslenskukennslu til útlendinga, sem er eitt af áherslumálum í aðgerðaráætluninni. Þessi skilaboð sem ríkisstjórnin sendir varðandi úrbætur á notkun íslenskunnar er mér mikið áhyggjuefni. Mun ég sjálf þurfa að stóla á minn eigin áhuga á íslensku til að börnin mín verði læs og almennilega mælsk og skrifandi á sínu móðurmáli? Ekki treysti ég núverandi menntakerfi né ráðandi stjórnvöldum til að sinna sínum skyldum varðandi það. Þannig að kannski er raunin sú að þegar öllu er á botninn hvolft að þetta er í okkar eigin höndum og í okkar stjórn þegar ekki er hægt að treysta á stuðning og leiðbeiningu menntakerfisins. Höfundur er varaformaður Sambands ungra Framsóknarmanna.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar