Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. apríl 2019 10:23 Sjómaður fylgist með mjaldrinum á sundi úti fyrir Finnmörku. Skjáskot/NRK Norskir sérfræðingar telja að mjaldur, sem sjómenn við veiðar fundu úti fyrir Finnmörku í liðinni viku, hafi verið þjálfaður af rússneska sjóhernum. Mjaldurinn sé mögulega hluti af verkefni hersins, sem lýtur að því að þjálfa hvali, höfrunga og seli til hernaðar. Vanur mönnum og með beisli Sjómenn rákust á mjaldurinn við veiðar í grennd við norska þorpið Inga í Finnmörku í síðustu viku. Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. Þá hóf hvalurinn að elta fiskibáta á svæðinu og reyndi að draga reipi og annan búnað á bátunum út í sjó. Í kjölfarið vaknaði grunur um að mjaldurinn væri á vegum rússneska sjóhersins, hefði hlotið þar þjálfun en sloppið úr haldi. Beislið, sem merkt var „búnaður Sankti Pétursborgar“, hefur einkum verið sagt renna stoðum undir þá kenningu. Ekki rannsóknarviðfang vísindamanna heldur herhvalur Haft er eftir Martin Biuw, prófessor í norðurskauts- og sjávarlíffræði við Háskólann í Tromsø, í frétt norska ríkisútvarosins um málið að mun líklegra sé að mjaldurinn sé á ábyrgð rússneska hersins en þarlendra vísindamanna. „Ef þessi hvalur er frá Rússlandi, og það er margt sem bendir til þess, þá eru þetta ekki rússneskir vísindamenn heldur sjóherinn sem hefur gert þetta.“ Hér sést hvalur af mjaldrategund á sædýrasafni. Von er á tveimur mjöldrum til Vestmannaeyja frá Kína á næstunni.Vísir/Getty Þá segir Audun Rikardsen, sem einnig er prófessor við Háskólann í Tromsø, að vitað sé til þess að Rússar haldi mjaldra og að sumum þeirra hafi verið sleppt. Þeir sæki gjarnan í norska báta. Þá hafi Rikardsen haft samband við rússneska vísindamenn sem könnuðust ekki við hvalinn en sögðu hann líklega á vegum rússneska sjóhersins í Murmansk. Höfrungar, selir og mjaldrar í hernaðarskyni Í frétt breska dagblaðsins Guardian er saga sjávardýraþjálfunar Rússa rakin. Á níunda áratugnum þjálfuðu Sovétríkin höfrunga í hernaðarskyni en þeir voru taldir heppilegir til þess brúks sökum hvassra tanna og „stálminnis“. Verkefnið var blásið af á níunda áratugnum en árið 2017 var greint frá endurreisn þess á rússnesku sjónvarpsstöðinni Zvezda, sem rekin er af rússneska varnarmálaráðuneytinu. Í umfjölluninni kom fram að sjóherinn hefði aftur hafið þjálfun á höfrungum, auk mjaldra og sela. Þjálfunin var sögð hafa farið fram á sjávarrannsóknarstofnun í Murmansk, fyrir hönd rússneska sjóhersins, en markmið þjálfunarinnar var m.a. að kanna hvort mjaldrar gætu „varið innganga að herskipahöfnum“ og, ef nauðsyn krefði, „aðstoðað úthafskafara og drepið ókunnuga aðila sem kæmu inn á yfirráðasvæði þeirra.“ Höfrungarnir og selirnir voru hins vegar þjálfaðir í öðrum tilgangi, m.a. til að bera verkfæri og bera kennsl á sprengjur á sjávarbotni. Rannsóknarstofnunin í Murmansk komst að þeirri niðurstöðu að þjálfunin ætti mun betur við höfrungana og selina en mjaldrana, sem metnir voru of viðkvæmir fyrir kulda hafsins á norðurslóðum og þá hafi þeir ekki heldur státað af „fagmennsku“ selanna. Dýr Noregur Rússland Mjaldurinn Hvaldímír Hvalir Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Norskir sérfræðingar telja að mjaldur, sem sjómenn við veiðar fundu úti fyrir Finnmörku í liðinni viku, hafi verið þjálfaður af rússneska sjóhernum. Mjaldurinn sé mögulega hluti af verkefni hersins, sem lýtur að því að þjálfa hvali, höfrunga og seli til hernaðar. Vanur mönnum og með beisli Sjómenn rákust á mjaldurinn við veiðar í grennd við norska þorpið Inga í Finnmörku í síðustu viku. Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. Þá hóf hvalurinn að elta fiskibáta á svæðinu og reyndi að draga reipi og annan búnað á bátunum út í sjó. Í kjölfarið vaknaði grunur um að mjaldurinn væri á vegum rússneska sjóhersins, hefði hlotið þar þjálfun en sloppið úr haldi. Beislið, sem merkt var „búnaður Sankti Pétursborgar“, hefur einkum verið sagt renna stoðum undir þá kenningu. Ekki rannsóknarviðfang vísindamanna heldur herhvalur Haft er eftir Martin Biuw, prófessor í norðurskauts- og sjávarlíffræði við Háskólann í Tromsø, í frétt norska ríkisútvarosins um málið að mun líklegra sé að mjaldurinn sé á ábyrgð rússneska hersins en þarlendra vísindamanna. „Ef þessi hvalur er frá Rússlandi, og það er margt sem bendir til þess, þá eru þetta ekki rússneskir vísindamenn heldur sjóherinn sem hefur gert þetta.“ Hér sést hvalur af mjaldrategund á sædýrasafni. Von er á tveimur mjöldrum til Vestmannaeyja frá Kína á næstunni.Vísir/Getty Þá segir Audun Rikardsen, sem einnig er prófessor við Háskólann í Tromsø, að vitað sé til þess að Rússar haldi mjaldra og að sumum þeirra hafi verið sleppt. Þeir sæki gjarnan í norska báta. Þá hafi Rikardsen haft samband við rússneska vísindamenn sem könnuðust ekki við hvalinn en sögðu hann líklega á vegum rússneska sjóhersins í Murmansk. Höfrungar, selir og mjaldrar í hernaðarskyni Í frétt breska dagblaðsins Guardian er saga sjávardýraþjálfunar Rússa rakin. Á níunda áratugnum þjálfuðu Sovétríkin höfrunga í hernaðarskyni en þeir voru taldir heppilegir til þess brúks sökum hvassra tanna og „stálminnis“. Verkefnið var blásið af á níunda áratugnum en árið 2017 var greint frá endurreisn þess á rússnesku sjónvarpsstöðinni Zvezda, sem rekin er af rússneska varnarmálaráðuneytinu. Í umfjölluninni kom fram að sjóherinn hefði aftur hafið þjálfun á höfrungum, auk mjaldra og sela. Þjálfunin var sögð hafa farið fram á sjávarrannsóknarstofnun í Murmansk, fyrir hönd rússneska sjóhersins, en markmið þjálfunarinnar var m.a. að kanna hvort mjaldrar gætu „varið innganga að herskipahöfnum“ og, ef nauðsyn krefði, „aðstoðað úthafskafara og drepið ókunnuga aðila sem kæmu inn á yfirráðasvæði þeirra.“ Höfrungarnir og selirnir voru hins vegar þjálfaðir í öðrum tilgangi, m.a. til að bera verkfæri og bera kennsl á sprengjur á sjávarbotni. Rannsóknarstofnunin í Murmansk komst að þeirri niðurstöðu að þjálfunin ætti mun betur við höfrungana og selina en mjaldrana, sem metnir voru of viðkvæmir fyrir kulda hafsins á norðurslóðum og þá hafi þeir ekki heldur státað af „fagmennsku“ selanna.
Dýr Noregur Rússland Mjaldurinn Hvaldímír Hvalir Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira