Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. október 2025 10:32 Sverrir Helgason var kjörinn í stjórn Ungliðahreyfingar Miðflokksins á aðalfundi hreyfingarinnar 23. september í Hamraborg. Hann segist nú mánuði síðara hafa sagt sig úr stjórninni. Youtube Miðflokksmaðurinn Sverrir Helgason hefur sagt sig úr stjórn Ungliðahreyfingar Miðflokksins í kjölfar umfjöllunar um rasískar yfirlýsingar hans. Nýverið sagði hann genamengi skipta máli þegar kæmi að uppbyggingu samfélaga og sagði það ekki myndu trufla sig að vera kallaður rasisti. „[É]g var nú bara varamaður í stjórn, en þar sem ég vil fá að halda áfram að tjá mig og ögra eins og mig langar til án þess að það kasti rýrð á það góða starf sem á sér stað hjá ungum miðflokksmönnum þá segi ég stöðu minni þar lausri,“ skrifar Sverrir í færslu á X og birtir með skjáskot af frétt mbl.is. Sverrir segist samt langt frá því að vera hættur á samfélagsmiðlinum en hann hefur verið afar virkur og yfirlýsingaglaður þar. Hann hefur verið svo virkur að honum var boðið í útvarpsþáttinn Lestina í september sem fulltrúi öfgahægrimennsku til að ræða skautun og pólitíska umræðu. Stjórn Ungliðahreyfingar Miðflokksins en Sverrir er lengst til vinstri á myndinni. „Þetta er kallað rasismi því þetta er rasismi“ Fréttin á mbl.is sem leiddi til afsagnarinnar ber yfirskriftina „Ungur Miðflokksmaður neitar ekki að vera rasisti“. Þar er fjallað um yfirlýsingar Sverris í næstnýjasta þætti Bjórkastsins, sem hann heldur úti ásamt Jóni Þormari Pálssyni og Helga Bjarnasyni, þar sem Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, var gestur. Helgi Hrafn ræddi meðal annars hvernig fór fyrir Pírötum á Alþingi í þættinum.Vísir/Vilhelm Líkt og gjarnan í þáttum Bjórkastsins barst samtalið að innflytjendum og móttöku þeirra hérlendis. Helgi Hrafn sagði höfuðmáli skipta hvernig tekið væri á móti innflytjendum. Sverrir spurði hann þá hvort það skipti ekki máli hvaðan fólk kæmi og hvort Helgi Hrafn teldi ekki mun á sómölskum manni og úkraínskum þó að báðir kæmu úr stríðshrjáðum svæðum. Sverrir lýsti því síðan yfir að menning endurspeglaði genamengi samfélaga. „Ef ég skil þig rétt þá ertu að segja að jafnvel þó að menn séu alveg út úr PTSD-aðir eftir stríðsátök þá skiptir menning hvers og eins lands máli,“ skaut þá Helgi Bjarnason inn í. „Ég er ekkert bara að tala um menningu heldur bara um genamengi líka. Það skiptir miklu máli, sko,“ sagði Sverrir. Helgi Hrafn gekk á Sverri. „Leyfðu mér að spyrja, ef einhver kallar þig rasista, hvernig líður þér með það?“ spurði Helgi Hrafn í kjölfarið. „Ég segi bara að ég sé race-realist,“ sagði Sverrir þá. Það hugtak mætti íslenska sem „kynþáttaraunhyggjumaður“ og lýsir væntanlega þeim sem telur sig sjá hlutina eins og þeir eru hvað varðar kynþætti. „Ekki rasisti sumsé?“ spurði Helgi þá. „Það myndi ekki trufla mig þó ég væri kallaður það... Ekki neitt,“ svaraði Sverrir. Rætt var áfram um rasisma og fannst þáttastjórnendunum þremur rasista-hugtakið ofnotað í umræðunni og búið að gengisfella það. „Bara til að hafa það alveg á hreinu, það sem að Sverrir er að segja hérna er, það er ekki einhver að kalla þetta rasisma vegna þess að allt er kallað rasimi, þetta er kallað rasismi því þetta er rasismi. Höfum það alveg á hreinu,“ sagði Helgi. Hægt er að hlusta á þáttinn með Helga Hrafni í heild sinni hér að neðan: Miðflokkurinn Samfélagsmiðlar Kynþáttafordómar Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
„[É]g var nú bara varamaður í stjórn, en þar sem ég vil fá að halda áfram að tjá mig og ögra eins og mig langar til án þess að það kasti rýrð á það góða starf sem á sér stað hjá ungum miðflokksmönnum þá segi ég stöðu minni þar lausri,“ skrifar Sverrir í færslu á X og birtir með skjáskot af frétt mbl.is. Sverrir segist samt langt frá því að vera hættur á samfélagsmiðlinum en hann hefur verið afar virkur og yfirlýsingaglaður þar. Hann hefur verið svo virkur að honum var boðið í útvarpsþáttinn Lestina í september sem fulltrúi öfgahægrimennsku til að ræða skautun og pólitíska umræðu. Stjórn Ungliðahreyfingar Miðflokksins en Sverrir er lengst til vinstri á myndinni. „Þetta er kallað rasismi því þetta er rasismi“ Fréttin á mbl.is sem leiddi til afsagnarinnar ber yfirskriftina „Ungur Miðflokksmaður neitar ekki að vera rasisti“. Þar er fjallað um yfirlýsingar Sverris í næstnýjasta þætti Bjórkastsins, sem hann heldur úti ásamt Jóni Þormari Pálssyni og Helga Bjarnasyni, þar sem Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, var gestur. Helgi Hrafn ræddi meðal annars hvernig fór fyrir Pírötum á Alþingi í þættinum.Vísir/Vilhelm Líkt og gjarnan í þáttum Bjórkastsins barst samtalið að innflytjendum og móttöku þeirra hérlendis. Helgi Hrafn sagði höfuðmáli skipta hvernig tekið væri á móti innflytjendum. Sverrir spurði hann þá hvort það skipti ekki máli hvaðan fólk kæmi og hvort Helgi Hrafn teldi ekki mun á sómölskum manni og úkraínskum þó að báðir kæmu úr stríðshrjáðum svæðum. Sverrir lýsti því síðan yfir að menning endurspeglaði genamengi samfélaga. „Ef ég skil þig rétt þá ertu að segja að jafnvel þó að menn séu alveg út úr PTSD-aðir eftir stríðsátök þá skiptir menning hvers og eins lands máli,“ skaut þá Helgi Bjarnason inn í. „Ég er ekkert bara að tala um menningu heldur bara um genamengi líka. Það skiptir miklu máli, sko,“ sagði Sverrir. Helgi Hrafn gekk á Sverri. „Leyfðu mér að spyrja, ef einhver kallar þig rasista, hvernig líður þér með það?“ spurði Helgi Hrafn í kjölfarið. „Ég segi bara að ég sé race-realist,“ sagði Sverrir þá. Það hugtak mætti íslenska sem „kynþáttaraunhyggjumaður“ og lýsir væntanlega þeim sem telur sig sjá hlutina eins og þeir eru hvað varðar kynþætti. „Ekki rasisti sumsé?“ spurði Helgi þá. „Það myndi ekki trufla mig þó ég væri kallaður það... Ekki neitt,“ svaraði Sverrir. Rætt var áfram um rasisma og fannst þáttastjórnendunum þremur rasista-hugtakið ofnotað í umræðunni og búið að gengisfella það. „Bara til að hafa það alveg á hreinu, það sem að Sverrir er að segja hérna er, það er ekki einhver að kalla þetta rasisma vegna þess að allt er kallað rasimi, þetta er kallað rasismi því þetta er rasismi. Höfum það alveg á hreinu,“ sagði Helgi. Hægt er að hlusta á þáttinn með Helga Hrafni í heild sinni hér að neðan:
Miðflokkurinn Samfélagsmiðlar Kynþáttafordómar Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent