Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. október 2025 10:32 Sverrir Helgason var kjörinn í stjórn Ungliðahreyfingar Miðflokksins á aðalfundi hreyfingarinnar 23. september í Hamraborg. Hann segist nú mánuði síðara hafa sagt sig úr stjórninni. Youtube Miðflokksmaðurinn Sverrir Helgason hefur sagt sig úr stjórn Ungliðahreyfingar Miðflokksins í kjölfar umfjöllunar um rasískar yfirlýsingar hans. Nýverið sagði hann genamengi skipta máli þegar kæmi að uppbyggingu samfélaga og sagði það ekki myndu trufla sig að vera kallaður rasisti. „[É]g var nú bara varamaður í stjórn, en þar sem ég vil fá að halda áfram að tjá mig og ögra eins og mig langar til án þess að það kasti rýrð á það góða starf sem á sér stað hjá ungum miðflokksmönnum þá segi ég stöðu minni þar lausri,“ skrifar Sverrir í færslu á X og birtir með skjáskot af frétt mbl.is. Sverrir segist samt langt frá því að vera hættur á samfélagsmiðlinum en hann hefur verið afar virkur og yfirlýsingaglaður þar. Hann hefur verið svo virkur að honum var boðið í útvarpsþáttinn Lestina í september sem fulltrúi öfgahægrimennsku til að ræða skautun og pólitíska umræðu. Stjórn Ungliðahreyfingar Miðflokksins en Sverrir er lengst til vinstri á myndinni. „Þetta er kallað rasismi því þetta er rasismi“ Fréttin á mbl.is sem leiddi til afsagnarinnar ber yfirskriftina „Ungur Miðflokksmaður neitar ekki að vera rasisti“. Þar er fjallað um yfirlýsingar Sverris í næstnýjasta þætti Bjórkastsins, sem hann heldur úti ásamt Jóni Þormari Pálssyni og Helga Bjarnasyni, þar sem Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, var gestur. Helgi Hrafn ræddi meðal annars hvernig fór fyrir Pírötum á Alþingi í þættinum.Vísir/Vilhelm Líkt og gjarnan í þáttum Bjórkastsins barst samtalið að innflytjendum og móttöku þeirra hérlendis. Helgi Hrafn sagði höfuðmáli skipta hvernig tekið væri á móti innflytjendum. Sverrir spurði hann þá hvort það skipti ekki máli hvaðan fólk kæmi og hvort Helgi Hrafn teldi ekki mun á sómölskum manni og úkraínskum þó að báðir kæmu úr stríðshrjáðum svæðum. Sverrir lýsti því síðan yfir að menning endurspeglaði genamengi samfélaga. „Ef ég skil þig rétt þá ertu að segja að jafnvel þó að menn séu alveg út úr PTSD-aðir eftir stríðsátök þá skiptir menning hvers og eins lands máli,“ skaut þá Helgi Bjarnason inn í. „Ég er ekkert bara að tala um menningu heldur bara um genamengi líka. Það skiptir miklu máli, sko,“ sagði Sverrir. Helgi Hrafn gekk á Sverri. „Leyfðu mér að spyrja, ef einhver kallar þig rasista, hvernig líður þér með það?“ spurði Helgi Hrafn í kjölfarið. „Ég segi bara að ég sé race-realist,“ sagði Sverrir þá. Það hugtak mætti íslenska sem „kynþáttaraunhyggjumaður“ og lýsir væntanlega þeim sem telur sig sjá hlutina eins og þeir eru hvað varðar kynþætti. „Ekki rasisti sumsé?“ spurði Helgi þá. „Það myndi ekki trufla mig þó ég væri kallaður það... Ekki neitt,“ svaraði Sverrir. Rætt var áfram um rasisma og fannst þáttastjórnendunum þremur rasista-hugtakið ofnotað í umræðunni og búið að gengisfella það. „Bara til að hafa það alveg á hreinu, það sem að Sverrir er að segja hérna er, það er ekki einhver að kalla þetta rasisma vegna þess að allt er kallað rasimi, þetta er kallað rasismi því þetta er rasismi. Höfum það alveg á hreinu,“ sagði Helgi. Hægt er að hlusta á þáttinn með Helga Hrafni í heild sinni hér að neðan: Miðflokkurinn Samfélagsmiðlar Kynþáttafordómar Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Sjá meira
„[É]g var nú bara varamaður í stjórn, en þar sem ég vil fá að halda áfram að tjá mig og ögra eins og mig langar til án þess að það kasti rýrð á það góða starf sem á sér stað hjá ungum miðflokksmönnum þá segi ég stöðu minni þar lausri,“ skrifar Sverrir í færslu á X og birtir með skjáskot af frétt mbl.is. Sverrir segist samt langt frá því að vera hættur á samfélagsmiðlinum en hann hefur verið afar virkur og yfirlýsingaglaður þar. Hann hefur verið svo virkur að honum var boðið í útvarpsþáttinn Lestina í september sem fulltrúi öfgahægrimennsku til að ræða skautun og pólitíska umræðu. Stjórn Ungliðahreyfingar Miðflokksins en Sverrir er lengst til vinstri á myndinni. „Þetta er kallað rasismi því þetta er rasismi“ Fréttin á mbl.is sem leiddi til afsagnarinnar ber yfirskriftina „Ungur Miðflokksmaður neitar ekki að vera rasisti“. Þar er fjallað um yfirlýsingar Sverris í næstnýjasta þætti Bjórkastsins, sem hann heldur úti ásamt Jóni Þormari Pálssyni og Helga Bjarnasyni, þar sem Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, var gestur. Helgi Hrafn ræddi meðal annars hvernig fór fyrir Pírötum á Alþingi í þættinum.Vísir/Vilhelm Líkt og gjarnan í þáttum Bjórkastsins barst samtalið að innflytjendum og móttöku þeirra hérlendis. Helgi Hrafn sagði höfuðmáli skipta hvernig tekið væri á móti innflytjendum. Sverrir spurði hann þá hvort það skipti ekki máli hvaðan fólk kæmi og hvort Helgi Hrafn teldi ekki mun á sómölskum manni og úkraínskum þó að báðir kæmu úr stríðshrjáðum svæðum. Sverrir lýsti því síðan yfir að menning endurspeglaði genamengi samfélaga. „Ef ég skil þig rétt þá ertu að segja að jafnvel þó að menn séu alveg út úr PTSD-aðir eftir stríðsátök þá skiptir menning hvers og eins lands máli,“ skaut þá Helgi Bjarnason inn í. „Ég er ekkert bara að tala um menningu heldur bara um genamengi líka. Það skiptir miklu máli, sko,“ sagði Sverrir. Helgi Hrafn gekk á Sverri. „Leyfðu mér að spyrja, ef einhver kallar þig rasista, hvernig líður þér með það?“ spurði Helgi Hrafn í kjölfarið. „Ég segi bara að ég sé race-realist,“ sagði Sverrir þá. Það hugtak mætti íslenska sem „kynþáttaraunhyggjumaður“ og lýsir væntanlega þeim sem telur sig sjá hlutina eins og þeir eru hvað varðar kynþætti. „Ekki rasisti sumsé?“ spurði Helgi þá. „Það myndi ekki trufla mig þó ég væri kallaður það... Ekki neitt,“ svaraði Sverrir. Rætt var áfram um rasisma og fannst þáttastjórnendunum þremur rasista-hugtakið ofnotað í umræðunni og búið að gengisfella það. „Bara til að hafa það alveg á hreinu, það sem að Sverrir er að segja hérna er, það er ekki einhver að kalla þetta rasisma vegna þess að allt er kallað rasimi, þetta er kallað rasismi því þetta er rasismi. Höfum það alveg á hreinu,“ sagði Helgi. Hægt er að hlusta á þáttinn með Helga Hrafni í heild sinni hér að neðan:
Miðflokkurinn Samfélagsmiðlar Kynþáttafordómar Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Sjá meira