Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Kjartan Kjartansson skrifar 28. október 2025 17:31 Frá mótmælum náttúruverndarhópa gegn olíuvinnslu Norðmanna í Osló í ágúst. Vísir/EPA Náttúruverndarsamtök sem stefndu norska ríkinu vegna olíuleitarleyfa hrósa sigri þrátt fyrir að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi hafnað kröfu þeirra í dag. Þau telja dóminn skylda norsk stjórnvöld til þess að meta loftslagsáhrifin af frekari olíuleit og framleiðslu. Stefna Græfriðunga og fleiri umhverfisverndarsamtaka beindist að ákvörðun olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs um að veita þrettán fyrirtækjum tíu olíuleitarleyfi árið 2016. Hún byggði á þeim rökum að norska ríkinu hafi borið að vernda borgara sína fyrir alvarlegum neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga. Dómstóllinn hafnaði því að norsk stjórnvöld hefðu gerst brotleg við ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu. Þó að umhverfismat á áhrifum hefði ekki verið nógu ítarleg, sérstaklega á loftslagsáhrifunum, benti ekkert til þess að því hefði verið svo ábótavant að það bryti á mannréttindum stefnenda. Hins vegar sagði í dómsorðinu að ríkjum bæri skylda til þess að láta fara fram ítarlegt áhrifamat þegar ákvarðanir væru teknar um umhverfið og loftslagið. Breyti stefnu Norðmanna í olíumálum Það er þetta síðastnefnda sem náttúruverndarsamtökin túlka sem sigur. Þetta álit dómstólsins þýði að norsk stjórnvöld þurfi héðan í frá að láta framkvæma mat á loftslagsáhrifum ef þau ætla að veita ný leyfi fyrir vinnslu jarðefnaeldsneytis. Þetta mat þurfi ekki aðeins að ná til losunar sem framleiðslan hafi í för með sér heldur bruna á eldsneytinu þegar búið er að selja það á markaði. „Það mikilvægasta sem við sjáum nú er að mannréttindadómstóllinn ákveður í eitt skipti fyrir öll að afleiðingar nýrra olíulinda fyrir loftslagið verða að vera rannsakaðar. Norska ríkið gerir það ekki,“ segir Sigrid Hoddevik Losnegård, formaður norsku samtakanna Náttúru og æsku sem tóku þátt í stefnunni, við norska ríkisútvarpið. Ákvörðunin sé því söguleg þar sem hún breyti stefnu Norðmanna í olíumálum. Terje Aasland, orkumálaráðherra Noregs, fagnaði niðurstöðunni. Fullyrti hann að áhrif olíuleitar og vinnslu væri nú þegar rannsökuð í þaula. Áhrif af bruna olíunnar hafi verið metin fyrir ákvarðanir um leyfisveitingar í kjölfar dóms Hæstaréttar Noregs í málinu þar sem norska ríkið var sýknað. EFTA-dómstóllinn gaf út álit fyrr á þessu ári um að Norðmenn þyrftu að taka tillit til losunar gróðurhúsalofttegunda sem hlýst af bruna á olíu sem þeir framleiða. Það var í tengslum við önnur leyfi sem voru veitt til vinnslu í Norðursjó sem er þegar hafin að hluta. Noregur Mannréttindadómstóll Evrópu Jarðefnaeldsneyti Olíuleit á Drekasvæði Mannréttindi Loftslagsmál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Sjá meira
Stefna Græfriðunga og fleiri umhverfisverndarsamtaka beindist að ákvörðun olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs um að veita þrettán fyrirtækjum tíu olíuleitarleyfi árið 2016. Hún byggði á þeim rökum að norska ríkinu hafi borið að vernda borgara sína fyrir alvarlegum neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga. Dómstóllinn hafnaði því að norsk stjórnvöld hefðu gerst brotleg við ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu. Þó að umhverfismat á áhrifum hefði ekki verið nógu ítarleg, sérstaklega á loftslagsáhrifunum, benti ekkert til þess að því hefði verið svo ábótavant að það bryti á mannréttindum stefnenda. Hins vegar sagði í dómsorðinu að ríkjum bæri skylda til þess að láta fara fram ítarlegt áhrifamat þegar ákvarðanir væru teknar um umhverfið og loftslagið. Breyti stefnu Norðmanna í olíumálum Það er þetta síðastnefnda sem náttúruverndarsamtökin túlka sem sigur. Þetta álit dómstólsins þýði að norsk stjórnvöld þurfi héðan í frá að láta framkvæma mat á loftslagsáhrifum ef þau ætla að veita ný leyfi fyrir vinnslu jarðefnaeldsneytis. Þetta mat þurfi ekki aðeins að ná til losunar sem framleiðslan hafi í för með sér heldur bruna á eldsneytinu þegar búið er að selja það á markaði. „Það mikilvægasta sem við sjáum nú er að mannréttindadómstóllinn ákveður í eitt skipti fyrir öll að afleiðingar nýrra olíulinda fyrir loftslagið verða að vera rannsakaðar. Norska ríkið gerir það ekki,“ segir Sigrid Hoddevik Losnegård, formaður norsku samtakanna Náttúru og æsku sem tóku þátt í stefnunni, við norska ríkisútvarpið. Ákvörðunin sé því söguleg þar sem hún breyti stefnu Norðmanna í olíumálum. Terje Aasland, orkumálaráðherra Noregs, fagnaði niðurstöðunni. Fullyrti hann að áhrif olíuleitar og vinnslu væri nú þegar rannsökuð í þaula. Áhrif af bruna olíunnar hafi verið metin fyrir ákvarðanir um leyfisveitingar í kjölfar dóms Hæstaréttar Noregs í málinu þar sem norska ríkið var sýknað. EFTA-dómstóllinn gaf út álit fyrr á þessu ári um að Norðmenn þyrftu að taka tillit til losunar gróðurhúsalofttegunda sem hlýst af bruna á olíu sem þeir framleiða. Það var í tengslum við önnur leyfi sem voru veitt til vinnslu í Norðursjó sem er þegar hafin að hluta.
Noregur Mannréttindadómstóll Evrópu Jarðefnaeldsneyti Olíuleit á Drekasvæði Mannréttindi Loftslagsmál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Sjá meira