Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. október 2025 07:15 Að óbreyttu munu yfir 40 milljónir Bandaríkjamanna verða af mataraðstoð frá og með næstu mánaðamótum. Getty/Orange County Register/Paul Bersebach Forsvarsmenn svokallaðra „matarbanka“ í Bandaríkjunum eru uggandi um ástandið sem þeir búast við að muni skapast í nóvember, þegar stjórnvöld hætta að fjármagna mataraðstoð til handa þeim sem þurfa. Fjöldi þeirra sem nýta sér matarbanka hefur aukist verulega á síðustu misserum vegna hækkandi verðlags en á sama tíma hefur þrengt verulega að „bönkunum“, vegna niðurskurðar hjá hinu opinbera. Matarbankarnir eru reknir af góðgerðafélögum og svipar til Mæðrastyrksnefndar hér heima. Repúblikanar og Demókratar hafa enn ekki náð saman um áframhaldandi fjármögnun alríkisins vestanhafs. Vegna þessa munu þeir sem hafa reitt sig á svokallaða „matarmiða“ ekki fá neina aðstoð frá ríkinu frá og með næstu mánaðamótum. Þetta kom í ljós fyrir helgi, þegar stjórnvöld greindu frá því að neyðarfjármunum yrði ekki veitt til stærsta mataraðstoðarkerfis landsins, SNAP en skammstöfunin stendur fyrir Supplemental Nutrition Assistance Program. Um það bil 42 milljónir Bandaríkjamanna reiða sig á SNAP en munu nú þurfa að leita annarra leiða til að fæða sig og fjölskyldur sínar. Margir þeirra munu leita til matarbanka, sem óttast að geta ekki annað eftirspurninni. „Þegar það öryggisnet brestur, þá munum við gera það sem við getum,“ hefur New York Times eftir Andreu Williams hjá Oregon Food Bank, sem dreifir matvælum til 1.200 banka og eldhúsa í Oregon og suðvesturhluta Washington. „En það mun ekki duga.“ Skjólstæðingum þeirra stofnana sem Oregon Food Bank þjónustar hefur fjölgað um 50 prósent á síðustu tveimur árum, meðal annars vegna hækkandi matvöruverðs. Þá skáru stjórnvöld niður nærri milljarð dala í fjárveitingum til mataraðstoðar, eftir að Donald Trump tók aftur við embætti forseta. Forsvarsmenn matarbankanna segja ljóst að þeir muni ekki geta annað eftirspurninni ef fjármögnun SNAP verður ekki tryggð áfram. „Það þýðir að fólk mun verða án matar og ekki síst krakkar og eldra fólk í dreifbýlinu,“ segir Williams. New York Times fjallar ítarlega um málið. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Fjöldi þeirra sem nýta sér matarbanka hefur aukist verulega á síðustu misserum vegna hækkandi verðlags en á sama tíma hefur þrengt verulega að „bönkunum“, vegna niðurskurðar hjá hinu opinbera. Matarbankarnir eru reknir af góðgerðafélögum og svipar til Mæðrastyrksnefndar hér heima. Repúblikanar og Demókratar hafa enn ekki náð saman um áframhaldandi fjármögnun alríkisins vestanhafs. Vegna þessa munu þeir sem hafa reitt sig á svokallaða „matarmiða“ ekki fá neina aðstoð frá ríkinu frá og með næstu mánaðamótum. Þetta kom í ljós fyrir helgi, þegar stjórnvöld greindu frá því að neyðarfjármunum yrði ekki veitt til stærsta mataraðstoðarkerfis landsins, SNAP en skammstöfunin stendur fyrir Supplemental Nutrition Assistance Program. Um það bil 42 milljónir Bandaríkjamanna reiða sig á SNAP en munu nú þurfa að leita annarra leiða til að fæða sig og fjölskyldur sínar. Margir þeirra munu leita til matarbanka, sem óttast að geta ekki annað eftirspurninni. „Þegar það öryggisnet brestur, þá munum við gera það sem við getum,“ hefur New York Times eftir Andreu Williams hjá Oregon Food Bank, sem dreifir matvælum til 1.200 banka og eldhúsa í Oregon og suðvesturhluta Washington. „En það mun ekki duga.“ Skjólstæðingum þeirra stofnana sem Oregon Food Bank þjónustar hefur fjölgað um 50 prósent á síðustu tveimur árum, meðal annars vegna hækkandi matvöruverðs. Þá skáru stjórnvöld niður nærri milljarð dala í fjárveitingum til mataraðstoðar, eftir að Donald Trump tók aftur við embætti forseta. Forsvarsmenn matarbankanna segja ljóst að þeir muni ekki geta annað eftirspurninni ef fjármögnun SNAP verður ekki tryggð áfram. „Það þýðir að fólk mun verða án matar og ekki síst krakkar og eldra fólk í dreifbýlinu,“ segir Williams. New York Times fjallar ítarlega um málið.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira