Sakar Evrópu um stríðsæsingu Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2025 14:09 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. EPA/RAMIL SITDIKOV Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sakaði í morgun ríki Evrópu um stríðsæsingu. Ráðherrann sagði að Rússar hefðu engan áhuga á að ráðast á nokkurt ríki í Atlantshafsbandalaginu (NATO) eða Evrópusambandinu en að NATO vildi tryggja sér yfirráð yfir Evrasíu. Þá gagnrýndi hann NATO fyrir meint brot á loforði um að meina ríkjum Austur-Evrópu inngöngu í bandalagið en slík loforð voru aldrei veitt. Enn fremur sagði hann Evrópu lengja stríðið í Úkraínu með því að standa við bakið á Úkraínumönnum og útvega þeim hergögn og fjármuni. Lavrov sagði það ekkert leyndarmál að Evrópa væri að búa sig undir nýtt stríð og á sama tíma neituðu ráðamenn þar að íhuga kröfur Rússlands hvað varðar öryggi. „Leiðtogar flestra Evrópuríkja eru að gera allt sem þeir geta til að sannfæra ríkisstjórn Bandaríkjanna um að gefast upp á þeirri hugmynd að koma á friði í Úkraínu með því að tækla grunnástæður átakanna við samningaborðið,“ sagði Lavrov samkvæmt RIA fréttaveitunni rússnesku. Þetta er meðal þess sem Lavrov sagði í ávarpi á öryggisráðstefnu í Belarús en áhugasamir geta hlustað á túlkaða ræðu hans í spilaranum hér að neðan. 🔴 #LIVE: Foreign Minister Sergey Lavrov’s remarks at the high-level Plenary Session of the Third Minsk International Conference on Eurasian Security https://t.co/uPicUu4PYa— MFA Russia 🇷🇺 (@mfa_russia) October 28, 2025 Gömul og ósönn saga um loforð NATO Í ávarpinu gagnrýndi hann Atlantshafsbandalagið fyrir útbreiðslu til austurs og laug því að á tímum Sovétríkjanna hefði ráðamönnum í Rússlandi verið lofað að slíkt yrði ekki gert. Vísaði hann til þess að Rússum hefði verið lofað að NATO færi ekki „eina tommu“ austar. Það er saga sem Rússar hafa ítrekað kastað fram í tengslum við þá meintu ógn sem Rússum á að stafa af því að ríki Austur-Evrópu hafa gengið í Atlantshafsbandalagið. Þessa sögu segja menn sem aðhyllast málstað Rússlands einnig ítrekað. Sjá einnig: Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sagan snýst um að James A. Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, eigi að hafa lofað Míkhaíl Gorbatsjov, síðasta leiðtoga Sovétríkjanna, eftir að Berlínarmúrinn féll, að NATO myndi ekki fara „eina tommu“ inn í Austur-Evrópu. Sú saga er ósönn. Hið rétta er að Baker sagði við ráðamenn í Sovétríkjunum í viðræðum yfir 1990-91 um sameiningu Austur- og Vestur-Þýskalands, að NATO myndi ekki senda hermenn inn í Austur-Þýskaland. Það yrði ekki gert fyrr en síðasti hermaður Sovétríkjanna færi þaða, sem átti að gerast í lok ársins 1994. Fáni Sovétríkjanna var dreginn að húni við Kreml í Moskvu í síðasta sinn þann 25. desember 1991. Í viðræðunum sem Baker kom að var aldrei talað um að leyfa ríkjum Austur-Evrópu að ganga inn í NATO eða ekki, því Varsjárbandalagið var enn við lýði. Baker hefur sagt að ummæli sín hafi verið tekin úr algeru samhengi og eins og bent er á í frétt New York Times, tók Gorbatsjov einnig undir það að aðild ríkja Austur-Evrópu að NATO hafi ekki verið til umræðu. Honum virðist hafa snúist hugur eftir upprunalega innrás Rússa í Úkraínu 2014. Þá má vísa til ummæla Vladimírs Pútins, forseta Rússlands, frá 2002, þegar hann var spurður út í mögulega aðild Úkraínu að NATO. Þá sagði hann það í raun ekki koma Rússlandi við. Það væri á milli NATO og Úkraínu. „Ný öld“ hafin Lavrov vísaði einnig til meintra skuldbindinga innan Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu um að styrkja ekki öryggi eins ríkis á kostnað annarra. Hann sagði yfirgnæfandi meirihluta ríkja NATO og ESB neita að átta sig á því að tímabil vestrænna yfirburða væri liðið. Ný öld væri hafin. Það væri eitthvað sem Rússar og vinir þeirra í Kína, Indlandi, Íran, Norður-Kóreu og öðrum ríkjum áttuðu sig á. Stöðugleiki og velsæld fælist í því að virða fullveldi annarra ríkja og sameiginlegt öryggi ríkja. Uppbygging í Evrópu Satt er að ríki Evrópu stefna mörg á umtalsverða hernaðaruppbyggingu. Ráðamenn þessara ríkja vísa oft í aukna ógn frá Rússlandi sem ástæðu þessarar uppbyggingar. Hana má einnig að miklu leyti rekja til þess að ráðamenn í Evrópu eru farnir að efast um það hernaðarstuðning frá Bandaríkjunum ef til átaka kemur í heimsálfunni og vegna aukins þrýstings frá Bandaríkjunum um að verja meira til varnarmála. Ríki Evrópu hafa um árabil vanrækt vopnabúr sín verulega og varið litlu til varnarmála. Sjá einnig: Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Stór hluti rússneska hagkerfisins snýst nú um framleiðslu hergagna. Rússar hafa verið að bæta herstöðvar sínir í Vesturhluta landsins og auka umsvif sín á norðurslóðum um nokkuð skeið núna. Ráðamenn víða um Evrópu hafa varað við því að Rússar gætu á næstu árum, sama hvernig stríðinu í Úkraínu lýkur, ógnað heimsálfunni. Norðmenn tilkynntu í byrjun september að þeir ætluðu að kaupa fimm nýjar freigátur til að styrkja varnir sínar á norðurslóðum. Norskir embættismenn hafa að undanförnu varað við því að ríkinu stafi mikil ógn frá Rússlandi. Sjá einnig: Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Rússar hafa sakað Norðmenn um hernaðarbrölt á norðurslóðum en Pútín tilkynnti fyrr á þessu ári að hann ætlaði að fjölga rússneskum hermönnum á norðurslóðum. Þá sagði forsetinn að til stæði að bæta og stækka herstöðvar, flugvelli og hafnir Rússa á norðurslóðum. Rússar hafa á undanförnum árum verið bendlaðir við skemmdarverk, banatilræði og aðrar fjölþáttaógnir víðsvegar um Evrópu á undanförnum árum. Meðal annars eru þeir sakaðir um að koma sprengjum fyrir í fragtflugvélum. „Grunnástæðurnar“ margræddu Lavrov sagði, eins og áður hefur komið fram, að ríki Evrópu væru að valda miklum hamförum í Úkraínu. Með því að standa við bak Úkraínumanna væri Evrópa að framlengja stríðið. Þetta er algengur áróður Rússa hvað varðar stuðning Vesturlanda við Úkraínu og gengur út á að með því að styðja Úkraínumenn gegn Rússum sé verið að framlengja stríðið og þar með þjáningar Úkraínumanna. Eins og það sé Evrópa sem sé að kvelja Úkraínumenn og þvinga þá til að berjast gegn innrás Rússa en ekki Pútín sjálfur. Þá nefndi Lavrov einnig „grunnástæður“ átakanna. Þegar ráðamenn í Rússlandi tala um þær eru þeir oftar en ekki að vísa til þess að ríkjum Austur-Evrópu hafi verið hleypt inn í NATO. Fyrir innrásina í Úkraínu kröfðst Rússar þess að þessum ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr NATO. Sú krafa var ítrekuð á fundi erindreka Rússlands og Bandaríkjanna í Sádi-Arabíu fyrr á þessu ári, samkvæmt Financial Times. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður NATO Úkraína Tengdar fréttir Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Yfirvöld í Rússlandi hafa verið að nota dróna til að elta almenna borgara við framlínuna í Úkraínu, hrekja þá frá heimilum sínum og ráðast á þá þegar þeir freista þess að leita skjóls. 28. október 2025 07:43 Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Ráðamenn í Rússlandi segjast hafa lokið tilraunum með kjarnorkuknúna eldflaug sem getur einnig borið kjarnorkuvopn. Stýriflaugin á að hafa verið á loft í fimmtán klukkustundir og flogið um fjórtán þúsund kílómetra en Vladimír Pútín, forseti, segir vopnið vera einstakt. Ekkert annað ríki búi yfir sambærilegu vopni. 26. október 2025 08:12 Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Hópur breskra manna hefur verið dæmdur fyrir að kveikja eld í vöruskemmu i Lundúnum fyrir Wagner-málaliðahópinn rússneska. Inn í vöruskemmunni var neyðaraðstoð og Starlink-sendibúnaður sem senda átti til Úkraínu. Þeir ætluðu einnig að ræna rússneskum manni sem hefur verið gagnrýninn á stjórnvöld í Rússlandi og kveikja í veitingastað hans. 24. október 2025 16:16 Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Sanae Takaichi, fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra Japans, hélt sína fyrstu stefnuræðu í morgun. Hún hét því að hraða hernaðaruppbyggingu í Japan og bæta varnir ríkisins til muna. Í ræðunni vísaði hún sérstaklega til aukinnar hervæðingar í Norður-Kóreu, Kína og Rússlandi og ógnina sem Japönum stafaði frá þeim ríkjum. 24. október 2025 15:03 Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Leiðtogum Evrópusambandsins tókst ekki að ná saman í gær um að nýta frystar eignir Rússlands til að fjármagna varnir Úkraínu. Málið strandaði á Belgíu. 24. október 2025 06:50 Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Rússneski herinn hefur um árabil komið fyrir leynilegum skynjurum á hafsbotni í norðurhöfum til að vakta skipasiglingar Atlantshafsbandalagins. Eftirlitskerfið leynilega var búið til með tækni frá Svíþjóð og öðrum Vesturlöndum. 23. október 2025 17:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Sjá meira
Þá gagnrýndi hann NATO fyrir meint brot á loforði um að meina ríkjum Austur-Evrópu inngöngu í bandalagið en slík loforð voru aldrei veitt. Enn fremur sagði hann Evrópu lengja stríðið í Úkraínu með því að standa við bakið á Úkraínumönnum og útvega þeim hergögn og fjármuni. Lavrov sagði það ekkert leyndarmál að Evrópa væri að búa sig undir nýtt stríð og á sama tíma neituðu ráðamenn þar að íhuga kröfur Rússlands hvað varðar öryggi. „Leiðtogar flestra Evrópuríkja eru að gera allt sem þeir geta til að sannfæra ríkisstjórn Bandaríkjanna um að gefast upp á þeirri hugmynd að koma á friði í Úkraínu með því að tækla grunnástæður átakanna við samningaborðið,“ sagði Lavrov samkvæmt RIA fréttaveitunni rússnesku. Þetta er meðal þess sem Lavrov sagði í ávarpi á öryggisráðstefnu í Belarús en áhugasamir geta hlustað á túlkaða ræðu hans í spilaranum hér að neðan. 🔴 #LIVE: Foreign Minister Sergey Lavrov’s remarks at the high-level Plenary Session of the Third Minsk International Conference on Eurasian Security https://t.co/uPicUu4PYa— MFA Russia 🇷🇺 (@mfa_russia) October 28, 2025 Gömul og ósönn saga um loforð NATO Í ávarpinu gagnrýndi hann Atlantshafsbandalagið fyrir útbreiðslu til austurs og laug því að á tímum Sovétríkjanna hefði ráðamönnum í Rússlandi verið lofað að slíkt yrði ekki gert. Vísaði hann til þess að Rússum hefði verið lofað að NATO færi ekki „eina tommu“ austar. Það er saga sem Rússar hafa ítrekað kastað fram í tengslum við þá meintu ógn sem Rússum á að stafa af því að ríki Austur-Evrópu hafa gengið í Atlantshafsbandalagið. Þessa sögu segja menn sem aðhyllast málstað Rússlands einnig ítrekað. Sjá einnig: Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sagan snýst um að James A. Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, eigi að hafa lofað Míkhaíl Gorbatsjov, síðasta leiðtoga Sovétríkjanna, eftir að Berlínarmúrinn féll, að NATO myndi ekki fara „eina tommu“ inn í Austur-Evrópu. Sú saga er ósönn. Hið rétta er að Baker sagði við ráðamenn í Sovétríkjunum í viðræðum yfir 1990-91 um sameiningu Austur- og Vestur-Þýskalands, að NATO myndi ekki senda hermenn inn í Austur-Þýskaland. Það yrði ekki gert fyrr en síðasti hermaður Sovétríkjanna færi þaða, sem átti að gerast í lok ársins 1994. Fáni Sovétríkjanna var dreginn að húni við Kreml í Moskvu í síðasta sinn þann 25. desember 1991. Í viðræðunum sem Baker kom að var aldrei talað um að leyfa ríkjum Austur-Evrópu að ganga inn í NATO eða ekki, því Varsjárbandalagið var enn við lýði. Baker hefur sagt að ummæli sín hafi verið tekin úr algeru samhengi og eins og bent er á í frétt New York Times, tók Gorbatsjov einnig undir það að aðild ríkja Austur-Evrópu að NATO hafi ekki verið til umræðu. Honum virðist hafa snúist hugur eftir upprunalega innrás Rússa í Úkraínu 2014. Þá má vísa til ummæla Vladimírs Pútins, forseta Rússlands, frá 2002, þegar hann var spurður út í mögulega aðild Úkraínu að NATO. Þá sagði hann það í raun ekki koma Rússlandi við. Það væri á milli NATO og Úkraínu. „Ný öld“ hafin Lavrov vísaði einnig til meintra skuldbindinga innan Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu um að styrkja ekki öryggi eins ríkis á kostnað annarra. Hann sagði yfirgnæfandi meirihluta ríkja NATO og ESB neita að átta sig á því að tímabil vestrænna yfirburða væri liðið. Ný öld væri hafin. Það væri eitthvað sem Rússar og vinir þeirra í Kína, Indlandi, Íran, Norður-Kóreu og öðrum ríkjum áttuðu sig á. Stöðugleiki og velsæld fælist í því að virða fullveldi annarra ríkja og sameiginlegt öryggi ríkja. Uppbygging í Evrópu Satt er að ríki Evrópu stefna mörg á umtalsverða hernaðaruppbyggingu. Ráðamenn þessara ríkja vísa oft í aukna ógn frá Rússlandi sem ástæðu þessarar uppbyggingar. Hana má einnig að miklu leyti rekja til þess að ráðamenn í Evrópu eru farnir að efast um það hernaðarstuðning frá Bandaríkjunum ef til átaka kemur í heimsálfunni og vegna aukins þrýstings frá Bandaríkjunum um að verja meira til varnarmála. Ríki Evrópu hafa um árabil vanrækt vopnabúr sín verulega og varið litlu til varnarmála. Sjá einnig: Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Stór hluti rússneska hagkerfisins snýst nú um framleiðslu hergagna. Rússar hafa verið að bæta herstöðvar sínir í Vesturhluta landsins og auka umsvif sín á norðurslóðum um nokkuð skeið núna. Ráðamenn víða um Evrópu hafa varað við því að Rússar gætu á næstu árum, sama hvernig stríðinu í Úkraínu lýkur, ógnað heimsálfunni. Norðmenn tilkynntu í byrjun september að þeir ætluðu að kaupa fimm nýjar freigátur til að styrkja varnir sínar á norðurslóðum. Norskir embættismenn hafa að undanförnu varað við því að ríkinu stafi mikil ógn frá Rússlandi. Sjá einnig: Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Rússar hafa sakað Norðmenn um hernaðarbrölt á norðurslóðum en Pútín tilkynnti fyrr á þessu ári að hann ætlaði að fjölga rússneskum hermönnum á norðurslóðum. Þá sagði forsetinn að til stæði að bæta og stækka herstöðvar, flugvelli og hafnir Rússa á norðurslóðum. Rússar hafa á undanförnum árum verið bendlaðir við skemmdarverk, banatilræði og aðrar fjölþáttaógnir víðsvegar um Evrópu á undanförnum árum. Meðal annars eru þeir sakaðir um að koma sprengjum fyrir í fragtflugvélum. „Grunnástæðurnar“ margræddu Lavrov sagði, eins og áður hefur komið fram, að ríki Evrópu væru að valda miklum hamförum í Úkraínu. Með því að standa við bak Úkraínumanna væri Evrópa að framlengja stríðið. Þetta er algengur áróður Rússa hvað varðar stuðning Vesturlanda við Úkraínu og gengur út á að með því að styðja Úkraínumenn gegn Rússum sé verið að framlengja stríðið og þar með þjáningar Úkraínumanna. Eins og það sé Evrópa sem sé að kvelja Úkraínumenn og þvinga þá til að berjast gegn innrás Rússa en ekki Pútín sjálfur. Þá nefndi Lavrov einnig „grunnástæður“ átakanna. Þegar ráðamenn í Rússlandi tala um þær eru þeir oftar en ekki að vísa til þess að ríkjum Austur-Evrópu hafi verið hleypt inn í NATO. Fyrir innrásina í Úkraínu kröfðst Rússar þess að þessum ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr NATO. Sú krafa var ítrekuð á fundi erindreka Rússlands og Bandaríkjanna í Sádi-Arabíu fyrr á þessu ári, samkvæmt Financial Times.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður NATO Úkraína Tengdar fréttir Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Yfirvöld í Rússlandi hafa verið að nota dróna til að elta almenna borgara við framlínuna í Úkraínu, hrekja þá frá heimilum sínum og ráðast á þá þegar þeir freista þess að leita skjóls. 28. október 2025 07:43 Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Ráðamenn í Rússlandi segjast hafa lokið tilraunum með kjarnorkuknúna eldflaug sem getur einnig borið kjarnorkuvopn. Stýriflaugin á að hafa verið á loft í fimmtán klukkustundir og flogið um fjórtán þúsund kílómetra en Vladimír Pútín, forseti, segir vopnið vera einstakt. Ekkert annað ríki búi yfir sambærilegu vopni. 26. október 2025 08:12 Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Hópur breskra manna hefur verið dæmdur fyrir að kveikja eld í vöruskemmu i Lundúnum fyrir Wagner-málaliðahópinn rússneska. Inn í vöruskemmunni var neyðaraðstoð og Starlink-sendibúnaður sem senda átti til Úkraínu. Þeir ætluðu einnig að ræna rússneskum manni sem hefur verið gagnrýninn á stjórnvöld í Rússlandi og kveikja í veitingastað hans. 24. október 2025 16:16 Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Sanae Takaichi, fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra Japans, hélt sína fyrstu stefnuræðu í morgun. Hún hét því að hraða hernaðaruppbyggingu í Japan og bæta varnir ríkisins til muna. Í ræðunni vísaði hún sérstaklega til aukinnar hervæðingar í Norður-Kóreu, Kína og Rússlandi og ógnina sem Japönum stafaði frá þeim ríkjum. 24. október 2025 15:03 Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Leiðtogum Evrópusambandsins tókst ekki að ná saman í gær um að nýta frystar eignir Rússlands til að fjármagna varnir Úkraínu. Málið strandaði á Belgíu. 24. október 2025 06:50 Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Rússneski herinn hefur um árabil komið fyrir leynilegum skynjurum á hafsbotni í norðurhöfum til að vakta skipasiglingar Atlantshafsbandalagins. Eftirlitskerfið leynilega var búið til með tækni frá Svíþjóð og öðrum Vesturlöndum. 23. október 2025 17:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Sjá meira
Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Yfirvöld í Rússlandi hafa verið að nota dróna til að elta almenna borgara við framlínuna í Úkraínu, hrekja þá frá heimilum sínum og ráðast á þá þegar þeir freista þess að leita skjóls. 28. október 2025 07:43
Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Ráðamenn í Rússlandi segjast hafa lokið tilraunum með kjarnorkuknúna eldflaug sem getur einnig borið kjarnorkuvopn. Stýriflaugin á að hafa verið á loft í fimmtán klukkustundir og flogið um fjórtán þúsund kílómetra en Vladimír Pútín, forseti, segir vopnið vera einstakt. Ekkert annað ríki búi yfir sambærilegu vopni. 26. október 2025 08:12
Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Hópur breskra manna hefur verið dæmdur fyrir að kveikja eld í vöruskemmu i Lundúnum fyrir Wagner-málaliðahópinn rússneska. Inn í vöruskemmunni var neyðaraðstoð og Starlink-sendibúnaður sem senda átti til Úkraínu. Þeir ætluðu einnig að ræna rússneskum manni sem hefur verið gagnrýninn á stjórnvöld í Rússlandi og kveikja í veitingastað hans. 24. október 2025 16:16
Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Sanae Takaichi, fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra Japans, hélt sína fyrstu stefnuræðu í morgun. Hún hét því að hraða hernaðaruppbyggingu í Japan og bæta varnir ríkisins til muna. Í ræðunni vísaði hún sérstaklega til aukinnar hervæðingar í Norður-Kóreu, Kína og Rússlandi og ógnina sem Japönum stafaði frá þeim ríkjum. 24. október 2025 15:03
Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Leiðtogum Evrópusambandsins tókst ekki að ná saman í gær um að nýta frystar eignir Rússlands til að fjármagna varnir Úkraínu. Málið strandaði á Belgíu. 24. október 2025 06:50
Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Rússneski herinn hefur um árabil komið fyrir leynilegum skynjurum á hafsbotni í norðurhöfum til að vakta skipasiglingar Atlantshafsbandalagins. Eftirlitskerfið leynilega var búið til með tækni frá Svíþjóð og öðrum Vesturlöndum. 23. október 2025 17:00