Óhjákvæmilegt Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 14. mars 2019 07:00 Það var enginn raunhæfur kostur í stöðunni fyrir Sigríði Andersen annar en að láta af störfum sem dómsmálaráðherra landsins, eins og hún áttaði sig á eftir að hafa sjálf sagt við fjölmiðla að hún myndi ekki segja af sér. Sinnaskiptin urðu nokkuð snögg, ráðherra sem kvöld eitt sagðist hvergi ætla að fara gerði það einmitt næsta dag. Sigríður segist sjálf hafa tekið ákvörðun um að stíga til hliðar, eins og hún kallar það, en þó verður að teljast líklegt að einhverjir félagar hennar í ríkisstjórn hafi lagt sitt af mörkum til að auðvelda leið hennar að réttri niðurstöðu. Það blasti við flestum að henni var ekki lengur sætt á ráðherrastóli eftir að hafa fengið á sig dóm frá Mannréttindadómstól Evrópu fyrir brot í starfi. Það vekur allmikla furðu að Sigríður tali eins og hún sé einungis að stíga tímabundið til hliðar. Það bendir óneitanlega til þess að hún átti sig ekki fyllilega á alvarleika málsins og skilji ekki stöðu sína til fulls. Svo virðist sem hún gangi með þann draum að þjóðin steingleymi hinum furðulegu gjörðum sem leiddu til þess að hún hefur nú neyðst til að stíga úr ráðherrastóli og taki hana aftur í sátt. Það mun ekki gerast. Þjóðin er búin að fá sig fullsadda af þingmönnum sem skandalísera, misstíga sig í embætti eða gera stórfelld mistök og fara síðan í frí í vikur eða mánuði og snúa svo aftur eins og ekkert sé. Auðmýkt er orð sem því miður er of algengt að sé ekki til í orðabók stjórnmálamanna. Sigríður Andersen hefur ekki sýnt vott af iðrun vegna þeirra furðulegu ákvarðana í starfi dómsmálaráðherra sem kölluðu yfir hana dóm frá Mannréttindadómstólnum. Hún gagnrýnir dómstólinn harðlega og talar af hroka og yfirlæti í stað þess að líta í eigin barm og viðurkenna mistök sín. Sama virðingarleysi sýnir Sigríður samstarfsflokkum sínum í ríkisstjórn. Aðspurð sagðist hún ekki hafa tilkynnt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um ákvörðun sína fyrir fundinn. „Hún les bara um þetta í blöðunum,“ sagði hún, rétt eins og málið kæmi forsætisráðherra landsins ekki nokkurn skapaðan hlut við. Það er eitthvað verulega brogað við þetta. Ef ráðherrar bera ekki traust til forsætisráðherra getur þetta ríkisstjórnarsamstarf ekki lifað af. Endurkoma Sigríðar Andersen í ráðherrastól er útilokuð. Samstarfsflokkarnir, Framsóknarflokkur og sérstaklega Vinstri græn, gætu aldrei nokkru sinni sætt sig við slíkt og ganga þar í takt við álit þjóðarinnar. Ráðherra sem Mannréttindadómstóll Evrópu telur hafa brotið af sér í starfi verður að hverfa úr embætti. Hann getur ekki notið stuðnings ríkisstjórnar, en Sigríður segist samt líta svo á að hún hafi þann stuðning. Hún segist njóta fulls stuðnings í eigin þingflokki, sem er merkilegt. Vissulega er gott að standa með vinum sínum en verði þeim stórkostlega á í starfi þá ber að segja þeim það og fremji þeir lögbrot ber ekki að hylma yfir það. Það var óhjákvæmilegt að Sigríður Andersen hyrfi úr þessari ríkisstjórn. kvót: Hún gagnrýnir dómstólinn harðlega og talar af hroka og yfirlæti í stað þess að líta í eigin barm og viðurkenna mistök sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Það var enginn raunhæfur kostur í stöðunni fyrir Sigríði Andersen annar en að láta af störfum sem dómsmálaráðherra landsins, eins og hún áttaði sig á eftir að hafa sjálf sagt við fjölmiðla að hún myndi ekki segja af sér. Sinnaskiptin urðu nokkuð snögg, ráðherra sem kvöld eitt sagðist hvergi ætla að fara gerði það einmitt næsta dag. Sigríður segist sjálf hafa tekið ákvörðun um að stíga til hliðar, eins og hún kallar það, en þó verður að teljast líklegt að einhverjir félagar hennar í ríkisstjórn hafi lagt sitt af mörkum til að auðvelda leið hennar að réttri niðurstöðu. Það blasti við flestum að henni var ekki lengur sætt á ráðherrastóli eftir að hafa fengið á sig dóm frá Mannréttindadómstól Evrópu fyrir brot í starfi. Það vekur allmikla furðu að Sigríður tali eins og hún sé einungis að stíga tímabundið til hliðar. Það bendir óneitanlega til þess að hún átti sig ekki fyllilega á alvarleika málsins og skilji ekki stöðu sína til fulls. Svo virðist sem hún gangi með þann draum að þjóðin steingleymi hinum furðulegu gjörðum sem leiddu til þess að hún hefur nú neyðst til að stíga úr ráðherrastóli og taki hana aftur í sátt. Það mun ekki gerast. Þjóðin er búin að fá sig fullsadda af þingmönnum sem skandalísera, misstíga sig í embætti eða gera stórfelld mistök og fara síðan í frí í vikur eða mánuði og snúa svo aftur eins og ekkert sé. Auðmýkt er orð sem því miður er of algengt að sé ekki til í orðabók stjórnmálamanna. Sigríður Andersen hefur ekki sýnt vott af iðrun vegna þeirra furðulegu ákvarðana í starfi dómsmálaráðherra sem kölluðu yfir hana dóm frá Mannréttindadómstólnum. Hún gagnrýnir dómstólinn harðlega og talar af hroka og yfirlæti í stað þess að líta í eigin barm og viðurkenna mistök sín. Sama virðingarleysi sýnir Sigríður samstarfsflokkum sínum í ríkisstjórn. Aðspurð sagðist hún ekki hafa tilkynnt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um ákvörðun sína fyrir fundinn. „Hún les bara um þetta í blöðunum,“ sagði hún, rétt eins og málið kæmi forsætisráðherra landsins ekki nokkurn skapaðan hlut við. Það er eitthvað verulega brogað við þetta. Ef ráðherrar bera ekki traust til forsætisráðherra getur þetta ríkisstjórnarsamstarf ekki lifað af. Endurkoma Sigríðar Andersen í ráðherrastól er útilokuð. Samstarfsflokkarnir, Framsóknarflokkur og sérstaklega Vinstri græn, gætu aldrei nokkru sinni sætt sig við slíkt og ganga þar í takt við álit þjóðarinnar. Ráðherra sem Mannréttindadómstóll Evrópu telur hafa brotið af sér í starfi verður að hverfa úr embætti. Hann getur ekki notið stuðnings ríkisstjórnar, en Sigríður segist samt líta svo á að hún hafi þann stuðning. Hún segist njóta fulls stuðnings í eigin þingflokki, sem er merkilegt. Vissulega er gott að standa með vinum sínum en verði þeim stórkostlega á í starfi þá ber að segja þeim það og fremji þeir lögbrot ber ekki að hylma yfir það. Það var óhjákvæmilegt að Sigríður Andersen hyrfi úr þessari ríkisstjórn. kvót: Hún gagnrýnir dómstólinn harðlega og talar af hroka og yfirlæti í stað þess að líta í eigin barm og viðurkenna mistök sín.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun