Ösku(r)dagur Bjarni Karlsson skrifar 5. mars 2019 07:00 Í þrjú þúsund ára gamalli smásögu af Jónasi í hvalnum klæðist konungurinn í Níníve hærusekk, eys yfir sig ösku og mælir svo fyrir að borgarbúar skuli gera eins og hann; iðrast ofbeldis og snúa sér frá sinni illu breytni. Það fylgir ekki öskudagssögunni frá Níníve hvert ofbeldið var en ljóst að það var komið á almannavarnastig svo að Guð sendi Jónas á svæðið með aðvörunarorð: „Eftir fjörutíu daga verður Níníve lögð í rúst.“ Umliðið sunnudagskvöld valdi íslenska þjóðin gamalt öskudagsþema fyrir Júróvissíón: „Hatrið mun sigra, Evrópa hrynja.“ Nýir og áhugaverðir listamenn hafa kvatt sér hljóðs og ljóst að þarna fer fólk sem kann til (sviðs)verka. Tónninn sem þau slá er siðferðilegur. Skellihlæjandi og í fúlustu alvöru nefna þau alhliða blekkingar, einhliða refsingar og auðtrúa aumingja. Og ég játa að þegar ég heyri fimm ára sonarson minn kyrja bjartri barnsrödd: „Flóttinn tekur enda. Tómið heimtir alla. Hatrið mun sigra!“ þá fer áður óþekktur hrollur um innyfli mín. Já, það eru nefnilega innyflin, iðrin í kviðnum, sem virkjast þegar við iðrumst. Iðrun er að vera í tengslum við eigin líffæri og þær tilfinningar sem iðrin miðla. Nínívebúar iðruðust í sekk og ösku og Guð mælti: „Ætti ég ekki að sjá aumur á Níníve, hinni miklu borg, þar sem meira en hundrað og tuttugu þúsndir manna búa, […] og að auki fjöldi dýra?“ Þannig risu Nínívemenn úr öskunni og endurheimtu tilveru sína þegar þeir höfðu iðrast og látið af ofbeldinu. Og okkar menn munu öskra á fornum Biblíuslóðum: Hatrið mun sigra Evrópa hrynja Vefur lyga Rísið úr öskunni Sameinuð sem eitt Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson Eurovision Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í þrjú þúsund ára gamalli smásögu af Jónasi í hvalnum klæðist konungurinn í Níníve hærusekk, eys yfir sig ösku og mælir svo fyrir að borgarbúar skuli gera eins og hann; iðrast ofbeldis og snúa sér frá sinni illu breytni. Það fylgir ekki öskudagssögunni frá Níníve hvert ofbeldið var en ljóst að það var komið á almannavarnastig svo að Guð sendi Jónas á svæðið með aðvörunarorð: „Eftir fjörutíu daga verður Níníve lögð í rúst.“ Umliðið sunnudagskvöld valdi íslenska þjóðin gamalt öskudagsþema fyrir Júróvissíón: „Hatrið mun sigra, Evrópa hrynja.“ Nýir og áhugaverðir listamenn hafa kvatt sér hljóðs og ljóst að þarna fer fólk sem kann til (sviðs)verka. Tónninn sem þau slá er siðferðilegur. Skellihlæjandi og í fúlustu alvöru nefna þau alhliða blekkingar, einhliða refsingar og auðtrúa aumingja. Og ég játa að þegar ég heyri fimm ára sonarson minn kyrja bjartri barnsrödd: „Flóttinn tekur enda. Tómið heimtir alla. Hatrið mun sigra!“ þá fer áður óþekktur hrollur um innyfli mín. Já, það eru nefnilega innyflin, iðrin í kviðnum, sem virkjast þegar við iðrumst. Iðrun er að vera í tengslum við eigin líffæri og þær tilfinningar sem iðrin miðla. Nínívebúar iðruðust í sekk og ösku og Guð mælti: „Ætti ég ekki að sjá aumur á Níníve, hinni miklu borg, þar sem meira en hundrað og tuttugu þúsndir manna búa, […] og að auki fjöldi dýra?“ Þannig risu Nínívemenn úr öskunni og endurheimtu tilveru sína þegar þeir höfðu iðrast og látið af ofbeldinu. Og okkar menn munu öskra á fornum Biblíuslóðum: Hatrið mun sigra Evrópa hrynja Vefur lyga Rísið úr öskunni Sameinuð sem eitt
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar