Fýlukast Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 17. september 2018 08:00 Stórstjörnum í hinum alþjóðlega íþróttaheimi fyrirgefst margt, enda gagnrýnislaus aðdáun á þeim mikil. Sumar eru nánast í guða tölu og engu er líkara en þær geti ekki gert neitt rangt. Raunin er þó önnur því skrifa mætti heilu doðrantana um þær íþróttahetjur sem hafa orðið uppvísar að ýmsu misjöfnu. Þær sleppa þó yfirleitt vel. Aðdáendum stendur til dæmis nákvæmlega á sama um það þótt forríka og glæsilega knattspyrnuhetjan þeirra sé afhjúpuð fyrir stórfelld skattsvik, eins og er stöðugt að gerast úti í hinum stóra heimi. Fótboltastjörnur eins og Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eru dáðar fyrir leikni sína á vellinum og skattsvik þeirra eru ekkert sérstaklega til umræðu og fyrirgefast fremur auðveldlega. Ekkert slær heldur á aðdáun fólks á alkunnum hórkörlum eins og Tiger Woods og Wayne Rooney. Þeir kunna jú ýmislegt fyrir sér í sinni íþróttagrein. Svo eru aðrar íþróttahetjur, dáðar um allan heim, sem kunna að lifa sómasamlega. Þær virðast hinar fullkomnu fyrirmyndir og ekkert sýnist geta steypt þeim af stallinum. Svo dag einn reynast þær versti óvinur sjálfs sín. Það henti Serenu Williams á dögunum í úrslitaleik bandaríska meistaramótsins í tennis. Hún braut tennisspaða sinn og hellti sér yfir dómarann með ópum og öskrum þegar henni varð ljóst að hún myndi ekki vinna, eins og hún virðist sjálf hafa talið fyrirfram öruggt. Það er ekki á hverjum degi sem stórstjarna sést taka æðiskast fyrir framan kvikmyndatökuvélar og þar sem þetta var ansi voldugt kast var þetta hið besta sjónvarpsefni um allan heim og endursýnt hvað eftir annað. Í stað þess að skammast sín fyrir forkastanlega framkomu hélt Williams, sem sannarlega braut reglur, því fram að dómarinn hefði svínað á henni vegna þess að hún er kona og þar að auki svört. Karlveldið hefur gríðarlega margt á samviskunni og með réttu má kenna því um ýmislegt, en í þessu máli ber það ekki sök, eins og upptökur sanna. Heimsþekkt íþróttakona, sem er vön að sigra og telur sig greinilega réttborna til þess, mætti ofjarli sínum. Það kemur kvennakúgun ekkert við. Hin japanska Naomi Osaka sigraði tennisdrottninguna á sannfærandi hátt. Hún á einnig hrós skilið fyrir að búa yfir nægum sálarstyrk til að þola frekjuköst stórstjörnunnar meðan á leik stóð. Það er sérlega aðdáunarvert vegna þess að Osaka hefur sjálf sagt að Williams sé fyrirmynd sín. Þarna var Williams þó engin fyrirmynd. Framkoma hennar var einmitt skólabókardæmi um það hvernig á ekki að bregðast við þegar ljóst er að leikurinn er að tapast. Það skrýtna í þessu máli er að engu máli virðist skipta að Williams hegðaði sér eins og fordekruð frekjudós. Í nafni kvennasamstöðu og baráttu gegn karlveldinu hefur Serena Williams verið hyllt, þrátt fyrir að hafa ítrekað brotið reglur og orðið sér til háborinnar skammar á vellinum. Þetta kallast að snúa hlutunum rækilega á hvolf. Um leið skipta staðreyndir engu máli og réttmætar áminningar og refsistig karlkynsdómara eru einungis sögð til marks um illa meðferð á konum í íþróttaheiminum. Þvílík endemis þvæla! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fastir pennar Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Stórstjörnum í hinum alþjóðlega íþróttaheimi fyrirgefst margt, enda gagnrýnislaus aðdáun á þeim mikil. Sumar eru nánast í guða tölu og engu er líkara en þær geti ekki gert neitt rangt. Raunin er þó önnur því skrifa mætti heilu doðrantana um þær íþróttahetjur sem hafa orðið uppvísar að ýmsu misjöfnu. Þær sleppa þó yfirleitt vel. Aðdáendum stendur til dæmis nákvæmlega á sama um það þótt forríka og glæsilega knattspyrnuhetjan þeirra sé afhjúpuð fyrir stórfelld skattsvik, eins og er stöðugt að gerast úti í hinum stóra heimi. Fótboltastjörnur eins og Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eru dáðar fyrir leikni sína á vellinum og skattsvik þeirra eru ekkert sérstaklega til umræðu og fyrirgefast fremur auðveldlega. Ekkert slær heldur á aðdáun fólks á alkunnum hórkörlum eins og Tiger Woods og Wayne Rooney. Þeir kunna jú ýmislegt fyrir sér í sinni íþróttagrein. Svo eru aðrar íþróttahetjur, dáðar um allan heim, sem kunna að lifa sómasamlega. Þær virðast hinar fullkomnu fyrirmyndir og ekkert sýnist geta steypt þeim af stallinum. Svo dag einn reynast þær versti óvinur sjálfs sín. Það henti Serenu Williams á dögunum í úrslitaleik bandaríska meistaramótsins í tennis. Hún braut tennisspaða sinn og hellti sér yfir dómarann með ópum og öskrum þegar henni varð ljóst að hún myndi ekki vinna, eins og hún virðist sjálf hafa talið fyrirfram öruggt. Það er ekki á hverjum degi sem stórstjarna sést taka æðiskast fyrir framan kvikmyndatökuvélar og þar sem þetta var ansi voldugt kast var þetta hið besta sjónvarpsefni um allan heim og endursýnt hvað eftir annað. Í stað þess að skammast sín fyrir forkastanlega framkomu hélt Williams, sem sannarlega braut reglur, því fram að dómarinn hefði svínað á henni vegna þess að hún er kona og þar að auki svört. Karlveldið hefur gríðarlega margt á samviskunni og með réttu má kenna því um ýmislegt, en í þessu máli ber það ekki sök, eins og upptökur sanna. Heimsþekkt íþróttakona, sem er vön að sigra og telur sig greinilega réttborna til þess, mætti ofjarli sínum. Það kemur kvennakúgun ekkert við. Hin japanska Naomi Osaka sigraði tennisdrottninguna á sannfærandi hátt. Hún á einnig hrós skilið fyrir að búa yfir nægum sálarstyrk til að þola frekjuköst stórstjörnunnar meðan á leik stóð. Það er sérlega aðdáunarvert vegna þess að Osaka hefur sjálf sagt að Williams sé fyrirmynd sín. Þarna var Williams þó engin fyrirmynd. Framkoma hennar var einmitt skólabókardæmi um það hvernig á ekki að bregðast við þegar ljóst er að leikurinn er að tapast. Það skrýtna í þessu máli er að engu máli virðist skipta að Williams hegðaði sér eins og fordekruð frekjudós. Í nafni kvennasamstöðu og baráttu gegn karlveldinu hefur Serena Williams verið hyllt, þrátt fyrir að hafa ítrekað brotið reglur og orðið sér til háborinnar skammar á vellinum. Þetta kallast að snúa hlutunum rækilega á hvolf. Um leið skipta staðreyndir engu máli og réttmætar áminningar og refsistig karlkynsdómara eru einungis sögð til marks um illa meðferð á konum í íþróttaheiminum. Þvílík endemis þvæla!
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun