Pólitísk slagsíða í kennslustofunni Davíð Snær Jónsson skrifar 19. júlí 2018 18:23 Með valdi fylgir ábyrgð. Ríkja þarf traust á milli aðila sem fara með völd í samfélaginu, þetta vitum við. Kennarar eru upp til hópa ríkisstarfsmenn, sem bera mikla ábyrgð á mótun samfélagsins og einstaklinganna innan þess. Völd og skyldur kennara eru meðal annars að slípa ófullmótaða einstaklinga og kenna þeim um réttindi, skyldur og grunngildi lífsins. Að vera hluti af samfélaginu. Þarna hafa kennarar unnið frábært starf í áratugi og er starfsstétt sem fær mitt lof fyrir sitt framtak til samfélagsins. Í samtölum mínum við framhaldsskólanema um gæði náms og námsefnis, hefur það komið til tals, hvernig sumir kennarar innræti skoðanir sínar inn í ákveðin umfjöllunarefni og leyfi ekki málefnalegri umræðu að eiga sér stað, án þess að grípa inn í og koma sínum skoðunum að. Í þessum umræðum getur umfjöllunarefnið verið allt frá deilum Ísraels og Palestínu, Trump sem forseta Bandaríkjanna eða hvernig dómurum var skipað í Landsrétt, og allt eru þetta mál þar sem engin ein skoðun er réttari en önnur. Framsetning námsefnis af hálfu kennarans skal vera höfð með þeim hætti að öll sjónarmið komi fram, svo nemandinn geti mótað sínar eigin skoðanir út frá umfangsefninu, án innrætingar og afskipta kennarans. Þekkingin skapast með því að kynna sér allar hliðar málsins og með því að geta fært rök fyrir skoðun sinni. Einstaka dæmi eru til um kennara sem koma með pólitíska slagsíðu inn í kennslustofuna og umræðurnar sem þar eiga sér stað. En það eitt er sennilega ekki eitthvað sem þarf að gera stórmál úr. Þó sumum geti þótt það vera trassaskapur. Í dag má samt sem áður finna dæmi um háværar raddir innan þjóðfélagsins sem vilja pólitíska innrætingu inn í kennslustofuna. Þessir einstaklingar vilja gera kynjafræði að skyldufagi í öllum framhaldsskólum landsins. Í kynjafræði er aðal áherslan lögð á að skoða og greina hlutverk kyns og kyngervis í samfélaginu. Einnig er fjallað um þjóðerni og stétt út frá sjónarhóli kynjafræðinnar, ásamt birtingarmynd valdatogstreitu í samfélaginu. Dæmi um umfjöllunarefni er t.d. feðraveldið og önnur góð og gild hugtök. Stefna SÍF er að kynjafræði verði gerð að skyldufagi í öllum framhaldsskólum landsins. Ef að kynjafræði verður gerð að skyldufagi í framhaldsskólum má spyrja sig að því af hverju það eigi ekki að gera marxísk fræði að skyldufagi líka, svo eitthvað dæmi sé nefnt. Því kynjafræði er eins og marxísku fræðin, pólitísk hugmyndafræði. Höldum áfram að gera vel á sviði jafnréttismála, hægt er að láta nemendafélög og skólayfirvöld vinna saman að ýmsum verkefnum tengdum jafnrétti, í stað þess að skylda alla að nema pólitíska hugmyndafræði. Samfélagið er á réttri vegferð í jafnréttismálum, við erum að gera vel og við munum gera enn betur á komandi árum. Kynjafræði sem skyldufag er ekki töfralausnin.Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Með valdi fylgir ábyrgð. Ríkja þarf traust á milli aðila sem fara með völd í samfélaginu, þetta vitum við. Kennarar eru upp til hópa ríkisstarfsmenn, sem bera mikla ábyrgð á mótun samfélagsins og einstaklinganna innan þess. Völd og skyldur kennara eru meðal annars að slípa ófullmótaða einstaklinga og kenna þeim um réttindi, skyldur og grunngildi lífsins. Að vera hluti af samfélaginu. Þarna hafa kennarar unnið frábært starf í áratugi og er starfsstétt sem fær mitt lof fyrir sitt framtak til samfélagsins. Í samtölum mínum við framhaldsskólanema um gæði náms og námsefnis, hefur það komið til tals, hvernig sumir kennarar innræti skoðanir sínar inn í ákveðin umfjöllunarefni og leyfi ekki málefnalegri umræðu að eiga sér stað, án þess að grípa inn í og koma sínum skoðunum að. Í þessum umræðum getur umfjöllunarefnið verið allt frá deilum Ísraels og Palestínu, Trump sem forseta Bandaríkjanna eða hvernig dómurum var skipað í Landsrétt, og allt eru þetta mál þar sem engin ein skoðun er réttari en önnur. Framsetning námsefnis af hálfu kennarans skal vera höfð með þeim hætti að öll sjónarmið komi fram, svo nemandinn geti mótað sínar eigin skoðanir út frá umfangsefninu, án innrætingar og afskipta kennarans. Þekkingin skapast með því að kynna sér allar hliðar málsins og með því að geta fært rök fyrir skoðun sinni. Einstaka dæmi eru til um kennara sem koma með pólitíska slagsíðu inn í kennslustofuna og umræðurnar sem þar eiga sér stað. En það eitt er sennilega ekki eitthvað sem þarf að gera stórmál úr. Þó sumum geti þótt það vera trassaskapur. Í dag má samt sem áður finna dæmi um háværar raddir innan þjóðfélagsins sem vilja pólitíska innrætingu inn í kennslustofuna. Þessir einstaklingar vilja gera kynjafræði að skyldufagi í öllum framhaldsskólum landsins. Í kynjafræði er aðal áherslan lögð á að skoða og greina hlutverk kyns og kyngervis í samfélaginu. Einnig er fjallað um þjóðerni og stétt út frá sjónarhóli kynjafræðinnar, ásamt birtingarmynd valdatogstreitu í samfélaginu. Dæmi um umfjöllunarefni er t.d. feðraveldið og önnur góð og gild hugtök. Stefna SÍF er að kynjafræði verði gerð að skyldufagi í öllum framhaldsskólum landsins. Ef að kynjafræði verður gerð að skyldufagi í framhaldsskólum má spyrja sig að því af hverju það eigi ekki að gera marxísk fræði að skyldufagi líka, svo eitthvað dæmi sé nefnt. Því kynjafræði er eins og marxísku fræðin, pólitísk hugmyndafræði. Höldum áfram að gera vel á sviði jafnréttismála, hægt er að láta nemendafélög og skólayfirvöld vinna saman að ýmsum verkefnum tengdum jafnrétti, í stað þess að skylda alla að nema pólitíska hugmyndafræði. Samfélagið er á réttri vegferð í jafnréttismálum, við erum að gera vel og við munum gera enn betur á komandi árum. Kynjafræði sem skyldufag er ekki töfralausnin.Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun