Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar 29. október 2025 13:32 Mér hefur verið tíðrætt um skiptistöðina í Mjódd, meðal annars vegna þess að ástand skiptistöðvarinnar lýsir svo vel áherslum vinstri-meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur um langa hríð – bjástrað er við gæluverkefni en minni áhersla lögð á að veita borgarbúum úrvals grunnþjónustu. En sei, sei, vertu rólegur Helgi, síðan frá mars á þessu ári hefur verið að störfum stýrihópur um málefni skiptistöðvarinnar í Mjódd! Sagan rifjuð upp Svo sem rakið hefur í eldri skrifum mínum um málefni skiptistöðvarinnar í Mjódd hefur Reykjavíkurborg borið ábyrgð á rekstri skiptistöðvarinnar síðan árið 2015 en þá hætti Strætó bs. að koma nálægt rekstri skiptistöðva almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Allar götur síðan 2016 hafa borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lagt fram margvíslegar tillögur til að bæta ástandið á þessari stærstu skiptistöð landsins. Þeim tillögum hefur verið mætt af fálæti af vinstri-meirihlutum hvers tíma. Hvers vegna að stinga niður penna núna? Ástæða þess að ég sting núna niður penna er að ég fékk í hendur ótvíræð sönnunargögn um eignaspjöll unglinga sem höfðust við í skiptistöðinni að kvöldi til í upphafi þessarar viku. Ungmennin, sem voru allmörg, virðast hafa tekið pókemon vörur ófrjálsri hendi úr sjálfsafgreiðslukassa ásamt því að valda skemmdum á kassanum. Fyrir utan að valda tjóni hefur háttsemi af þessum toga í för með sér að notendur skiptistöðvarinnar upplifi sig ekki örugga. Það sama á við um þá sem sinna verslunarrekstri á skiptistöðinni. Það er áskorun fyrir þá, sem verða fyrir tjóni vegna svona smáþjófnaðar og eignaspjalla, að eiga í samskiptum við lögreglu. Það er hins vegar ein höfuðskylda borgarinnar að tryggja umgjörð um skiptistöðina þannig að allir sem um hana fara hafi sterka öryggistilfinningu. Þess vegna hefur sú tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins legið lengi fyrir að á skiptistöðinni starfi öryggisvörður allan tímann sem stöðin er opin, eða að slík öryggisgæsla sé að lágmarki viðhöfð þegar búið er að loka verslun stöðvarinnar, það er, á kvöldin. Slík sýnileg öryggisgæsla hefur fælingarmátt, öryggismyndavélar duga ekki einar og sér. Krafan er einföld Laga þarf svo margt í umhverfi skiptistöðvarinnar í Mjódd. Sú krafa er hins vegar einföld og auðveldlega framkvæmanleg að bæta öryggisgæslu skiptistöðvarinnar. Til þess þarf ekki stýrihóp frá Reykjavíkurborg. Nær væri að láta verkin tala. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mjódd Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Mér hefur verið tíðrætt um skiptistöðina í Mjódd, meðal annars vegna þess að ástand skiptistöðvarinnar lýsir svo vel áherslum vinstri-meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur um langa hríð – bjástrað er við gæluverkefni en minni áhersla lögð á að veita borgarbúum úrvals grunnþjónustu. En sei, sei, vertu rólegur Helgi, síðan frá mars á þessu ári hefur verið að störfum stýrihópur um málefni skiptistöðvarinnar í Mjódd! Sagan rifjuð upp Svo sem rakið hefur í eldri skrifum mínum um málefni skiptistöðvarinnar í Mjódd hefur Reykjavíkurborg borið ábyrgð á rekstri skiptistöðvarinnar síðan árið 2015 en þá hætti Strætó bs. að koma nálægt rekstri skiptistöðva almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Allar götur síðan 2016 hafa borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lagt fram margvíslegar tillögur til að bæta ástandið á þessari stærstu skiptistöð landsins. Þeim tillögum hefur verið mætt af fálæti af vinstri-meirihlutum hvers tíma. Hvers vegna að stinga niður penna núna? Ástæða þess að ég sting núna niður penna er að ég fékk í hendur ótvíræð sönnunargögn um eignaspjöll unglinga sem höfðust við í skiptistöðinni að kvöldi til í upphafi þessarar viku. Ungmennin, sem voru allmörg, virðast hafa tekið pókemon vörur ófrjálsri hendi úr sjálfsafgreiðslukassa ásamt því að valda skemmdum á kassanum. Fyrir utan að valda tjóni hefur háttsemi af þessum toga í för með sér að notendur skiptistöðvarinnar upplifi sig ekki örugga. Það sama á við um þá sem sinna verslunarrekstri á skiptistöðinni. Það er áskorun fyrir þá, sem verða fyrir tjóni vegna svona smáþjófnaðar og eignaspjalla, að eiga í samskiptum við lögreglu. Það er hins vegar ein höfuðskylda borgarinnar að tryggja umgjörð um skiptistöðina þannig að allir sem um hana fara hafi sterka öryggistilfinningu. Þess vegna hefur sú tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins legið lengi fyrir að á skiptistöðinni starfi öryggisvörður allan tímann sem stöðin er opin, eða að slík öryggisgæsla sé að lágmarki viðhöfð þegar búið er að loka verslun stöðvarinnar, það er, á kvöldin. Slík sýnileg öryggisgæsla hefur fælingarmátt, öryggismyndavélar duga ekki einar og sér. Krafan er einföld Laga þarf svo margt í umhverfi skiptistöðvarinnar í Mjódd. Sú krafa er hins vegar einföld og auðveldlega framkvæmanleg að bæta öryggisgæslu skiptistöðvarinnar. Til þess þarf ekki stýrihóp frá Reykjavíkurborg. Nær væri að láta verkin tala. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun