Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson og Rósa Líf Darradóttir skrifa 29. október 2025 12:16 Blóðtaka úr fylfullum hryssum og framleiðsla á PMSG hormóninu var haustið 2023 felld undir reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, 460/2017. Það var gert í kjölfar þess að íslensk stjórnvöld fengu formlegt áminningarbréf og ítarlega álitsgerð frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) um framkvæmd blóðtöku á Íslandi. Niðurstaða álitsins var sú að tilskipun um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, Directive on the protection of animals used for scientific purposes 2010/63, ætti að gilda um starfsemina. Jafnframt að starfsemin væri ekki í samræmi við tilskipunina og að með blóðtökunni væru reglur um meðferð tilraunadýra þverbrotnar. Hér á landi gildir ofangreind reglugerð nr. 460/2017 í samræmi við þessa tilskipun. Árið 2020 hlífði MAST, líftæknifyrirtækinu Ísteka, þeim skilyrðum sem reglugerð um notkun dýra í vísindaskyni felur í sér með því að flokka starfsemina ranglega sem hefðbundinn landbúnað. Þannig sviptu stjórnvöld hryssurnar þeirri vernd sem þeim bar að njóta samkvæmt lögum. Ísteka hefur haft gilt starfsleyfi á grunni reglugerðar 900/2022 sem er fallin úr gildi ásamt leyfinu sem rann út í byrjun október 2025. En nú njóta hryssurnar meiri verndar í skjóli reglugerðar 460/2017. Það mun hafa afleiðingar fyrir starfsemi Ísteka. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa mótmælt harðlega því að dýrin njóti þeirrar auknu verndar sem reglugerð 460/2017 skapar þeim og standa nú í málaferlum við íslenska ríkið vegna þessa. Þeir halda því fram að starfsemin sé landbúnaður og eigi að hlíta sömu reglum og gildi um hann. Í áliti sínu rökstuddi ESA rækilega afstöðu sína til þess að blóðmeraiðnaður falli utan hefðbundins landbúnaðar og að blóðtaka úr fylfullum hryssum teljist inngrip í vísindaskyni. Starfsemin tengist framleiðslu lyfja (PMSG) þar sem notuð er líftækni sem byggir á vísindalegum og tæknilegum grunni. Rakið er að reglur um tilraunadýr beri ekki eingöngu að ná utan um þröngt skilgreindar dýratilraunir. Heldur nái einnig utan um starfsemi sem byggir á vísindalegum aðferðum. Þrenns konar inngrip á dýri falla undir reglur um tilraunadýr: Inngrip sem tengist tilraunum í vísindaskyni Inngrip sem tengjast öðru vísindastarfi Inngrip sem tengjast menntun Ef inngrip á dýri uppfyllir eitt af ofangreindum skilyrðum og veldur dýrinu sársauka, þjáningu, streitu eða varanlegum skaða sem er jafnmikill eða meiri en það sem stunga með nál framkvæmd með færni dýralæknis gerir. Þá eiga tilskipanir og reglur um tilraunir á dýrum í vísindaskyni að gilda og dýrin að njóta verndar í samræmi við þær. Blóðtaka úr fylfullum hryssum fellur undir inngrip 2) og veldur dýrunum sársauka, ofsahræðslu og er þeim hættuleg. Í álitinu er bent á að eingöngu dýralæknir megi framkvæma blóðtöku úr hryssunum. Um inngrip í hjarta og æðakerfi dýrsins sé að ræða, með tilheyrandi áhrifum á lífeðlisfræðilega starfsemi þess og er ekki í lækningaskyni.Blóð er lífsnauðsynlegur vessi í hjarta og æðakerfi spendýra. Hraðar breytingar á rúmmáli þess eru lífshættulegar og blóðtakan er hryssunum hættuleg þar sem afar mikið blóð er tekið í hvert sinn. Notuð er svo gróf nál við blóðtökuna að þörf er á staðdeyfingu húðar fyrir inngripið. Í áliti ESA er sérstaklega tekið fram að staðdeyfing eigi ekki að hafa áhrif á mat sársauka við inngripið og þannig komast hjá því að heyra undir reglur og tilskipanir um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Að því sögðu er ljóst að blóðtaka úr fylfullum hryssum fellur með réttu undir reglugerð 460/2017,um vernd dýra sem eru notuð í vísindaskyni. Það eru fjárhagslegir hagsmunir í húfi fyrir Ísteka sem reynir enn og aftur að komast hjá því að reglugerð 460/2017 gildi um starfsemi þeirra. Nú í formi málaferla við íslenska ríkið eins og áður segir. Það er afar mikilvægt að stjórnvöld skýri afstöðu sína og standi vörð um markmið tilskipunarinnar um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, Directive on the protection of animals used for scientific purposes 2010/63. Það er einboðið að Íslandi verði stefnt ákveði það að fara ekki eftir skýrum reglum um tilraunadýr og það er nokkuð ljóst hvernig það mál mun fara fyrir dómstólum. Blóðmerahald heyrir sögunni til. Höfundar eru Rósa Líf Darradóttir, læknir og formaður Samtaka um dýravelferð, og Guðrún Scheving Thorsteinsson læknir og meðlimur Samtaka um dýravelferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Líf Darradóttir Blóðmerahald Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Blóðtaka úr fylfullum hryssum og framleiðsla á PMSG hormóninu var haustið 2023 felld undir reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, 460/2017. Það var gert í kjölfar þess að íslensk stjórnvöld fengu formlegt áminningarbréf og ítarlega álitsgerð frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) um framkvæmd blóðtöku á Íslandi. Niðurstaða álitsins var sú að tilskipun um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, Directive on the protection of animals used for scientific purposes 2010/63, ætti að gilda um starfsemina. Jafnframt að starfsemin væri ekki í samræmi við tilskipunina og að með blóðtökunni væru reglur um meðferð tilraunadýra þverbrotnar. Hér á landi gildir ofangreind reglugerð nr. 460/2017 í samræmi við þessa tilskipun. Árið 2020 hlífði MAST, líftæknifyrirtækinu Ísteka, þeim skilyrðum sem reglugerð um notkun dýra í vísindaskyni felur í sér með því að flokka starfsemina ranglega sem hefðbundinn landbúnað. Þannig sviptu stjórnvöld hryssurnar þeirri vernd sem þeim bar að njóta samkvæmt lögum. Ísteka hefur haft gilt starfsleyfi á grunni reglugerðar 900/2022 sem er fallin úr gildi ásamt leyfinu sem rann út í byrjun október 2025. En nú njóta hryssurnar meiri verndar í skjóli reglugerðar 460/2017. Það mun hafa afleiðingar fyrir starfsemi Ísteka. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa mótmælt harðlega því að dýrin njóti þeirrar auknu verndar sem reglugerð 460/2017 skapar þeim og standa nú í málaferlum við íslenska ríkið vegna þessa. Þeir halda því fram að starfsemin sé landbúnaður og eigi að hlíta sömu reglum og gildi um hann. Í áliti sínu rökstuddi ESA rækilega afstöðu sína til þess að blóðmeraiðnaður falli utan hefðbundins landbúnaðar og að blóðtaka úr fylfullum hryssum teljist inngrip í vísindaskyni. Starfsemin tengist framleiðslu lyfja (PMSG) þar sem notuð er líftækni sem byggir á vísindalegum og tæknilegum grunni. Rakið er að reglur um tilraunadýr beri ekki eingöngu að ná utan um þröngt skilgreindar dýratilraunir. Heldur nái einnig utan um starfsemi sem byggir á vísindalegum aðferðum. Þrenns konar inngrip á dýri falla undir reglur um tilraunadýr: Inngrip sem tengist tilraunum í vísindaskyni Inngrip sem tengjast öðru vísindastarfi Inngrip sem tengjast menntun Ef inngrip á dýri uppfyllir eitt af ofangreindum skilyrðum og veldur dýrinu sársauka, þjáningu, streitu eða varanlegum skaða sem er jafnmikill eða meiri en það sem stunga með nál framkvæmd með færni dýralæknis gerir. Þá eiga tilskipanir og reglur um tilraunir á dýrum í vísindaskyni að gilda og dýrin að njóta verndar í samræmi við þær. Blóðtaka úr fylfullum hryssum fellur undir inngrip 2) og veldur dýrunum sársauka, ofsahræðslu og er þeim hættuleg. Í álitinu er bent á að eingöngu dýralæknir megi framkvæma blóðtöku úr hryssunum. Um inngrip í hjarta og æðakerfi dýrsins sé að ræða, með tilheyrandi áhrifum á lífeðlisfræðilega starfsemi þess og er ekki í lækningaskyni.Blóð er lífsnauðsynlegur vessi í hjarta og æðakerfi spendýra. Hraðar breytingar á rúmmáli þess eru lífshættulegar og blóðtakan er hryssunum hættuleg þar sem afar mikið blóð er tekið í hvert sinn. Notuð er svo gróf nál við blóðtökuna að þörf er á staðdeyfingu húðar fyrir inngripið. Í áliti ESA er sérstaklega tekið fram að staðdeyfing eigi ekki að hafa áhrif á mat sársauka við inngripið og þannig komast hjá því að heyra undir reglur og tilskipanir um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Að því sögðu er ljóst að blóðtaka úr fylfullum hryssum fellur með réttu undir reglugerð 460/2017,um vernd dýra sem eru notuð í vísindaskyni. Það eru fjárhagslegir hagsmunir í húfi fyrir Ísteka sem reynir enn og aftur að komast hjá því að reglugerð 460/2017 gildi um starfsemi þeirra. Nú í formi málaferla við íslenska ríkið eins og áður segir. Það er afar mikilvægt að stjórnvöld skýri afstöðu sína og standi vörð um markmið tilskipunarinnar um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, Directive on the protection of animals used for scientific purposes 2010/63. Það er einboðið að Íslandi verði stefnt ákveði það að fara ekki eftir skýrum reglum um tilraunadýr og það er nokkuð ljóst hvernig það mál mun fara fyrir dómstólum. Blóðmerahald heyrir sögunni til. Höfundar eru Rósa Líf Darradóttir, læknir og formaður Samtaka um dýravelferð, og Guðrún Scheving Thorsteinsson læknir og meðlimur Samtaka um dýravelferð.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar