Aumingjaskapur Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 9. júlí 2018 06:00 Þjóðinni er fyrir löngu orðið ljóst að ekki er fullkomlega hægt að treysta á að stjórnvöld haldi vöku sinni í mikilvægum málum. Stundum er einfaldlega eins og þau séu úti á þekju. Þá þarf að vekja þau til lífsins og það getur kostað átak. Þetta sýnir sig í mörgu, en ekki síst þegar kemur að því að slá skjaldborg um náttúru landsins. Þá slær jafnvel þögn á málgefnustu stjórnmálamenn sem kjósa að vera stikkfrí. Á dögunum tók Björn Halldórsson, bóndi á Akri í Vopnafirði, að sér að ávíta stjórnvöld. Þar vann hann þarft verk. Björn benti á að erlendur auðmaður hefur keypt upp heilu jarðirnar hér á landi án þess að brugðist væri við. Björn sagði það vera aumingjaskap dauðans að ekki skyldi tryggt að verðmætt land og landsvæði væru í eigu þjóðarinnar. Björn bóndi er þarna á sömu slóðum og hinn skeleggi Ögmundur Jónasson sem fyrir tæpum tveimur árum sagði það „órækan vitnisburð um vesaldóm íslenskra stjórnvalda“ að hafa heimilað sölu Grímsstaða á Fjöllum til þessa sama auðmanns, sem er víst stöðugt að færa út kvíarnar hér á landi. Það getur ekki verið óskastaða að auðmenn eignist hér stór landsvæði. Samt er það látið óátalið. Þegar kemur að varðveislu landsvæða og sjálfsagðri náttúruvernd er andvaraleysi ráðamanna landsins æpandi. Það hefði átt að vera akkur í því að fá í ríkisstjórn Vinstri græn, flokk sem kennir sig við umhyggju gagnvart náttúru landsins og flaggar náttúruverndarsjónarmiðum óspart á landsfundum. Flokkurinn virðist hins vegar hafa afar takmarkaðan áhuga á að beita sér í þágu íslenskrar náttúru í ríkisstjórnarsamstarfi með tveimur enn áhugalausari samstarfsflokkum. Vinstri græn virtust vera á réttri leið í upphafi ríkisstjórnarsamstarfsins þegar sóttur var í stól umhverfisráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson, þekktur umhverfisverndarsinni. Innan ríkisstjórnarinnar er samt eins og þess sé alls ekki óskað að hann taki starf sitt alvarlega heldur verði til friðs. Áhugafólk um pólitík bíður spennt eftir því hvort umhverfisráðherra taki hag landsins, og þar með þjóðarinnar, fram yfir friðsælt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Ráðherranum virðist ætlað að vera upp á punt í þessari ríkisstjórn. Vonandi mun hann ekki sætta sig við það hlutskipti. Aftur skal vitnað í Björn Halldórsson bónda sem í viðtali furðaði sig á því að ekki skuli horft fram í tímann. Verði ekkert gert til að koma í veg fyrir að erlendir auðmenn eignist hér stór landsvæði mun kynslóðinni sem nú er að vaxa úr grasi og þeim kynslóðum sem á eftir koma bregða verulega í brún þegar þeim verður ljós sú staðreynd að skammsýnir stjórnmálamenn sátu aðgerðarlausir og áhugalausir hjá meðan erlendir auðkýfingar hrifsuðu til sín dýrmæt landsvæði. Íslensk stjórnvöld geta enn brugðist við. Svo er annað mál hvort þau kæri sig um það. Kannski vilja þau viðhalda aumingjaskapnum og hafa engan áhuga á að hrista af sér vesaldóminn. Þá er illa komið fyrir þeim, en enn verr komið fyrir þjóðinni sem kaus þau yfir sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Þjóðinni er fyrir löngu orðið ljóst að ekki er fullkomlega hægt að treysta á að stjórnvöld haldi vöku sinni í mikilvægum málum. Stundum er einfaldlega eins og þau séu úti á þekju. Þá þarf að vekja þau til lífsins og það getur kostað átak. Þetta sýnir sig í mörgu, en ekki síst þegar kemur að því að slá skjaldborg um náttúru landsins. Þá slær jafnvel þögn á málgefnustu stjórnmálamenn sem kjósa að vera stikkfrí. Á dögunum tók Björn Halldórsson, bóndi á Akri í Vopnafirði, að sér að ávíta stjórnvöld. Þar vann hann þarft verk. Björn benti á að erlendur auðmaður hefur keypt upp heilu jarðirnar hér á landi án þess að brugðist væri við. Björn sagði það vera aumingjaskap dauðans að ekki skyldi tryggt að verðmætt land og landsvæði væru í eigu þjóðarinnar. Björn bóndi er þarna á sömu slóðum og hinn skeleggi Ögmundur Jónasson sem fyrir tæpum tveimur árum sagði það „órækan vitnisburð um vesaldóm íslenskra stjórnvalda“ að hafa heimilað sölu Grímsstaða á Fjöllum til þessa sama auðmanns, sem er víst stöðugt að færa út kvíarnar hér á landi. Það getur ekki verið óskastaða að auðmenn eignist hér stór landsvæði. Samt er það látið óátalið. Þegar kemur að varðveislu landsvæða og sjálfsagðri náttúruvernd er andvaraleysi ráðamanna landsins æpandi. Það hefði átt að vera akkur í því að fá í ríkisstjórn Vinstri græn, flokk sem kennir sig við umhyggju gagnvart náttúru landsins og flaggar náttúruverndarsjónarmiðum óspart á landsfundum. Flokkurinn virðist hins vegar hafa afar takmarkaðan áhuga á að beita sér í þágu íslenskrar náttúru í ríkisstjórnarsamstarfi með tveimur enn áhugalausari samstarfsflokkum. Vinstri græn virtust vera á réttri leið í upphafi ríkisstjórnarsamstarfsins þegar sóttur var í stól umhverfisráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson, þekktur umhverfisverndarsinni. Innan ríkisstjórnarinnar er samt eins og þess sé alls ekki óskað að hann taki starf sitt alvarlega heldur verði til friðs. Áhugafólk um pólitík bíður spennt eftir því hvort umhverfisráðherra taki hag landsins, og þar með þjóðarinnar, fram yfir friðsælt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Ráðherranum virðist ætlað að vera upp á punt í þessari ríkisstjórn. Vonandi mun hann ekki sætta sig við það hlutskipti. Aftur skal vitnað í Björn Halldórsson bónda sem í viðtali furðaði sig á því að ekki skuli horft fram í tímann. Verði ekkert gert til að koma í veg fyrir að erlendir auðmenn eignist hér stór landsvæði mun kynslóðinni sem nú er að vaxa úr grasi og þeim kynslóðum sem á eftir koma bregða verulega í brún þegar þeim verður ljós sú staðreynd að skammsýnir stjórnmálamenn sátu aðgerðarlausir og áhugalausir hjá meðan erlendir auðkýfingar hrifsuðu til sín dýrmæt landsvæði. Íslensk stjórnvöld geta enn brugðist við. Svo er annað mál hvort þau kæri sig um það. Kannski vilja þau viðhalda aumingjaskapnum og hafa engan áhuga á að hrista af sér vesaldóminn. Þá er illa komið fyrir þeim, en enn verr komið fyrir þjóðinni sem kaus þau yfir sig.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar