Margar eru skýrslurnar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 12. apríl 2018 10:00 „Ráðherra hefur skipað nefnd,“ er setning sem hljómar ofur kunnuglega í eyrum landsmanna. Nefndir og skýrslur eru nefnilega ær og kýr ráðherra. Það er eins og stjórnvöldum finnist að ekki sé hægt að taka á vanda fyrr en búið sé að kortleggja hann í skýrslu, jafnvel þótt hann blasi við öllum. Af þessu leiðir að hinar óteljandi nefndir skila iðulega niðurstöðum sem geta ekki flokkast öðruvísi en sem almenn tíðindi. Enn ein skýrslan leit dagsins ljós á dögunum. Það er skýrsla um þolmörk ferðamennsku, sem Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, hefur lagt fram á Alþingi. Eins og oft kemur fyrir í skýrslum eru í þessari skýrslu sögð óskemmtileg tíðindi sem koma þó engan veginn á óvart. Niðurstaðan er sú að álagið á ýmsar náttúruperlur og friðlýst svæði vegna ágangs ferðamanna sé orðið svo mikið að staðirnir séu hreinlega í hættu. Þar skorti stýringu, vörslu og vöktun. Ekki flokkast þetta sem stórfréttir. Landsmenn hafa gert sér grein fyrir þessari stöðu mála í nokkurn tíma og ekki hefði hún átt að fara fram hjá stjórnvöldum. En í þessum málum, eins og of mörgum öðrum, er lítið gert. Það bitnar á náttúru landsins. Ekki þarf annað en að leggja leið sína að Geysi og Gullfossi til að sjá hversu illa leiknir þessir staðir eru og hið sama á við um fjölmörg önnur svæði. Þessi eyðilegging varð ekki á einum degi heldur á löngum tíma þannig að næg tækifæri hefðu átt að vera til aðgerða. Það er alkunn staðreynd að náttúran er viðkvæm og þarfnast verndar fyrir ágangi. Þegar kemur að ferðamennsku hér á landi hefur gróðasjónarmið of oft verið sett í forgang, reyndar svo mjög að stundum hefur virst sem náttúruspjöll séu einfaldlega flokkuð sem ákveðinn fórnarkostnaður. Eða hvernig má öðruvísi skýra það hversu hægt gengur að grípa til aðgerða, þótt alvara málsins sé ljós? Ferðamálaráðherra boðar aðgerðir en segir um leið að málið sé flókið, til dæmis sé óljóst hver beri ábyrgðina, sum svæði séu í eigu ríkisins en önnur í eigu sveitarfélaga og einstaklinga. Ekki hljómar þetta svo ofur flókið, þarna þurfa ríki, sveitarfélög og einstaklingar einfaldlega að leggjast á eitt. Örugglega eru þar einhverjir sem eru einungis með gróðasjónarmið í huga en ekki náttúruvernd, en það er einnig hagur peningaaflanna að náttúran fái að njóta sín. Ferðamenn koma til að sjá náttúruna og dást að henni og eru tilbúnir að greiða fyrir þá upplifun. Það er sameiginlegur hagur allra, bæði náttúruverndarsinna og gróðahyggjumanna, að vernda íslenska náttúru. Það er síðan fullkomlega ljóst hverjir bera siðferðilega ábyrgð á íslenskri náttúru. Það gerum við öll. Það er skylda okkar að hlúa að náttúru landsins og vernda hana. Það verður eilífur smánarblettur á þessari þjóð ef hún ætlar að horfa aðgerðarlaus upp á eyðileggingu á náttúruperlum landsins. Grípa þarf til aðgerða og það strax. Við getum ekki beðið lengur. Flóknara er það nú ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Sjá meira
„Ráðherra hefur skipað nefnd,“ er setning sem hljómar ofur kunnuglega í eyrum landsmanna. Nefndir og skýrslur eru nefnilega ær og kýr ráðherra. Það er eins og stjórnvöldum finnist að ekki sé hægt að taka á vanda fyrr en búið sé að kortleggja hann í skýrslu, jafnvel þótt hann blasi við öllum. Af þessu leiðir að hinar óteljandi nefndir skila iðulega niðurstöðum sem geta ekki flokkast öðruvísi en sem almenn tíðindi. Enn ein skýrslan leit dagsins ljós á dögunum. Það er skýrsla um þolmörk ferðamennsku, sem Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, hefur lagt fram á Alþingi. Eins og oft kemur fyrir í skýrslum eru í þessari skýrslu sögð óskemmtileg tíðindi sem koma þó engan veginn á óvart. Niðurstaðan er sú að álagið á ýmsar náttúruperlur og friðlýst svæði vegna ágangs ferðamanna sé orðið svo mikið að staðirnir séu hreinlega í hættu. Þar skorti stýringu, vörslu og vöktun. Ekki flokkast þetta sem stórfréttir. Landsmenn hafa gert sér grein fyrir þessari stöðu mála í nokkurn tíma og ekki hefði hún átt að fara fram hjá stjórnvöldum. En í þessum málum, eins og of mörgum öðrum, er lítið gert. Það bitnar á náttúru landsins. Ekki þarf annað en að leggja leið sína að Geysi og Gullfossi til að sjá hversu illa leiknir þessir staðir eru og hið sama á við um fjölmörg önnur svæði. Þessi eyðilegging varð ekki á einum degi heldur á löngum tíma þannig að næg tækifæri hefðu átt að vera til aðgerða. Það er alkunn staðreynd að náttúran er viðkvæm og þarfnast verndar fyrir ágangi. Þegar kemur að ferðamennsku hér á landi hefur gróðasjónarmið of oft verið sett í forgang, reyndar svo mjög að stundum hefur virst sem náttúruspjöll séu einfaldlega flokkuð sem ákveðinn fórnarkostnaður. Eða hvernig má öðruvísi skýra það hversu hægt gengur að grípa til aðgerða, þótt alvara málsins sé ljós? Ferðamálaráðherra boðar aðgerðir en segir um leið að málið sé flókið, til dæmis sé óljóst hver beri ábyrgðina, sum svæði séu í eigu ríkisins en önnur í eigu sveitarfélaga og einstaklinga. Ekki hljómar þetta svo ofur flókið, þarna þurfa ríki, sveitarfélög og einstaklingar einfaldlega að leggjast á eitt. Örugglega eru þar einhverjir sem eru einungis með gróðasjónarmið í huga en ekki náttúruvernd, en það er einnig hagur peningaaflanna að náttúran fái að njóta sín. Ferðamenn koma til að sjá náttúruna og dást að henni og eru tilbúnir að greiða fyrir þá upplifun. Það er sameiginlegur hagur allra, bæði náttúruverndarsinna og gróðahyggjumanna, að vernda íslenska náttúru. Það er síðan fullkomlega ljóst hverjir bera siðferðilega ábyrgð á íslenskri náttúru. Það gerum við öll. Það er skylda okkar að hlúa að náttúru landsins og vernda hana. Það verður eilífur smánarblettur á þessari þjóð ef hún ætlar að horfa aðgerðarlaus upp á eyðileggingu á náttúruperlum landsins. Grípa þarf til aðgerða og það strax. Við getum ekki beðið lengur. Flóknara er það nú ekki.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun