Um konur: hina ófullkomnu menn Ragnhildur Helga Hannesdóttir skrifar 28. nóvember 2017 07:00 Aristóteles sagði eitt sinn að konur væru karlar sem ekki hefðu náð nægum þroska í móðurkviði. Það ástand að vera kona væri einskonar fæðingargalli - náttúrulegur fæðingargalli sem henti um helming mannkyns. Konur væru sem sagt, í grunninn, ófullskapaðir menn. Stundum virðist sem þessi hugsunarháttur Aristótelesar lifi enn góðu lífi. Aðspurður hvert leyndarmál hans við að skrifa sannfærandi kvenkaraktera væri, svaraði George R. R. Martin (rithöfundur hinna frægu Game of Thrones bóka): „Ég hef alltaf litið á konur sem manneskjur“. Þessa hugsun er þó ekki að finna hjá öllum. Það eitt og sér að það veki athygli að George skrifi trúverðuga kvenkaraktera gefur okkur vísbendingu um hvert normið er. Enn sterkari skilaboð eru þó niðurstöður Bechdel prófsins svokallaða í kvikmyndum. Til þess að standast Bechdel prófið verða að vera 1) tveir kvenkarakterar sem eru 2) nafngreindir og 3) tala saman um eitthvað annað en karlmann. Maður myndi halda að þessum skilyrðum væri ekki erfitt að mæta. Ekki miðað það við að konur eru einfaldlega jafn margslungnar manneskjur og hinn helmingur mannkyns, sem er eilítið líffræðilega frábrugðinn þeim. Raunin er sú að aðeins rétt rúmur helmingur kvikmynda stenst prófið. Það að tæpur helmingur kvikmynda fellur á þessu prófi segir okkur að í nærri helmingi mynda komi ekki kvenkarakter við sögu sem fær að vera fullsköpuð persóna. Of oft í sögum birtast konur okkur sem einhverskonar hlutir eða tól sem styðja við markmið og ævintýri annars karakters sem er karlkyns. Þær eru þannig karakterar í styðjandi hlutverki sem hafa ekki sínar eigin langanir eða þrár. Þetta mynstur einskorðast þó ekki við bíómyndir og bókmenntir. Þegar skoðaðar eru birtingarmyndir kynbundins ofbeldis sjáum við því miður kunnugleg stef. Þegar konur og stúlkur eru, eins og við sjáum út um allan heim, neyddar í hjónaband eða þær seldar mansali er farið með þær sem nytjahlut. Þeirra eigin langanir, markmið og upplifanir eru hunsaðar og þær verða aukaleikarar í eigin lífi, til stuðnings við aðra aðila sem vilja eigna sér þær eða græða á þeim. Það sama á sér stað þegar konur taka til allskonar varúðarráðstafana til þess að verða ekki fyrir ofbeldi. Þessi hegðun er samfélagslega samþykkt þótt fæstir viðurkenni það: öllum konum hefur verið kennt að passa hvernig þær klæða sig, passa upp á drykkinn sinn á skemmtistöðum, vara sig á því hvar þær labba og hvenær, vara sig á því við hvern þær tala og hvernig (ekki vera of vingjarnlegar ef þið meinið ‘ekkert’ með því). Þetta hefur öllum konum verið kennt hvort sem það hefur verið skýrt orðað heima fyrir eða þá gert í gegnum félagslegar skilyrðingar seinna meir á lífsleiðinni. Við það að kenna konum það hátterni að bera ábyrgð á því hvort einhver beiti þær ofbeldi eða ekki eru þær settar í aukaleikarastöðu. Þeirra langanir og markmið eru ekki í forgrunni heldur skilyrðast af löngunum og vilja annarra sem líta á þær sem tæplega menn. Þær fá ekki að vera aðalsöguhetjur samfélagsins. Er þetta hugsunarháttur sem við samþykkjum að sé við lýði í samfélaginu okkar í dag? Ef ekki verðum við að vinna gegn honum með því að leyfa konum, skálduðum og raunverulegum, að vera jafnfullskapaðir menn og karlkyns menn. Höfundur er starfsnemi hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Aristóteles sagði eitt sinn að konur væru karlar sem ekki hefðu náð nægum þroska í móðurkviði. Það ástand að vera kona væri einskonar fæðingargalli - náttúrulegur fæðingargalli sem henti um helming mannkyns. Konur væru sem sagt, í grunninn, ófullskapaðir menn. Stundum virðist sem þessi hugsunarháttur Aristótelesar lifi enn góðu lífi. Aðspurður hvert leyndarmál hans við að skrifa sannfærandi kvenkaraktera væri, svaraði George R. R. Martin (rithöfundur hinna frægu Game of Thrones bóka): „Ég hef alltaf litið á konur sem manneskjur“. Þessa hugsun er þó ekki að finna hjá öllum. Það eitt og sér að það veki athygli að George skrifi trúverðuga kvenkaraktera gefur okkur vísbendingu um hvert normið er. Enn sterkari skilaboð eru þó niðurstöður Bechdel prófsins svokallaða í kvikmyndum. Til þess að standast Bechdel prófið verða að vera 1) tveir kvenkarakterar sem eru 2) nafngreindir og 3) tala saman um eitthvað annað en karlmann. Maður myndi halda að þessum skilyrðum væri ekki erfitt að mæta. Ekki miðað það við að konur eru einfaldlega jafn margslungnar manneskjur og hinn helmingur mannkyns, sem er eilítið líffræðilega frábrugðinn þeim. Raunin er sú að aðeins rétt rúmur helmingur kvikmynda stenst prófið. Það að tæpur helmingur kvikmynda fellur á þessu prófi segir okkur að í nærri helmingi mynda komi ekki kvenkarakter við sögu sem fær að vera fullsköpuð persóna. Of oft í sögum birtast konur okkur sem einhverskonar hlutir eða tól sem styðja við markmið og ævintýri annars karakters sem er karlkyns. Þær eru þannig karakterar í styðjandi hlutverki sem hafa ekki sínar eigin langanir eða þrár. Þetta mynstur einskorðast þó ekki við bíómyndir og bókmenntir. Þegar skoðaðar eru birtingarmyndir kynbundins ofbeldis sjáum við því miður kunnugleg stef. Þegar konur og stúlkur eru, eins og við sjáum út um allan heim, neyddar í hjónaband eða þær seldar mansali er farið með þær sem nytjahlut. Þeirra eigin langanir, markmið og upplifanir eru hunsaðar og þær verða aukaleikarar í eigin lífi, til stuðnings við aðra aðila sem vilja eigna sér þær eða græða á þeim. Það sama á sér stað þegar konur taka til allskonar varúðarráðstafana til þess að verða ekki fyrir ofbeldi. Þessi hegðun er samfélagslega samþykkt þótt fæstir viðurkenni það: öllum konum hefur verið kennt að passa hvernig þær klæða sig, passa upp á drykkinn sinn á skemmtistöðum, vara sig á því hvar þær labba og hvenær, vara sig á því við hvern þær tala og hvernig (ekki vera of vingjarnlegar ef þið meinið ‘ekkert’ með því). Þetta hefur öllum konum verið kennt hvort sem það hefur verið skýrt orðað heima fyrir eða þá gert í gegnum félagslegar skilyrðingar seinna meir á lífsleiðinni. Við það að kenna konum það hátterni að bera ábyrgð á því hvort einhver beiti þær ofbeldi eða ekki eru þær settar í aukaleikarastöðu. Þeirra langanir og markmið eru ekki í forgrunni heldur skilyrðast af löngunum og vilja annarra sem líta á þær sem tæplega menn. Þær fá ekki að vera aðalsöguhetjur samfélagsins. Er þetta hugsunarháttur sem við samþykkjum að sé við lýði í samfélaginu okkar í dag? Ef ekki verðum við að vinna gegn honum með því að leyfa konum, skálduðum og raunverulegum, að vera jafnfullskapaðir menn og karlkyns menn. Höfundur er starfsnemi hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun