Burt með frítekjumarkið og það strax Erna Indriðadóttir skrifar 5. september 2017 07:00 Eldra fólk á Íslandi er fjölbreyttur hópur sem býr við mismunandi aðstæður. Engu að síður er það staðreynd að um 60% þeirra sem eru 67 ára og eldri, eru með mánaðartekjur undir 350 þúsundum á mánuði, fyrir skatt.Fólki nánast meinað að vinna Þetta eru ekki háar tekjur og til að bæta gráu ofan á svart er þessum hópi nánast meinað að vinna og afla sér aukatekna til að drýgja mánaðarlaunin. Þeir sem gera það, sitja uppi með að þurfa að borga 60-73% í jaðarskatt af viðbótartekjunum og jafnvel meira. Þeir halda kannski ekki eftir nema 27 þúsund krónum, vinni þeir sér inn 100 þúsund krónur. Það er því ekki skrítið að fólk hugsi sig um tvisvar bjóðist því hlutastarf eftir að það er komið á eftirlaun. Þó fólki þyki gaman að vinna er það ekki tilbúið að gera það fyrir nánast ekki neitt.Frítekjumark vegna viðbótartekna Þeir sem eru á vinnumarkaðinum borga venjulegan skatt af þeim viðbótartekjum sem þeir kunna að afla sér fyrir utan sína föstu vinnu. En fyrir eldra fólk gilda svokölluð „frítekjumörk“. Þau eru samanlagt 25.000 á mánuði fyrir launatekjur, vaxtatekjur og lífeyristekjur. Sem þýðir að menn mega hafa 25.000 krónur í viðbótartekjur á mánuði áður en það fer að lækka heildarlaunin. Hafi þeir lífeyristekjur eða fjármagnstekjur umfram 25.000 krónur byrja atvinnutekjurnar strax að skerðast. Allt sem er umfram lækkar ellilífeyrinn frá Tryggingastofnun ríkisins.Eiga að búa við sömu skattlagningu og aðrir Á sama tíma vantar vinnandi hendur í landinu. Nýjustu fréttir herma að það vanti til dæmis starfsfólk á frístundaheimilin á höfuðborgarsvæðinu. Það er almennt viðurkennt að eldra fólk hefur gott af því að vinna eins lengi og það vill og getur. Það eykur veltuna í samfélaginu og bætir heilsu eldra fólks. Þannig sparast útgjöld ríkisins til heilbrigðismála og það fær líka meiri virðisaukaskatt í kassann. Ríkisstjórnin hyggst hækka frítekjumörkin fyrir atvinnutekjur í 100.000 krónur á fimm árum. Það er vissulega góður ásetningur, en það verður að afnema þessi frítekjumörk og það strax. Eldra fólk á að búa við sömu skattlagningu og aðrir sem vinna sér inn aukatekjur.Eru allar bjargir bannaðar Ef þeir sem hafa þessi lágu eftirlaun vilja selja eignir eins og til dæmis sumarbústað, til að drýgja tekjurnar, er þeim nánast gert það ókleift líka. Hjón sem seldu sumarbústaðinn sinn misstu þannig allan ellilífeyrinn frá Tryggingastofnun. Þannig eru þessum hópi allar bjargir bannaðar. Hann má hvorki afla sér viðbótartekna né selja eignir. Þeir sem eiga sitt eigið húsnæði geta skrimt af hinum lága ellilífeyri, en Guð hjálpi þeim sem eru á leigumarkaðinum. Ekki gera stjórnvöld það. Höfundur er varaformaður FEB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Eldra fólk á Íslandi er fjölbreyttur hópur sem býr við mismunandi aðstæður. Engu að síður er það staðreynd að um 60% þeirra sem eru 67 ára og eldri, eru með mánaðartekjur undir 350 þúsundum á mánuði, fyrir skatt.Fólki nánast meinað að vinna Þetta eru ekki háar tekjur og til að bæta gráu ofan á svart er þessum hópi nánast meinað að vinna og afla sér aukatekna til að drýgja mánaðarlaunin. Þeir sem gera það, sitja uppi með að þurfa að borga 60-73% í jaðarskatt af viðbótartekjunum og jafnvel meira. Þeir halda kannski ekki eftir nema 27 þúsund krónum, vinni þeir sér inn 100 þúsund krónur. Það er því ekki skrítið að fólk hugsi sig um tvisvar bjóðist því hlutastarf eftir að það er komið á eftirlaun. Þó fólki þyki gaman að vinna er það ekki tilbúið að gera það fyrir nánast ekki neitt.Frítekjumark vegna viðbótartekna Þeir sem eru á vinnumarkaðinum borga venjulegan skatt af þeim viðbótartekjum sem þeir kunna að afla sér fyrir utan sína föstu vinnu. En fyrir eldra fólk gilda svokölluð „frítekjumörk“. Þau eru samanlagt 25.000 á mánuði fyrir launatekjur, vaxtatekjur og lífeyristekjur. Sem þýðir að menn mega hafa 25.000 krónur í viðbótartekjur á mánuði áður en það fer að lækka heildarlaunin. Hafi þeir lífeyristekjur eða fjármagnstekjur umfram 25.000 krónur byrja atvinnutekjurnar strax að skerðast. Allt sem er umfram lækkar ellilífeyrinn frá Tryggingastofnun ríkisins.Eiga að búa við sömu skattlagningu og aðrir Á sama tíma vantar vinnandi hendur í landinu. Nýjustu fréttir herma að það vanti til dæmis starfsfólk á frístundaheimilin á höfuðborgarsvæðinu. Það er almennt viðurkennt að eldra fólk hefur gott af því að vinna eins lengi og það vill og getur. Það eykur veltuna í samfélaginu og bætir heilsu eldra fólks. Þannig sparast útgjöld ríkisins til heilbrigðismála og það fær líka meiri virðisaukaskatt í kassann. Ríkisstjórnin hyggst hækka frítekjumörkin fyrir atvinnutekjur í 100.000 krónur á fimm árum. Það er vissulega góður ásetningur, en það verður að afnema þessi frítekjumörk og það strax. Eldra fólk á að búa við sömu skattlagningu og aðrir sem vinna sér inn aukatekjur.Eru allar bjargir bannaðar Ef þeir sem hafa þessi lágu eftirlaun vilja selja eignir eins og til dæmis sumarbústað, til að drýgja tekjurnar, er þeim nánast gert það ókleift líka. Hjón sem seldu sumarbústaðinn sinn misstu þannig allan ellilífeyrinn frá Tryggingastofnun. Þannig eru þessum hópi allar bjargir bannaðar. Hann má hvorki afla sér viðbótartekna né selja eignir. Þeir sem eiga sitt eigið húsnæði geta skrimt af hinum lága ellilífeyri, en Guð hjálpi þeim sem eru á leigumarkaðinum. Ekki gera stjórnvöld það. Höfundur er varaformaður FEB.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun