Molum úr kerfinu Sigrún Benedikz skrifar 14. apríl 2015 07:00 Á næstu misserum verður umbylting á framhaldsskólakerfinu á Íslandi. Bóknám til stúdentsprófs verður skorið niður um nálægt 20%, möguleikar þeirra sem dottið hafa út úr námi og eru orðnir 25 ára verða skornir við nögl og hert að smærri framhaldsskólum úti á landi. Þessar aðfarir hafa verið gagnrýndar víða og sýnt fram á með gildum rökum að forsendur ráðherra fyrir breytingunum séu annaðhvort villuljós eða haldi ekki vatni. Viðbrögð ráðherra og ráðuneytis við þessari gagnrýni hafa hins vegar verið nákvæmlega engin, frá honum heyrist hvorki stuna né hósti. Líklega er ekki við öðru að búast, enda erfitt að ímynda sér að einhver haldbær fagleg rök finnist fyrir þessum aðgerðum. Á opinberum vettvangi hefur ráðherra hins vegar sagt hreint út að þetta sé niðurskurður, hann hefur lýst því yfir að hann ætli með þessum aðgerðum að ná aftur og gott betur kjarabótum til kennara frá síðustu samningum, hann stefni að því að spara um tvo milljarða króna í framhaldsskólakerfinu á næstu árum og hyggist keyra þessar breytingar í gegn með góðu eða illu. Svona talar ekki ráðherra sem er metnaðarfullur fyrir hönd menntunar í landinu, svona talar frjálshyggjuhagfræðingur sem lítur svo á að ríkisvaldið og allt því tengt sé af hinu illa.Kemur ekki á óvart Að sjálfstæðismenn hafi niðurskurð í ríkisrekstri á stefnuskrá sinni kemur ekki á óvart en einhvern veginn læðist að manni sá grunur að fleira hangi á spýtunni. Það skyldi þó aldrei vera að þarna glitti í möguleika á að smeygja einkavæðingu inn í framhaldsskólakerfið, bakdyramegin. Það er nokkuð ljóst að þriggja ára stúdentsprófið nægir ekki til að hefja háskólanám nema í sumum greinum. Þar má sjá möguleika fyrir einkaaðila að hasla sér völl með viðbótarundirbúning undir háskólanám. Þetta væri í anda þess sem nýjasta stjarna Samtaka atvinnulífsins og Sjálfstæðisflokksins, pilsfaldakapítalistinn Margrét Pála Ólafsdóttir, sagði á síðasta ársfundi SA: „Leyfum kerfinu að sigla en mölvum út úr því.“ Það ætti ekki að koma neinum á óvart að menntamálaráðherra úr Sjálfstæðisflokknum beiti sér með þessum hætti í sínum málaflokki en það kemur á óvart að algjör pólitísk samstaða sé um þessar aðgerðir á Alþingi, þar hafa þær ekki einu sinni verið ræddar. Hver er stefna stjórnarandstöðunnar? Fram að þessu hefur hún þagað þunnu hljóði nema hvað imprað hefur verið á gagnrýni á niðurskurð til endurmenntunar og einstaka þingmenn hafa lýst áhyggjum sínum af litlu framhaldsskólunum, mest af ótta við að störf tapist úr héraði, að því er virðist. Voru þingmenn Vinstri grænna kosnir í síðustu kosningum svo lauma mætti einkavæðingu umorðalaust inn í framhaldsskólakerfið og þá jafnframt auka misrétti til náms, því undirbúningsnám af því tagi sem hér hefur verið nefnt verður væntanlega dýrt, voru þeir kosnir svo hindra mætti aðgengi íslenskra stúdenta að háskólanámi, voru þeir kosnir til að skera íslenska framhaldsskólann niður við trog? Spyr sá sem ekki veit.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ekki lofa einhverju sem þú ætlar ekki að standa við Ágústa Árnadóttir Skoðun Í skjóli hinna hugrökku Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Á næstu misserum verður umbylting á framhaldsskólakerfinu á Íslandi. Bóknám til stúdentsprófs verður skorið niður um nálægt 20%, möguleikar þeirra sem dottið hafa út úr námi og eru orðnir 25 ára verða skornir við nögl og hert að smærri framhaldsskólum úti á landi. Þessar aðfarir hafa verið gagnrýndar víða og sýnt fram á með gildum rökum að forsendur ráðherra fyrir breytingunum séu annaðhvort villuljós eða haldi ekki vatni. Viðbrögð ráðherra og ráðuneytis við þessari gagnrýni hafa hins vegar verið nákvæmlega engin, frá honum heyrist hvorki stuna né hósti. Líklega er ekki við öðru að búast, enda erfitt að ímynda sér að einhver haldbær fagleg rök finnist fyrir þessum aðgerðum. Á opinberum vettvangi hefur ráðherra hins vegar sagt hreint út að þetta sé niðurskurður, hann hefur lýst því yfir að hann ætli með þessum aðgerðum að ná aftur og gott betur kjarabótum til kennara frá síðustu samningum, hann stefni að því að spara um tvo milljarða króna í framhaldsskólakerfinu á næstu árum og hyggist keyra þessar breytingar í gegn með góðu eða illu. Svona talar ekki ráðherra sem er metnaðarfullur fyrir hönd menntunar í landinu, svona talar frjálshyggjuhagfræðingur sem lítur svo á að ríkisvaldið og allt því tengt sé af hinu illa.Kemur ekki á óvart Að sjálfstæðismenn hafi niðurskurð í ríkisrekstri á stefnuskrá sinni kemur ekki á óvart en einhvern veginn læðist að manni sá grunur að fleira hangi á spýtunni. Það skyldi þó aldrei vera að þarna glitti í möguleika á að smeygja einkavæðingu inn í framhaldsskólakerfið, bakdyramegin. Það er nokkuð ljóst að þriggja ára stúdentsprófið nægir ekki til að hefja háskólanám nema í sumum greinum. Þar má sjá möguleika fyrir einkaaðila að hasla sér völl með viðbótarundirbúning undir háskólanám. Þetta væri í anda þess sem nýjasta stjarna Samtaka atvinnulífsins og Sjálfstæðisflokksins, pilsfaldakapítalistinn Margrét Pála Ólafsdóttir, sagði á síðasta ársfundi SA: „Leyfum kerfinu að sigla en mölvum út úr því.“ Það ætti ekki að koma neinum á óvart að menntamálaráðherra úr Sjálfstæðisflokknum beiti sér með þessum hætti í sínum málaflokki en það kemur á óvart að algjör pólitísk samstaða sé um þessar aðgerðir á Alþingi, þar hafa þær ekki einu sinni verið ræddar. Hver er stefna stjórnarandstöðunnar? Fram að þessu hefur hún þagað þunnu hljóði nema hvað imprað hefur verið á gagnrýni á niðurskurð til endurmenntunar og einstaka þingmenn hafa lýst áhyggjum sínum af litlu framhaldsskólunum, mest af ótta við að störf tapist úr héraði, að því er virðist. Voru þingmenn Vinstri grænna kosnir í síðustu kosningum svo lauma mætti einkavæðingu umorðalaust inn í framhaldsskólakerfið og þá jafnframt auka misrétti til náms, því undirbúningsnám af því tagi sem hér hefur verið nefnt verður væntanlega dýrt, voru þeir kosnir svo hindra mætti aðgengi íslenskra stúdenta að háskólanámi, voru þeir kosnir til að skera íslenska framhaldsskólann niður við trog? Spyr sá sem ekki veit.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar