Trollveiðar og veiðiráðgjöf Magnús Jónsson skrifar 30. maí 2025 17:03 Fyrir stuttu fór ég í bíó og sá Haf (Ocean), nýjustu mynd Sir David Attenborough. Mynd sem Attenborough sjálfur telur eina sína mikilvægustu á ferlinum og mynd þar sem hann segir að hafið og lífríki þess sé mikilvægasti hluti jarðarinnar. Og að umgengni mannsins við hafið sé jafnvel stærra vandamál fyrir heiminn en hlýnun jarðar! Stórbrotin mynd en líka hrollvekjandi Þessi mynd lætur engan ósnortinn og þrátt fyrir afar dökka mynd sem dregin er upp af meðferð okkar á hafinu og botni þess er Sir David bjarsýnn á að hægt sé að snúa þróuninni við. En til þess þurfi mikil breyting að eiga sér stað bæði hugarfarslega, pólitískt og tæknilega. Þá þurfi að friða alfarið allt að 30% af heimshöfunum fyrir botndregnum veiðarfærum. Svo margt kemur fram í þessari miklu og vönduðu mynd að ógerningur er að gera því nema að litlu leyti skil í orðum. Myndatakan ein og sér er stórbrotin í ótrúlega fjölbreyttu lífríki hafs og sjávarbotns, sem við þekkjum ekki né skiljum nema að litlu leyti. En rányrkjan og umhverfisspjöllin og afleiðingar umgenginnar í hafinu, ekki síst í fátækustu hlutum heimsins er svo ógnvænleg að maður fyllist á köflum óhug og óþægindum. Hér verður aðeins minnst á tvö atriði sem undirritaður vill gera að umfjöllunarefni: Togveiðar einkum með botntrolli annars vegar og veiðiráðgjöf hins vegar. Botntrollsveiðar „Það er erfitt að ímynda sér sóunarsamari leið til að veiða fisk en að gera það með botntrolli,“ segir Sir David. Ekki sé nóg með að lífríki botnsins skaðist stórlega á mörgum svæðum heimsins heldur er ofveiðin og sóðaleg umgengnin um fiskstofnana þannig, að í rúst eru víðáttumikil strandsamfélög sem lifað hafa öldum og jafnvel árþúsundum saman af fiskveiðum á grunnslóð. Og oft á tíðum sé þetta gert með vitund og vilja og jafnvel ráðgjöf og fjárstuðningi stjórnvalda þeirra ríkja sem útgerðarfyrirtækin koma frá. Og Sir David bætir við; „Þessar veiðar losa einnig mikið magn af koltvísýringi sem stuðlar að hlýnun plánetunnar okkar og botnvörpuveiðar eru ekki aðeins löglegar heldur hvetja margar ríkisstjórnir til þeirra”. Og til að bæta gráu ofan á svart kemur fram að oft á tíðum er aðeins lítill hluti aflans á þeim svæðum sem hér um ræðir hirtur og mestur hluti þess sem þó er veitt og landað fer í fóður fyrir alls kyns dýraeldi (matdýr og gæludýr) í hinum ríkari hluta heimsins. Þótt veiðar með botntrolli hér við land séu ekki umfjöllunarefni í þessari kvikmynd og aðstæður í hafi og á hafsbotni hér við land séu að nokkru leyti mjög ólíkar því sem sýnt er í þessari mynd er full ástæða til þess að skoða þær sérstaklega. Veiðar með botntrolli hafa verið stundaðar við Ísland í meira en 100 ár og enginn veit hvernig umhorfs var á botni landgrunns okkar áður en þær hófust. Hins vegar er ýmislegt sem bendir til þess að skaðsemi þessara veiða geti a.m.k. á stórum hafsvæðum umhverfis landið verið umtalsverð. Ekki síst í ljósi þess að hér eru og hafa lengi verið notuð mun öflugri togveiðarfæri og skip en í flestum öðrum ríkjum heims. Trollveiðiráðgjöfin Eins og fram kemur hér að ofan eru veiðar með botn- og flottrolli víða stundaðar með stefnu og stuðningi margra ríkistjórna, m.a. í Evrópu. Sama má segja að gildi hér á landi enda virðist veiðiráðgjöf bæði hér á landi sem og hjá ICES (hafrannsóknasamtök 20 þjóða við N-Atlandshaf ) miðast við að auka þessar veiðar fremur en að draga úr þeim. Þar á bæ er stefnan sú að engu máli skipti hvernig fiskur er veiddur og botntrollsveiðar þar lagðar að jöfnu við krókaveiðar eða veiðar með öðrum kyrrstæðum veiðarfærum. Meðferð á sjávarbotni og lífríki hans sem og meint afföll einstakra tegunda með þessari veiðiaðferð er sögð engu máli skipta. Stöðugt er verið að opna fleiri svæði á grunnslóð og inn á flóum og fjörðum hér við land fyrir togveiðum. Þetta hefur þó ekki alltaf verið þannig. Í skýrslu frá Hafrannsóknastofnun frá 1972 (sem virðist nú vera glötuð!) segir orðrétt: „Stofnunin gerði tillögu um að fyrir Norður- og Austurlandi yrðu allar tog - og dragnótaveiðar innan 12 sjómílna markanna bannaðar og fyrir Suður- og Vesturlandi innan 6 sjómílna, en þó ekki innfjarða. Vegna skarkolaveiða mætti þó gera undantekningu. Utan 12 sjómílna markanna lagði stofnunin til að hægt væri“að friða og opna á víxl“ eftir ástandi og magni smáfisks á svæðunum.“ (Úr fjölriti Hafró nr. 133 frá 2007). Nú má spyrja hvort stefnubreytingin hjá Hafró á þessum 50 árum byggist á einhverjum vísindalegum aðferðum eða hvort hér sé um pólitíska stefnu eða hagsmunalegan ofurþrýsting að ræða? Lokaorð Eftir að hafa horft á fyrrnefnda kvikmynd er ég sannfærður um aðeins er spurning um tíma hvenær neytendur á helstu fiskmörkuðum okkar munu rísa upp og krefjast upplýsinga um hvernig fiskur er veiddur. Það verður líklega ekki minni hópur en sá sem hefur barist gegn hvalveiðum. Íslensk stjórnvöld ættu því að horfa til þess sem þegar er farið að gerast annars staðar, t.d.á Nýja Sjálandi, þar sem einstaka veitingastaðir eru hættir að matreiða fisk sem veiddur er í botntroll. Góð byrjun í þessa átt er því að auka vægi umhverfisvænna strandveiða og línuveiða og hlusta minna á falskan trollkórinn hjá SFS (Samtök Forhertra Sérhagsmuna). Höfundur er veðurfræðingur og formaður Drangeyjar-smábátafélags Skagafjarðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Hafið Strandveiðar Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrir stuttu fór ég í bíó og sá Haf (Ocean), nýjustu mynd Sir David Attenborough. Mynd sem Attenborough sjálfur telur eina sína mikilvægustu á ferlinum og mynd þar sem hann segir að hafið og lífríki þess sé mikilvægasti hluti jarðarinnar. Og að umgengni mannsins við hafið sé jafnvel stærra vandamál fyrir heiminn en hlýnun jarðar! Stórbrotin mynd en líka hrollvekjandi Þessi mynd lætur engan ósnortinn og þrátt fyrir afar dökka mynd sem dregin er upp af meðferð okkar á hafinu og botni þess er Sir David bjarsýnn á að hægt sé að snúa þróuninni við. En til þess þurfi mikil breyting að eiga sér stað bæði hugarfarslega, pólitískt og tæknilega. Þá þurfi að friða alfarið allt að 30% af heimshöfunum fyrir botndregnum veiðarfærum. Svo margt kemur fram í þessari miklu og vönduðu mynd að ógerningur er að gera því nema að litlu leyti skil í orðum. Myndatakan ein og sér er stórbrotin í ótrúlega fjölbreyttu lífríki hafs og sjávarbotns, sem við þekkjum ekki né skiljum nema að litlu leyti. En rányrkjan og umhverfisspjöllin og afleiðingar umgenginnar í hafinu, ekki síst í fátækustu hlutum heimsins er svo ógnvænleg að maður fyllist á köflum óhug og óþægindum. Hér verður aðeins minnst á tvö atriði sem undirritaður vill gera að umfjöllunarefni: Togveiðar einkum með botntrolli annars vegar og veiðiráðgjöf hins vegar. Botntrollsveiðar „Það er erfitt að ímynda sér sóunarsamari leið til að veiða fisk en að gera það með botntrolli,“ segir Sir David. Ekki sé nóg með að lífríki botnsins skaðist stórlega á mörgum svæðum heimsins heldur er ofveiðin og sóðaleg umgengnin um fiskstofnana þannig, að í rúst eru víðáttumikil strandsamfélög sem lifað hafa öldum og jafnvel árþúsundum saman af fiskveiðum á grunnslóð. Og oft á tíðum sé þetta gert með vitund og vilja og jafnvel ráðgjöf og fjárstuðningi stjórnvalda þeirra ríkja sem útgerðarfyrirtækin koma frá. Og Sir David bætir við; „Þessar veiðar losa einnig mikið magn af koltvísýringi sem stuðlar að hlýnun plánetunnar okkar og botnvörpuveiðar eru ekki aðeins löglegar heldur hvetja margar ríkisstjórnir til þeirra”. Og til að bæta gráu ofan á svart kemur fram að oft á tíðum er aðeins lítill hluti aflans á þeim svæðum sem hér um ræðir hirtur og mestur hluti þess sem þó er veitt og landað fer í fóður fyrir alls kyns dýraeldi (matdýr og gæludýr) í hinum ríkari hluta heimsins. Þótt veiðar með botntrolli hér við land séu ekki umfjöllunarefni í þessari kvikmynd og aðstæður í hafi og á hafsbotni hér við land séu að nokkru leyti mjög ólíkar því sem sýnt er í þessari mynd er full ástæða til þess að skoða þær sérstaklega. Veiðar með botntrolli hafa verið stundaðar við Ísland í meira en 100 ár og enginn veit hvernig umhorfs var á botni landgrunns okkar áður en þær hófust. Hins vegar er ýmislegt sem bendir til þess að skaðsemi þessara veiða geti a.m.k. á stórum hafsvæðum umhverfis landið verið umtalsverð. Ekki síst í ljósi þess að hér eru og hafa lengi verið notuð mun öflugri togveiðarfæri og skip en í flestum öðrum ríkjum heims. Trollveiðiráðgjöfin Eins og fram kemur hér að ofan eru veiðar með botn- og flottrolli víða stundaðar með stefnu og stuðningi margra ríkistjórna, m.a. í Evrópu. Sama má segja að gildi hér á landi enda virðist veiðiráðgjöf bæði hér á landi sem og hjá ICES (hafrannsóknasamtök 20 þjóða við N-Atlandshaf ) miðast við að auka þessar veiðar fremur en að draga úr þeim. Þar á bæ er stefnan sú að engu máli skipti hvernig fiskur er veiddur og botntrollsveiðar þar lagðar að jöfnu við krókaveiðar eða veiðar með öðrum kyrrstæðum veiðarfærum. Meðferð á sjávarbotni og lífríki hans sem og meint afföll einstakra tegunda með þessari veiðiaðferð er sögð engu máli skipta. Stöðugt er verið að opna fleiri svæði á grunnslóð og inn á flóum og fjörðum hér við land fyrir togveiðum. Þetta hefur þó ekki alltaf verið þannig. Í skýrslu frá Hafrannsóknastofnun frá 1972 (sem virðist nú vera glötuð!) segir orðrétt: „Stofnunin gerði tillögu um að fyrir Norður- og Austurlandi yrðu allar tog - og dragnótaveiðar innan 12 sjómílna markanna bannaðar og fyrir Suður- og Vesturlandi innan 6 sjómílna, en þó ekki innfjarða. Vegna skarkolaveiða mætti þó gera undantekningu. Utan 12 sjómílna markanna lagði stofnunin til að hægt væri“að friða og opna á víxl“ eftir ástandi og magni smáfisks á svæðunum.“ (Úr fjölriti Hafró nr. 133 frá 2007). Nú má spyrja hvort stefnubreytingin hjá Hafró á þessum 50 árum byggist á einhverjum vísindalegum aðferðum eða hvort hér sé um pólitíska stefnu eða hagsmunalegan ofurþrýsting að ræða? Lokaorð Eftir að hafa horft á fyrrnefnda kvikmynd er ég sannfærður um aðeins er spurning um tíma hvenær neytendur á helstu fiskmörkuðum okkar munu rísa upp og krefjast upplýsinga um hvernig fiskur er veiddur. Það verður líklega ekki minni hópur en sá sem hefur barist gegn hvalveiðum. Íslensk stjórnvöld ættu því að horfa til þess sem þegar er farið að gerast annars staðar, t.d.á Nýja Sjálandi, þar sem einstaka veitingastaðir eru hættir að matreiða fisk sem veiddur er í botntroll. Góð byrjun í þessa átt er því að auka vægi umhverfisvænna strandveiða og línuveiða og hlusta minna á falskan trollkórinn hjá SFS (Samtök Forhertra Sérhagsmuna). Höfundur er veðurfræðingur og formaður Drangeyjar-smábátafélags Skagafjarðar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun