Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar 8. desember 2025 08:02 Ný þjóðaröryggisstefna ríkisstjórnar Trump forseta Bandaríkjanna hefur verið birt. Hún endurómar margt af því sem Vance, varaforseti sagði á öryggisráðstefnu í Munich árið 2025 og vakti sú ræða mikla athygli Evrópubúa enda fengu þeir það óþvegið fyrir skort á lýðræði, málfrelsi og tilraunum veikra minnihluastjórna að grafa undan rísandi hægriöflum í mörgum Evrópulöndum. Þessi þjóðaröryggisstefna markar þáttaskil í samskiptum Evrópu og Bandaríkjanna til verri vegar. Eftirfarandi eru helstu áhersluatriði hennar; Bandaríkin meta heiminn eftir því hvað gagnast þeim best á hverjum tíma undir slagorðinu Ameríka fyrst. Ríkjandi bandalög og áhersla á lýðræði og mannréttindi eru ekki lengur keppikefli Bandaríkjanna að viðhalda eða efla. Aukin áhrif í Suður-Ameríku og hafssvæðum þar er forgangsmál þjóðaröryggisstefnunnar. Baráttan við hermdar- og eiturlyfjahópa er skilyrðislaus. Kína og Rússland eru ekki lengur skilgreind sem stærstu og um leið hættulegustu keppinautar Bandaríkjanna. Hvað Kína varðar eru það efnahagsmálin sem móta samstarf ríkjanna fremur en keppni um yfirráð, hernaðarlega hagsmuni eða völd. Rússar eru ekki gagnrýndir fyrir útþenslu- og árásarstríð Putins forseta í Úkraínu heldur er lögð áhersla á nauðsyn þess að viðhalda strategískum stöðugleika við Rússland og efla viðskiptatengsl landanna. Friður í Úkraínu er nauðsynlegur til þess að ná þessum markmiðum, en ekki er tilgreint hvernig það eigi að nást né heldur hvað það kunni að kosta landið. Evrópa er hins vegar gagnrýnd fyrir að standa í vegi fyrir friði og hafa óraunhæfar hugmyndir um hugsanleg endalok stríðsins. Helstu vandamál Evrópu er siðmenningarrof þar sem vestræn gildi hafa farið forgörðum með óheftum innflutningi flóttafólks og minnkandi barnsfæðingum. Það hefur valdið efnhagslegri stöðnun, hernaðarlegum veikleika sem mun leiða til endaloka evrópskrar siðmenningar eins og við þekkjum hana innan 20 ára. Af rúmlega 30 blaðsíðum þjóðaröryggisstefnunnar fjalla 2 blaðsíður um tengsl Bandaríkjanna við Evrópu. Á sama tíma og beðið er eftir nýrri varnarstefnu Bandaríkjanna sem mun verða birt fljótlega, hafa embættismenn í Pentagon sagt erlendum sendifulltrúum að uppfylli NATO ekki öll markmið um aukningu eigin herafla fyrir 2027 að þá munu Bandaríkin draga sig út úr mörgum af þeim sameiginlegu ákvörðunarferlum sem eru við lýði innan bandalagsins í dag. Ef tekið er tillit til þess að aðildarríki ESB hafa skuldbundið sig til að efla eigin varnir fram til ársins 2030 og það finnst mörgum bjartsýni má draga í efa getu þeirra til að flýta þessu ferli svo mjög. Það á eftir að koma í ljós hvort og hvernig ný varnarstefna Bandaríkjanna endurspeglar þjóðaröryggisstefnuna, en það er alveg ljóst að þó svo að Evrópa líti á Bandaríkin sem sinn mikilvægasta bandamann, er ekki víst samkvæmt ofansögðu að það sé gagnkvæmt! Fyrir Ísland og öryggi- og varnir landsins hlýtur þessi nýja þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna að vera áhyggjuefni og ákall um endurskoðun á þeirri stefnu að útvista alfarið öllum vörnum landsins til erlendra aðila! Höfundur er áhugamaður um íslensk öryggis- og varnarmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Bandaríkin Arnór Sigurjónsson Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Ný þjóðaröryggisstefna ríkisstjórnar Trump forseta Bandaríkjanna hefur verið birt. Hún endurómar margt af því sem Vance, varaforseti sagði á öryggisráðstefnu í Munich árið 2025 og vakti sú ræða mikla athygli Evrópubúa enda fengu þeir það óþvegið fyrir skort á lýðræði, málfrelsi og tilraunum veikra minnihluastjórna að grafa undan rísandi hægriöflum í mörgum Evrópulöndum. Þessi þjóðaröryggisstefna markar þáttaskil í samskiptum Evrópu og Bandaríkjanna til verri vegar. Eftirfarandi eru helstu áhersluatriði hennar; Bandaríkin meta heiminn eftir því hvað gagnast þeim best á hverjum tíma undir slagorðinu Ameríka fyrst. Ríkjandi bandalög og áhersla á lýðræði og mannréttindi eru ekki lengur keppikefli Bandaríkjanna að viðhalda eða efla. Aukin áhrif í Suður-Ameríku og hafssvæðum þar er forgangsmál þjóðaröryggisstefnunnar. Baráttan við hermdar- og eiturlyfjahópa er skilyrðislaus. Kína og Rússland eru ekki lengur skilgreind sem stærstu og um leið hættulegustu keppinautar Bandaríkjanna. Hvað Kína varðar eru það efnahagsmálin sem móta samstarf ríkjanna fremur en keppni um yfirráð, hernaðarlega hagsmuni eða völd. Rússar eru ekki gagnrýndir fyrir útþenslu- og árásarstríð Putins forseta í Úkraínu heldur er lögð áhersla á nauðsyn þess að viðhalda strategískum stöðugleika við Rússland og efla viðskiptatengsl landanna. Friður í Úkraínu er nauðsynlegur til þess að ná þessum markmiðum, en ekki er tilgreint hvernig það eigi að nást né heldur hvað það kunni að kosta landið. Evrópa er hins vegar gagnrýnd fyrir að standa í vegi fyrir friði og hafa óraunhæfar hugmyndir um hugsanleg endalok stríðsins. Helstu vandamál Evrópu er siðmenningarrof þar sem vestræn gildi hafa farið forgörðum með óheftum innflutningi flóttafólks og minnkandi barnsfæðingum. Það hefur valdið efnhagslegri stöðnun, hernaðarlegum veikleika sem mun leiða til endaloka evrópskrar siðmenningar eins og við þekkjum hana innan 20 ára. Af rúmlega 30 blaðsíðum þjóðaröryggisstefnunnar fjalla 2 blaðsíður um tengsl Bandaríkjanna við Evrópu. Á sama tíma og beðið er eftir nýrri varnarstefnu Bandaríkjanna sem mun verða birt fljótlega, hafa embættismenn í Pentagon sagt erlendum sendifulltrúum að uppfylli NATO ekki öll markmið um aukningu eigin herafla fyrir 2027 að þá munu Bandaríkin draga sig út úr mörgum af þeim sameiginlegu ákvörðunarferlum sem eru við lýði innan bandalagsins í dag. Ef tekið er tillit til þess að aðildarríki ESB hafa skuldbundið sig til að efla eigin varnir fram til ársins 2030 og það finnst mörgum bjartsýni má draga í efa getu þeirra til að flýta þessu ferli svo mjög. Það á eftir að koma í ljós hvort og hvernig ný varnarstefna Bandaríkjanna endurspeglar þjóðaröryggisstefnuna, en það er alveg ljóst að þó svo að Evrópa líti á Bandaríkin sem sinn mikilvægasta bandamann, er ekki víst samkvæmt ofansögðu að það sé gagnkvæmt! Fyrir Ísland og öryggi- og varnir landsins hlýtur þessi nýja þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna að vera áhyggjuefni og ákall um endurskoðun á þeirri stefnu að útvista alfarið öllum vörnum landsins til erlendra aðila! Höfundur er áhugamaður um íslensk öryggis- og varnarmál.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun