Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar 7. desember 2025 09:03 Við göngum í gegnum einmanaleikakrísu. Við færumst áfram á sporum, drukknum í hversdagslífinu undir hraðari og flóknari tilveru, efnahagslegum þrengingum og óttablöndnu andrúmslofti. Þetta er allt svo erfitt og óskiljanlegt og við vitum ekki alveg af hverju innilokunarkenndin grípur um brjóst okkar. Glundroðinn fær okkur til að sækja inn á við, passa upp á sjálfa okkur — eitt skref í einu, ég þarf bara að komast í gegnum daginn. Ég skulda engum neitt, ég á nóg með mitt. En það er erfitt hugsa sér kaldlyndari hugmynd en að við skuldum engum neitt. Það er grunnstef þróunar í átt að vaxandi einmanaleika og félagslegri einangrun. Fólk vill samt samfélag, kallar eftir því. En samfélag krefst fórna, það skapast ekki af sjálfu sér. Að hjálpa vini að flytja þótt maður nenni því ekki, að mæta í boðið sem er alls ekki á góðum tíma. Við manneskjurnar þurfum hvor aðrar og þurfum að finna að aðrir þurfi okkur. Við pössum ekki upp á hvort annað því það hagnast okkur. Að gæta að öldruðum og fátækum þarf ekki að réttlæta með rökum um efnahagslegan ábáta. Okkar sameiginlegu gæði, almenningsgarðar, sundlaugar, fegurð í opinberum rýmum, þurfa ekki kostnaðar- og ábatagreiningu. Sumt gerum við af því það er rétt, ekki af því það skilar okkur arði, og sumt sem er rétt þurfum við að gera þrátt fyrir að það kosti okkur. Þessar fórnir skapa samfélag — sameiginleg skuld okkar hvort við annað. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Við göngum í gegnum einmanaleikakrísu. Við færumst áfram á sporum, drukknum í hversdagslífinu undir hraðari og flóknari tilveru, efnahagslegum þrengingum og óttablöndnu andrúmslofti. Þetta er allt svo erfitt og óskiljanlegt og við vitum ekki alveg af hverju innilokunarkenndin grípur um brjóst okkar. Glundroðinn fær okkur til að sækja inn á við, passa upp á sjálfa okkur — eitt skref í einu, ég þarf bara að komast í gegnum daginn. Ég skulda engum neitt, ég á nóg með mitt. En það er erfitt hugsa sér kaldlyndari hugmynd en að við skuldum engum neitt. Það er grunnstef þróunar í átt að vaxandi einmanaleika og félagslegri einangrun. Fólk vill samt samfélag, kallar eftir því. En samfélag krefst fórna, það skapast ekki af sjálfu sér. Að hjálpa vini að flytja þótt maður nenni því ekki, að mæta í boðið sem er alls ekki á góðum tíma. Við manneskjurnar þurfum hvor aðrar og þurfum að finna að aðrir þurfi okkur. Við pössum ekki upp á hvort annað því það hagnast okkur. Að gæta að öldruðum og fátækum þarf ekki að réttlæta með rökum um efnahagslegan ábáta. Okkar sameiginlegu gæði, almenningsgarðar, sundlaugar, fegurð í opinberum rýmum, þurfa ekki kostnaðar- og ábatagreiningu. Sumt gerum við af því það er rétt, ekki af því það skilar okkur arði, og sumt sem er rétt þurfum við að gera þrátt fyrir að það kosti okkur. Þessar fórnir skapa samfélag — sameiginleg skuld okkar hvort við annað. Höfundur er lögfræðingur.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun