Að sameinast fjölskyldu sinni Guðrún Brynjólfsdóttir skrifar 30. maí 2025 12:01 Fyrirsögnin hér að ofan getur þýtt svo ótal margt, að hitta fjölskyldu sína eftir fjarveru er tilfinning sem er engu lík, að vera loksins á sama stað eftir söknuðinn, hvort sem fjarveran var löng eða stutt. Að sameinast fjölskyldu sinni eftir langa fjarveru er djúpstæð reynsla sem snertir hjartað – hvort sem þú ert Íslendingur að koma heim eftir búsetu erlendis, eða manneskja sem hefur flúið stríð og ógnir í von um öruggari framtíð. En þó markmiðið – að vera með sínum nánustu – sé það sama, eru aðstæðurnar og möguleikarnir afar ólíkir eftir því hvaðan viðkomandi kemur og hvaða réttindi fylgja uppruna okkar. Ímyndum okkur Íslending sem hefur verið í námi, vinnu eða á ferðalögum erlendis í nokkur ár. Hann kemur heim til Íslands og mætir faðmlagi fjölskyldu sinnar. Hann þarf ekki vegabréfsáritun, hann á rétt á heilbrigðisþjónustu, húsnæði, atvinnu – hann á heima hér og samfélagið tekur á móti honum, ef ekki með opnum örmum, þá að minnsta kosti með skilningi. Endurkoma hans er eðlileg, sjálfsögð og jafnvel fagnaðarefni. Ímyndum okkur að hér á landi sé drengur sem hefur ferðast án fylgdar fullorðinna frá Afganistan, jafnvel við illan leik, og hefur fengið hér alþjóðlega vernd eftir að hafa flúið kúgun, ofbeldi og óöryggi. Hann hefur sótt um fjölskyldusameiningu og fengið hana samþykkta eftir langt umsóknarferli. Þetta ætti að vera hamingjustund. En þegar samþykkið liggur fyrir, stöðvast ferlið. Til þess að komast frá Afganistan þarf fjölskyldan að greiða fyrir vegabréfsáritun og ferðalag sitt til Íran, þar þurfa þau að dvelja þar til vegabréfsáritun þeirra til Íslands er tilbúin. Með ákvörðun stjórnvalda nýverið um að endurnýja ekki samning við IOM, sem er alþjóðleg stofnun innan Sameinuðu þjóðanna sem sér um aðstoð við flutning á mannúðlegan og skipulegan hátt, þarf fólk sjálft að greiða fyrir flugmiðana til Íslands – með fé sem það á ekki til. Það er möguleiki á endurgreiðslu að hluta þegar fjölskyldan er komin til landsins en þau þurfa sjálf að leggja út fyrir öllum kostnaðinum. Þau eru með von um nýtt líf, en það er enginn flugmiði, engin fjárhagsaðstoð, ekkert sem hjálpar til við síðasta skrefið: Að sameinast. Hugsum okkur unglingsstúlku í Sómalíu, henni er ætlað að giftast manni sem er miklu eldri en hún. Hún er ekki spurð, ákvörðun er tekin fyrir hana. Móðir hennar, sem skilur hve þetta er rangt, hvíslar að henni að hún verði að fara í burtu og að fjölskyldan muni reyna að fylgja henni. Hún yfirgefur æskuheimilið að nóttu til þess að vekja ekki athygli ættingja eða nágranna. Ferðin er löng, hættuleg og hlaðin óvissu. Hún ferðast með smyglurum sem krefjast greiðslu á hverju stigi, og hún gengur yfir eyðimerkur, strandar í flóttamannabúðum og fer í um haf sem skilur milli lífs og dauða. Eftir margra mánaða erfitt ferðalag nær hún loks til Evrópu – og þaðan áfram til Íslands. Á Íslandi fær hún mannúðarleyfi. Hún sýnir fram á að hún hafi verið í bráðri hættu, að réttindi hennar hafi verið brotin, að hún hafi enga framtíð í heimalandinu. Hér upplifir hún öryggi í fyrsta sinn í langan tíma. Hún fær að stunda nám og býr hjá fósturfjölskyldu. En það er eitthvað sem vantar. Hjartað hennar er enn heima. Hún saknar systkina sinna og móður, þau eru ekki með henni og það er sárt. Að fá mannúðarleyfi á Íslandi bjargaði henni en hins vegar er það svo að eftir nýjustu breytingar á útlendingalögum hefur dyrunum að fjölskyldu hennar verið lokað. Samkvæmt núgildandi lögum hefur einstaklingur með mannúðarleyfi ekki rétt til að sækja um fjölskyldusameiningu. Þetta þýðir að móðir hennar og systkini, sem hún náði ekki að kveðja almennilega, eiga nánast enga möguleika á að koma til Íslands löglega. Þetta vekur upp spurningar um réttlæti, jafnræði og mannúð. Getum við sem samfélag litið í eigin barm og spurt: Hvers vegna styðjum við einn en skiljum annan eftir í bið? Ef fjölskyldan er hornsteinn samfélagsins, ættu ekki öll börn – hvort sem þau eru fædd í Reykjavík eða Kabúl – að eiga rétt á því að vera með sínum nánustu? Þó að mannúðarleyfi gefi skjól og tækifæri til framtíðar, er veiting þeirra orðin eins konar gildra fyrir þá sem þurfa mest á fjölskyldu sinni að halda – sérstaklega börn og ungmenni. Að skilja fólk eftir í einmanaleika og óvissu eftir slíkar þrautir virðist ganga gegn þeirri mannúð sem hugtakið á að standa fyrir. Það er eitthvað djúp mannlegt við að vilja vera með fjölskyldu sinni. Það ætti að vera réttur, ekki forréttindi. Og þegar við fögnum því að geta sameinast okkar fólki eftir fjarveru, ættum við að minna okkur á að sum þurfa að berjast fyrir því sama. Höfundur starfar hjá Rauða krossinum á Íslandi og er teymisstjóri í málefnum fólks á flótta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Fyrirsögnin hér að ofan getur þýtt svo ótal margt, að hitta fjölskyldu sína eftir fjarveru er tilfinning sem er engu lík, að vera loksins á sama stað eftir söknuðinn, hvort sem fjarveran var löng eða stutt. Að sameinast fjölskyldu sinni eftir langa fjarveru er djúpstæð reynsla sem snertir hjartað – hvort sem þú ert Íslendingur að koma heim eftir búsetu erlendis, eða manneskja sem hefur flúið stríð og ógnir í von um öruggari framtíð. En þó markmiðið – að vera með sínum nánustu – sé það sama, eru aðstæðurnar og möguleikarnir afar ólíkir eftir því hvaðan viðkomandi kemur og hvaða réttindi fylgja uppruna okkar. Ímyndum okkur Íslending sem hefur verið í námi, vinnu eða á ferðalögum erlendis í nokkur ár. Hann kemur heim til Íslands og mætir faðmlagi fjölskyldu sinnar. Hann þarf ekki vegabréfsáritun, hann á rétt á heilbrigðisþjónustu, húsnæði, atvinnu – hann á heima hér og samfélagið tekur á móti honum, ef ekki með opnum örmum, þá að minnsta kosti með skilningi. Endurkoma hans er eðlileg, sjálfsögð og jafnvel fagnaðarefni. Ímyndum okkur að hér á landi sé drengur sem hefur ferðast án fylgdar fullorðinna frá Afganistan, jafnvel við illan leik, og hefur fengið hér alþjóðlega vernd eftir að hafa flúið kúgun, ofbeldi og óöryggi. Hann hefur sótt um fjölskyldusameiningu og fengið hana samþykkta eftir langt umsóknarferli. Þetta ætti að vera hamingjustund. En þegar samþykkið liggur fyrir, stöðvast ferlið. Til þess að komast frá Afganistan þarf fjölskyldan að greiða fyrir vegabréfsáritun og ferðalag sitt til Íran, þar þurfa þau að dvelja þar til vegabréfsáritun þeirra til Íslands er tilbúin. Með ákvörðun stjórnvalda nýverið um að endurnýja ekki samning við IOM, sem er alþjóðleg stofnun innan Sameinuðu þjóðanna sem sér um aðstoð við flutning á mannúðlegan og skipulegan hátt, þarf fólk sjálft að greiða fyrir flugmiðana til Íslands – með fé sem það á ekki til. Það er möguleiki á endurgreiðslu að hluta þegar fjölskyldan er komin til landsins en þau þurfa sjálf að leggja út fyrir öllum kostnaðinum. Þau eru með von um nýtt líf, en það er enginn flugmiði, engin fjárhagsaðstoð, ekkert sem hjálpar til við síðasta skrefið: Að sameinast. Hugsum okkur unglingsstúlku í Sómalíu, henni er ætlað að giftast manni sem er miklu eldri en hún. Hún er ekki spurð, ákvörðun er tekin fyrir hana. Móðir hennar, sem skilur hve þetta er rangt, hvíslar að henni að hún verði að fara í burtu og að fjölskyldan muni reyna að fylgja henni. Hún yfirgefur æskuheimilið að nóttu til þess að vekja ekki athygli ættingja eða nágranna. Ferðin er löng, hættuleg og hlaðin óvissu. Hún ferðast með smyglurum sem krefjast greiðslu á hverju stigi, og hún gengur yfir eyðimerkur, strandar í flóttamannabúðum og fer í um haf sem skilur milli lífs og dauða. Eftir margra mánaða erfitt ferðalag nær hún loks til Evrópu – og þaðan áfram til Íslands. Á Íslandi fær hún mannúðarleyfi. Hún sýnir fram á að hún hafi verið í bráðri hættu, að réttindi hennar hafi verið brotin, að hún hafi enga framtíð í heimalandinu. Hér upplifir hún öryggi í fyrsta sinn í langan tíma. Hún fær að stunda nám og býr hjá fósturfjölskyldu. En það er eitthvað sem vantar. Hjartað hennar er enn heima. Hún saknar systkina sinna og móður, þau eru ekki með henni og það er sárt. Að fá mannúðarleyfi á Íslandi bjargaði henni en hins vegar er það svo að eftir nýjustu breytingar á útlendingalögum hefur dyrunum að fjölskyldu hennar verið lokað. Samkvæmt núgildandi lögum hefur einstaklingur með mannúðarleyfi ekki rétt til að sækja um fjölskyldusameiningu. Þetta þýðir að móðir hennar og systkini, sem hún náði ekki að kveðja almennilega, eiga nánast enga möguleika á að koma til Íslands löglega. Þetta vekur upp spurningar um réttlæti, jafnræði og mannúð. Getum við sem samfélag litið í eigin barm og spurt: Hvers vegna styðjum við einn en skiljum annan eftir í bið? Ef fjölskyldan er hornsteinn samfélagsins, ættu ekki öll börn – hvort sem þau eru fædd í Reykjavík eða Kabúl – að eiga rétt á því að vera með sínum nánustu? Þó að mannúðarleyfi gefi skjól og tækifæri til framtíðar, er veiting þeirra orðin eins konar gildra fyrir þá sem þurfa mest á fjölskyldu sinni að halda – sérstaklega börn og ungmenni. Að skilja fólk eftir í einmanaleika og óvissu eftir slíkar þrautir virðist ganga gegn þeirri mannúð sem hugtakið á að standa fyrir. Það er eitthvað djúp mannlegt við að vilja vera með fjölskyldu sinni. Það ætti að vera réttur, ekki forréttindi. Og þegar við fögnum því að geta sameinast okkar fólki eftir fjarveru, ættum við að minna okkur á að sum þurfa að berjast fyrir því sama. Höfundur starfar hjá Rauða krossinum á Íslandi og er teymisstjóri í málefnum fólks á flótta.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun