Er stríðsglæpamaður í rútunni? Ragnhildur Hólmgeirsdóttir og Hrönn Guðmundsdóttir skrifa 31. maí 2025 14:31 Sumarið 2025 er staðan sú að í óvenjumörgum löndum er verið að fremja stríðsglæpi. Flest þeirra eru í fjarlægum löndum sem eru þjökuð af blóðugri nýlendustefnu og aldalangri fátækt og misskiptingu. Oftast eru þetta lönd sem Ísland á í litlum sem engum beinum samskiptum við og hver sem þar er fæddur myndi eiga í stökustu vandræðum með að ferðast til Íslands, hvort sem hann hefur tekið þátt í stríðsglæpum eða ekki. En á þessu eru undantekningar og sú nærtækasta er Rússland. Í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu brugðust íslensk stjórnvöld fljótt við, bönnuðu rússneska flugumferð í lofthelgi Íslands og lokuðu fyrir vegabréfsáritanir rússneskra diplómata og viðskiptamanna. Rússneskir námsmenn og ferðamenn geta enn ferðast til Íslands en þurfa eftir sem áður að sækja um vegabréfsáritun. Auðvitað eru fá lög eða eftirlit svo skilvirk að þau virki 100% en engu að síður ættu starfsmenn íslenskra hótela að geta verið nokkuð öruggir um að þurfa ekki að koma með room service til mannanna sem pyntuðu úkraínsku fréttakonuna Viktoriiu Roshchyna til bana. Ferðamenn frá Ísrael geta hins vegar dvalið á Íslandi í allt að 90 daga án vegabréfsáritunar. Það tekur rúma 12 klukkutíma að fljúga frá Ísrael til Íslands með einni millilendingu og íslensk stjórnvöld hafa ekkert eftirlit með komum ísraelskra ferðamanna til landsins, þrátt fyrir skipulagða útrýmingarherferð ísraelska ríkisins gegn Palestínufólki á Gaza. Herferð sem um hálf milljón Ísraela á aldrinum 18-40 ára hefur tekið virkan þátt í síðastliðin tvö ár. Þetta er ekki fólk sem þekkist á útliti sínu. Það er ekki með rauð augu, blóðþyrst glott á harðneskjulegum vörum eða hendur sem bera það með sér að hafa valdið þjáningum. Þetta er fólk eins og þú og ég sem undir öðrum kringumstæðum, fætt í öðru landi eða á öðrum tíma, hefði að öllum líkindum lifað nokkuð meinlausu lífi. Það á krúttlegar barnamyndir úr æsku sinni, það brosir til vina sinna og vinnur vinnuna sína milli herþjónustutímabila. En þetta er samt fólk sem hefur framið stríðsglæpi, fólk sem tilheyrir þjóðfélagi sem er að fremja þjóðarmorð. Það þýðir að þetta fólk hefur ekki þurft að taka afleiðingum gjörða sinna heldur hefur því verið hampað. Myndböndin sem það tók af gjörðum sínum hafa fengið hjörtu og læk á samfélagsmiðlum. Verið spiluð við góðar undirtektir í spjallþáttum í sjónvarpi. Uppskorið hlátur og fögnuð. Fréttaflutningur á íslensku af gjörðum ísraelska hersins hefur ekki gefið mikinn gaum að einstaka gjörðum í þeirri holskeflu eyðileggingar sem hefur riðið yfir Gaza. Því getur skeð að almenningur og jafnvel stjórnmálamenn átti sig ekki fyllilega á því hvað um er að ræða. Dauðinn og eyðileggingin á Gaza eru að mestu tilkomin vegna sprengjuárása úr lofti á hús og tjöld. En sú mynd, af hermanni sem ýtir á takka og sér aldrei fólkið sem hann drepur, jafn skelfileg og hún er, nær samt ekki utan um það hvað þessir hermenn hafa gert. Hér kemur því listi (sem ekki er ætlað að vera tæmandi) yfir þær gjörðir sem ísraelskur hermaður sem dettur í hug að fara í frí á Íslandi getur hafa framið: Kveikt í heimilum almennra borgara og tekið af því fyndna mynd Jafnað heimili almennra borgara við jörðu með stórvirkum vinnuvélum og tekið af því fyndna mynd Stolið eigum almennra borgara og tekið af því fyndna mynd Klætt sig upp í nærföt palestínskra kvenna og tekið af því fyndna mynd Bútað niður leikföng palestínskra barna og tekið af því fyndna mynd Sprengt háskóla og tekið af því skemmtilegt myndband Horft á hunda rífa í sig lík og tekið af því skemmtilegt myndband Niðurlægt stríðsfanga á aldrinum 10-80 ára og tekið af því fyndna mynd Æft sig að skjóta í mark með andlitsmynd myrtrar fréttakonu Eyðilagt lækningatæki á sjúkrahúsum með skotvopnum Tekið allar sængur og teppi af fólki í sjúkrahúsum og kveikt í þeim Kveikt í sjúkrahúsum Mölvað andlitin á dýrlingastyttum í kaþólskri kirkju Sprengt moskur Ekið yfir fólk á jarðýtu Ekið yfir fólk á skriðdreka Hópnauðgað stríðsföngum Pyntað lækna og hjúkrunarfræðinga Troðið klósettbursta upp í stríðsfanga Gengið í skrokk á stríðsföngum, allt niður í 16 ára gömlum Sigað hundum á stríðsfanga Rústað grafreitum með stórvirkum vinnuvélum Skotið lögreglumenn Tekið sjúkraflutningamenn við störf af lífi Stýrt drápsdróna inn á spítala til þess að myrða blaðamann í sjúkrarúmi Horft á fyrirbura í sjúkrakassa á tómum spítala eftir rýmingu, gengið í burtu og skilið þá eftir til að deyja Skotið börn undir 12 ára aldri í höfuðið á færi Skotið barnshafandi konur í kviðinn Atriðin á listanum eru fengin úr myndböndum sem ísraelskir hermenn hafa sjálfviljugir tekið upp og dreift í opnum aðgangi, úr vitnisburðum lækna sem hafa sinnt sjálfboðaliðastarfi á Gaza og skýrslum palestínskra, ísraelskra og alþjóðlegra mannréttindasamtaka. Um er að ræða fólk sem hefur stigið yfir þá siðferðislínu sem bannar okkur að gera slíka hluti og í þokkabót hlotið fyrir það hrós, aðdáun og upphafningu. Þetta fólk er ekki í jafnvægi og það getur verið sjálfu sér og öðrum hættulegt. Það hafa engar ráðstafanir verið gerðar til að hefta för stríðsglæpamanna frá þjóðarmorðinu á Gaza til Íslands sumarið 2025, ekki frekar en til annarra landa í Evrópu. Til þess meta stjórnmálamenn pólitískt samband sitt við Ísrael of mikils. Og líf okkar og öryggi of lítils. Höfundar eru fyrrverandi starfsmenn í íslenskri ferðaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Sumarið 2025 er staðan sú að í óvenjumörgum löndum er verið að fremja stríðsglæpi. Flest þeirra eru í fjarlægum löndum sem eru þjökuð af blóðugri nýlendustefnu og aldalangri fátækt og misskiptingu. Oftast eru þetta lönd sem Ísland á í litlum sem engum beinum samskiptum við og hver sem þar er fæddur myndi eiga í stökustu vandræðum með að ferðast til Íslands, hvort sem hann hefur tekið þátt í stríðsglæpum eða ekki. En á þessu eru undantekningar og sú nærtækasta er Rússland. Í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu brugðust íslensk stjórnvöld fljótt við, bönnuðu rússneska flugumferð í lofthelgi Íslands og lokuðu fyrir vegabréfsáritanir rússneskra diplómata og viðskiptamanna. Rússneskir námsmenn og ferðamenn geta enn ferðast til Íslands en þurfa eftir sem áður að sækja um vegabréfsáritun. Auðvitað eru fá lög eða eftirlit svo skilvirk að þau virki 100% en engu að síður ættu starfsmenn íslenskra hótela að geta verið nokkuð öruggir um að þurfa ekki að koma með room service til mannanna sem pyntuðu úkraínsku fréttakonuna Viktoriiu Roshchyna til bana. Ferðamenn frá Ísrael geta hins vegar dvalið á Íslandi í allt að 90 daga án vegabréfsáritunar. Það tekur rúma 12 klukkutíma að fljúga frá Ísrael til Íslands með einni millilendingu og íslensk stjórnvöld hafa ekkert eftirlit með komum ísraelskra ferðamanna til landsins, þrátt fyrir skipulagða útrýmingarherferð ísraelska ríkisins gegn Palestínufólki á Gaza. Herferð sem um hálf milljón Ísraela á aldrinum 18-40 ára hefur tekið virkan þátt í síðastliðin tvö ár. Þetta er ekki fólk sem þekkist á útliti sínu. Það er ekki með rauð augu, blóðþyrst glott á harðneskjulegum vörum eða hendur sem bera það með sér að hafa valdið þjáningum. Þetta er fólk eins og þú og ég sem undir öðrum kringumstæðum, fætt í öðru landi eða á öðrum tíma, hefði að öllum líkindum lifað nokkuð meinlausu lífi. Það á krúttlegar barnamyndir úr æsku sinni, það brosir til vina sinna og vinnur vinnuna sína milli herþjónustutímabila. En þetta er samt fólk sem hefur framið stríðsglæpi, fólk sem tilheyrir þjóðfélagi sem er að fremja þjóðarmorð. Það þýðir að þetta fólk hefur ekki þurft að taka afleiðingum gjörða sinna heldur hefur því verið hampað. Myndböndin sem það tók af gjörðum sínum hafa fengið hjörtu og læk á samfélagsmiðlum. Verið spiluð við góðar undirtektir í spjallþáttum í sjónvarpi. Uppskorið hlátur og fögnuð. Fréttaflutningur á íslensku af gjörðum ísraelska hersins hefur ekki gefið mikinn gaum að einstaka gjörðum í þeirri holskeflu eyðileggingar sem hefur riðið yfir Gaza. Því getur skeð að almenningur og jafnvel stjórnmálamenn átti sig ekki fyllilega á því hvað um er að ræða. Dauðinn og eyðileggingin á Gaza eru að mestu tilkomin vegna sprengjuárása úr lofti á hús og tjöld. En sú mynd, af hermanni sem ýtir á takka og sér aldrei fólkið sem hann drepur, jafn skelfileg og hún er, nær samt ekki utan um það hvað þessir hermenn hafa gert. Hér kemur því listi (sem ekki er ætlað að vera tæmandi) yfir þær gjörðir sem ísraelskur hermaður sem dettur í hug að fara í frí á Íslandi getur hafa framið: Kveikt í heimilum almennra borgara og tekið af því fyndna mynd Jafnað heimili almennra borgara við jörðu með stórvirkum vinnuvélum og tekið af því fyndna mynd Stolið eigum almennra borgara og tekið af því fyndna mynd Klætt sig upp í nærföt palestínskra kvenna og tekið af því fyndna mynd Bútað niður leikföng palestínskra barna og tekið af því fyndna mynd Sprengt háskóla og tekið af því skemmtilegt myndband Horft á hunda rífa í sig lík og tekið af því skemmtilegt myndband Niðurlægt stríðsfanga á aldrinum 10-80 ára og tekið af því fyndna mynd Æft sig að skjóta í mark með andlitsmynd myrtrar fréttakonu Eyðilagt lækningatæki á sjúkrahúsum með skotvopnum Tekið allar sængur og teppi af fólki í sjúkrahúsum og kveikt í þeim Kveikt í sjúkrahúsum Mölvað andlitin á dýrlingastyttum í kaþólskri kirkju Sprengt moskur Ekið yfir fólk á jarðýtu Ekið yfir fólk á skriðdreka Hópnauðgað stríðsföngum Pyntað lækna og hjúkrunarfræðinga Troðið klósettbursta upp í stríðsfanga Gengið í skrokk á stríðsföngum, allt niður í 16 ára gömlum Sigað hundum á stríðsfanga Rústað grafreitum með stórvirkum vinnuvélum Skotið lögreglumenn Tekið sjúkraflutningamenn við störf af lífi Stýrt drápsdróna inn á spítala til þess að myrða blaðamann í sjúkrarúmi Horft á fyrirbura í sjúkrakassa á tómum spítala eftir rýmingu, gengið í burtu og skilið þá eftir til að deyja Skotið börn undir 12 ára aldri í höfuðið á færi Skotið barnshafandi konur í kviðinn Atriðin á listanum eru fengin úr myndböndum sem ísraelskir hermenn hafa sjálfviljugir tekið upp og dreift í opnum aðgangi, úr vitnisburðum lækna sem hafa sinnt sjálfboðaliðastarfi á Gaza og skýrslum palestínskra, ísraelskra og alþjóðlegra mannréttindasamtaka. Um er að ræða fólk sem hefur stigið yfir þá siðferðislínu sem bannar okkur að gera slíka hluti og í þokkabót hlotið fyrir það hrós, aðdáun og upphafningu. Þetta fólk er ekki í jafnvægi og það getur verið sjálfu sér og öðrum hættulegt. Það hafa engar ráðstafanir verið gerðar til að hefta för stríðsglæpamanna frá þjóðarmorðinu á Gaza til Íslands sumarið 2025, ekki frekar en til annarra landa í Evrópu. Til þess meta stjórnmálamenn pólitískt samband sitt við Ísrael of mikils. Og líf okkar og öryggi of lítils. Höfundar eru fyrrverandi starfsmenn í íslenskri ferðaþjónustu.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun