Nú er tími til aðgerða: Tóbaks- og nikótínfrítt Ísland Vala Smáradóttir og Jóhanna S. Kristjánsdóttir skrifa 31. maí 2025 08:02 Á alþjóðlegum degi án tóbaks, 31. maí 2025, beinir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og heilbrigðissamtök um allan heim sjónum að því hvernig tóbaks- og nikótíniðnaðurinn beitir markvissum og oft blekkjandi aðferðum til að gera vörur sínar aðlaðandi, sérstaklega fyrir börn og ungmenni. Á aðalfundi Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins í mars síðastliðnum var samþykkt áskorun til stjórnvalda um að Ísland marki sér skýra stefnu í tóbaksvörnum með það að markmiði að verða tóbaks- og nikótínfrítt land. Þetta er ekki aðeins metnaðarfullt markmið heldur er það einnig nauðsynlegt. Ungmenni í skotlínu markaðssetningar Sífellt fleiri ungmenni byrja að nota nikótínpúða og rafrettur. Þessar vörur eru markaðssettar til að höfða til barna og ungmenna og er slík markaðssetning engin tilviljun. Framleiðendur og innflutnings- og söluaðilar nikótínvara hafa náð að sá fræjum og meðvitað byggt upp ímynd sem dregur úr skaðsemi nikótínvara, með litríku útliti, bragðefnum, skondnum karakterum og áhrifavöldum á samfélagsmiðlum. Þeir nýta sér glufur í löggjöf og eftirliti til að ná til barna og ungmenna og það virkar. Það er óásættanlegt að eftir áratuga baráttu við tóbaksiðnaðinn, mikla hags-munagæslu, mikilvægar laga- og reglugerðasetningar, öflugt fræðslu og forvarnarstarf, allt sem skilaði svo miklum árangri að eftir var tekið erlendis, að við eigum nú í hættu á að lenda aftur á byrjunarreit. Ljóst er að Íslendingar eru að dragast aftur úr nágrannaþjóðum okkar hvað varðar tóbaks- og nikótínvarnir og því er brýnt að koma á stefnu í málaflokknum sem fyrst og gera allt sem í okkar valdi stendur til að vernda börn og ungmenni fyrir tóbaks- og nikótínvörum. Skýr stefna og samræmd lög Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins skorar enn og aftur á heilbrigðisráðherra að setja tafarlaust af stað undirbúningsvinnu við að fella lög um nikótínvörur, rafrettur og áfyllingar undir lög um tóbaksvarnir. Það myndi senda skýr skilaboð: að heilbrigðis-yfirvöld líti á allar nikótínvörur sem ávanabindandi og skaðlegar, sama í hvaða formi þær birtast. Hvað þarf að gera? Setja skýra stefnu í tóbaks- og nikótínvörnum sem m.a. þarf að fela í sér: Reglur um neyslu varanna. Leiðir til að draga úr aðgengi. Hækkun kaupaldurs. Hækkun opinberra gjalda á vörurnar. Verndun fólks fyrir óbeinum áhrifum af vörunum. Aðstoð við fólk til að hætta notkun varanna. Herða bönn við auglýsingum, kynningum og stuðningi tóbaksfyrirtækja og ekki síst á samfélagsmiðlum. Markvissa fræðslu til almennings um áhrif varanna á heilsu fólks í landinu. Að tryggja eftirlit með sölu og innihaldi varanna og hækka refsingu fyrir brotum á lögunum. Við leggjum til eftirfarandi aðgerðir: Tímasetja markmið um tóbaks- og nikótínlaust Ísland og hefja strax vinnu við að útfæra það. Hækka lágmarksaldur til kaupa úr 18 í 20 ár, líkt og gildir um áfengi. Banna einnota rafrettur, líkt og gert var með sígarettur í stykkjatali. Hækka álögur á rafsígarettur, fylgihluti þeirra og nikótínpúðum. Banna vefsölu og efla eftirlit með auglýsingum og áhrifavöldum á samfélagsmiðlum. Fylgja fast eftir nýrri reglugerð um einsleitar umbúðir og banna öll bragðefni í rafsígarettuvökvum og púðum – með eða án nikótíns. Efla fræðslu og aðstoð við þau sem vilja hætta notkun nikótínvara. Börn fædd eftir ákveðið ár – aldrei neytendur Við erum í góðu færi við að tryggja það að börn fædd eftir ákveðið ár eigi aldrei möguleika á að kaupa tóbaks- og nikótínvörur. Þetta væri öflug aðgerð sem myndi marka tímamót í forvörnum og sýna að Ísland ætlar sér að vera í fararbroddi í baráttunni gegn nikótínfíkn. Tækifæri til að leiða með fordæmi Þrátt fyrir árangur í tóbaksvörnum undanfarna áratugi, hefur iðnaðurinn aðlagað sig og fundið nýjar leiðir til að ná til viðkvæmustu hópanna. Við verðum að svara með nýjum og öflugum aðgerðum. Dagur án tóbaks 2025 er kjörið tækifæri til að stíga fram og segja: Látum ekki markaðsöflin móta heilsu barna okkar! Höfundar eru Vala Smáradóttir, formaður og framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og Jóhanna S. Kristjánsdóttir, meðstjórnandi, hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur í tóbaks- og nikótínvörnum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tóbak Heilsa Nikótínpúðar Rafrettur Börn og uppeldi Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á alþjóðlegum degi án tóbaks, 31. maí 2025, beinir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og heilbrigðissamtök um allan heim sjónum að því hvernig tóbaks- og nikótíniðnaðurinn beitir markvissum og oft blekkjandi aðferðum til að gera vörur sínar aðlaðandi, sérstaklega fyrir börn og ungmenni. Á aðalfundi Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins í mars síðastliðnum var samþykkt áskorun til stjórnvalda um að Ísland marki sér skýra stefnu í tóbaksvörnum með það að markmiði að verða tóbaks- og nikótínfrítt land. Þetta er ekki aðeins metnaðarfullt markmið heldur er það einnig nauðsynlegt. Ungmenni í skotlínu markaðssetningar Sífellt fleiri ungmenni byrja að nota nikótínpúða og rafrettur. Þessar vörur eru markaðssettar til að höfða til barna og ungmenna og er slík markaðssetning engin tilviljun. Framleiðendur og innflutnings- og söluaðilar nikótínvara hafa náð að sá fræjum og meðvitað byggt upp ímynd sem dregur úr skaðsemi nikótínvara, með litríku útliti, bragðefnum, skondnum karakterum og áhrifavöldum á samfélagsmiðlum. Þeir nýta sér glufur í löggjöf og eftirliti til að ná til barna og ungmenna og það virkar. Það er óásættanlegt að eftir áratuga baráttu við tóbaksiðnaðinn, mikla hags-munagæslu, mikilvægar laga- og reglugerðasetningar, öflugt fræðslu og forvarnarstarf, allt sem skilaði svo miklum árangri að eftir var tekið erlendis, að við eigum nú í hættu á að lenda aftur á byrjunarreit. Ljóst er að Íslendingar eru að dragast aftur úr nágrannaþjóðum okkar hvað varðar tóbaks- og nikótínvarnir og því er brýnt að koma á stefnu í málaflokknum sem fyrst og gera allt sem í okkar valdi stendur til að vernda börn og ungmenni fyrir tóbaks- og nikótínvörum. Skýr stefna og samræmd lög Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins skorar enn og aftur á heilbrigðisráðherra að setja tafarlaust af stað undirbúningsvinnu við að fella lög um nikótínvörur, rafrettur og áfyllingar undir lög um tóbaksvarnir. Það myndi senda skýr skilaboð: að heilbrigðis-yfirvöld líti á allar nikótínvörur sem ávanabindandi og skaðlegar, sama í hvaða formi þær birtast. Hvað þarf að gera? Setja skýra stefnu í tóbaks- og nikótínvörnum sem m.a. þarf að fela í sér: Reglur um neyslu varanna. Leiðir til að draga úr aðgengi. Hækkun kaupaldurs. Hækkun opinberra gjalda á vörurnar. Verndun fólks fyrir óbeinum áhrifum af vörunum. Aðstoð við fólk til að hætta notkun varanna. Herða bönn við auglýsingum, kynningum og stuðningi tóbaksfyrirtækja og ekki síst á samfélagsmiðlum. Markvissa fræðslu til almennings um áhrif varanna á heilsu fólks í landinu. Að tryggja eftirlit með sölu og innihaldi varanna og hækka refsingu fyrir brotum á lögunum. Við leggjum til eftirfarandi aðgerðir: Tímasetja markmið um tóbaks- og nikótínlaust Ísland og hefja strax vinnu við að útfæra það. Hækka lágmarksaldur til kaupa úr 18 í 20 ár, líkt og gildir um áfengi. Banna einnota rafrettur, líkt og gert var með sígarettur í stykkjatali. Hækka álögur á rafsígarettur, fylgihluti þeirra og nikótínpúðum. Banna vefsölu og efla eftirlit með auglýsingum og áhrifavöldum á samfélagsmiðlum. Fylgja fast eftir nýrri reglugerð um einsleitar umbúðir og banna öll bragðefni í rafsígarettuvökvum og púðum – með eða án nikótíns. Efla fræðslu og aðstoð við þau sem vilja hætta notkun nikótínvara. Börn fædd eftir ákveðið ár – aldrei neytendur Við erum í góðu færi við að tryggja það að börn fædd eftir ákveðið ár eigi aldrei möguleika á að kaupa tóbaks- og nikótínvörur. Þetta væri öflug aðgerð sem myndi marka tímamót í forvörnum og sýna að Ísland ætlar sér að vera í fararbroddi í baráttunni gegn nikótínfíkn. Tækifæri til að leiða með fordæmi Þrátt fyrir árangur í tóbaksvörnum undanfarna áratugi, hefur iðnaðurinn aðlagað sig og fundið nýjar leiðir til að ná til viðkvæmustu hópanna. Við verðum að svara með nýjum og öflugum aðgerðum. Dagur án tóbaks 2025 er kjörið tækifæri til að stíga fram og segja: Látum ekki markaðsöflin móta heilsu barna okkar! Höfundar eru Vala Smáradóttir, formaður og framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og Jóhanna S. Kristjánsdóttir, meðstjórnandi, hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur í tóbaks- og nikótínvörnum
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun