Krónan og kjörin Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar 26. nóvember 2015 07:00 Meirihluti Íslendinga vill taka upp nýjan gjaldmiðil samkvæmt nýlegri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Í tengslum við birtingu könnunarinnar lýstu margir álitsgjafar yfir þeirri skoðun að upptaka annarrar myntar myndi bæta kjör almennings. Þó slíkt geti haft kosti í för með sér, hefur reynsla annarra ríkja sýnt að því fylgja jafnframt ókostir. Tíðar deilur um gjaldmiðilinn færa auk þess kastljósið frá brýnasta verkefninu í efnahagsmálum; bættri hagstjórn. Það mun ráða meiru um lífskjör en gjaldmiðillinn þegar upp er staðið. Ólík reynsla Norðurlanda Ef við skoðum þróun lífskjara á Norðurlöndum, mælda í landsframleiðslu á mann, má sjá að þróunin hefur verið óhagfelldust í Finnlandi, sem notar evru (mynd 1). Þróunin í Danmörku, sem hefur fest gengi dönsku krónunnar við evruna, er einnig slæm. Ísland, Noregur og Svíþjóð, sem öll nota sína eigin mynt, hafa hins vegar komið betur út. Færa má rök fyrir því að í Finnlandi sé evran ein af orsökum þessarar þróunar. Útflutningsgreinar þar í landi hafa lent í erfiðleikum af þremur ástæðum; vegna falls Nokia, minni eftirspurnar eftir pappír, og efnahagserfiðleika í Rússlandi. Við slíkar aðstæður hefði gengislækkun bætt stöðu annarra útflutningsgreina og veitt þannig viðspyrnu gegn samdrætti og launalækkunum. Vegna myntsamstarfsins er það hins vegar ekki mögulegt. Þannig kom gjaldmiðill, sem endurspeglar ekki efnahagslegan veruleika Finnlands, í veg fyrir sveigjanleika þegar hagkerfið lenti í vandræðum. Aðrar birtingarmyndir hrunsins Íslenska krónan hefur ótvíræða annmarka. Það kom skýrt fram þegar alþjóðlega efnahagslægðin skall á. Hröð veiking og verðbólguskot setti fjárhag margra heimila og fyrirtækja í uppnám, óvissa skapaðist um gjaldgengi gjaldmiðilsins og fjármagnshöft voru talin nauðsynleg til að tryggja gengisstöðugleika. Eftir sjö ár hillir fyrst núna undir afléttingu haftanna. Um tíma var auk þess hætta á því að margt gæti farið úrskeiðis. Kostnaður vegna krónunnar hefur því verið mikill. Sveigjanleiki krónunnar hefur hins vegar reynst dýrmætur. Gengislækkun gerði mörgum útflutningsfyrirtækjum kleift að starfa áfram án þess að þurfa að grípa til stórfelldra uppsagna eða launalækkana. Lækkunin jók jafnframt samkeppnishæfni fyrirtækja og styrkti þannig alþjóðlega stöðu þeirra strax í kjölfar efnahagshrunsins. Sá útflutningsvöxtur sem fylgdi í kjölfarið á stóran þátt í þeim efnahagsbata sem Íslendingar hafa notið á síðustu árum. Með annan gjaldmiðil hefði efnahagslægðin ekki horfið, heldur birst með öðrum hætti. Í stað gengisfalls, verðbólguskots og skuldavanda er líklegra að gengið hefði í garð tímabil mikils atvinnuleysis og hægfara launalækkana. Við slíkar aðstæður hefðu útflutningsgreinar átt erfiðara með að ná viðspyrnu og vaxa af jafn miklum krafti og raunin hefur orðið. Sjálfstæð mynt getur því reynst dýrmæt í sveiflukenndu hagkerfi þegar áföll dynja yfir. Einblínum á aðalatriðin Í stað þess að líta til krónunnar sem orsakar efnahagslegra vandamála væri nær að einblína á hagstjórnina. Endurbætur á því sviði verða alltaf mikilvægasta verkefnið í efnahagsmálum og munu skila ávinningi, burtséð frá því hvaða mynt er notuð. Þá má jafnframt færa fyrir því rök að slíkar aðgerðir séu nauðsynlegur aðdragandi upptöku annarrar myntar. Aðdáendur og andstæðingar krónunnar hljóta því að sammælast um nauðsyn bættrar hagstjórnar. Meðal nauðsynlegra umbóta má nefna að opinber fjármál vinni í meira mæli gegn hagsveiflum, óstöðugleiki á vinnumarkaði minnki og að dregið verði úr höftum við framkvæmd peningastefnunnar. Með slíkum aðgerðum er hægt að draga úr efnahagslegu umróti og tryggja þannig innlendum aðilum betri aðstæður til að skapa ný verðmæti. Slíkar aðgerðir eru á endanum mikilvægari grundvöllur bættra lífskjara en heiti gjaldmiðilsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Brynjúlfur Björnsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Meirihluti Íslendinga vill taka upp nýjan gjaldmiðil samkvæmt nýlegri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Í tengslum við birtingu könnunarinnar lýstu margir álitsgjafar yfir þeirri skoðun að upptaka annarrar myntar myndi bæta kjör almennings. Þó slíkt geti haft kosti í för með sér, hefur reynsla annarra ríkja sýnt að því fylgja jafnframt ókostir. Tíðar deilur um gjaldmiðilinn færa auk þess kastljósið frá brýnasta verkefninu í efnahagsmálum; bættri hagstjórn. Það mun ráða meiru um lífskjör en gjaldmiðillinn þegar upp er staðið. Ólík reynsla Norðurlanda Ef við skoðum þróun lífskjara á Norðurlöndum, mælda í landsframleiðslu á mann, má sjá að þróunin hefur verið óhagfelldust í Finnlandi, sem notar evru (mynd 1). Þróunin í Danmörku, sem hefur fest gengi dönsku krónunnar við evruna, er einnig slæm. Ísland, Noregur og Svíþjóð, sem öll nota sína eigin mynt, hafa hins vegar komið betur út. Færa má rök fyrir því að í Finnlandi sé evran ein af orsökum þessarar þróunar. Útflutningsgreinar þar í landi hafa lent í erfiðleikum af þremur ástæðum; vegna falls Nokia, minni eftirspurnar eftir pappír, og efnahagserfiðleika í Rússlandi. Við slíkar aðstæður hefði gengislækkun bætt stöðu annarra útflutningsgreina og veitt þannig viðspyrnu gegn samdrætti og launalækkunum. Vegna myntsamstarfsins er það hins vegar ekki mögulegt. Þannig kom gjaldmiðill, sem endurspeglar ekki efnahagslegan veruleika Finnlands, í veg fyrir sveigjanleika þegar hagkerfið lenti í vandræðum. Aðrar birtingarmyndir hrunsins Íslenska krónan hefur ótvíræða annmarka. Það kom skýrt fram þegar alþjóðlega efnahagslægðin skall á. Hröð veiking og verðbólguskot setti fjárhag margra heimila og fyrirtækja í uppnám, óvissa skapaðist um gjaldgengi gjaldmiðilsins og fjármagnshöft voru talin nauðsynleg til að tryggja gengisstöðugleika. Eftir sjö ár hillir fyrst núna undir afléttingu haftanna. Um tíma var auk þess hætta á því að margt gæti farið úrskeiðis. Kostnaður vegna krónunnar hefur því verið mikill. Sveigjanleiki krónunnar hefur hins vegar reynst dýrmætur. Gengislækkun gerði mörgum útflutningsfyrirtækjum kleift að starfa áfram án þess að þurfa að grípa til stórfelldra uppsagna eða launalækkana. Lækkunin jók jafnframt samkeppnishæfni fyrirtækja og styrkti þannig alþjóðlega stöðu þeirra strax í kjölfar efnahagshrunsins. Sá útflutningsvöxtur sem fylgdi í kjölfarið á stóran þátt í þeim efnahagsbata sem Íslendingar hafa notið á síðustu árum. Með annan gjaldmiðil hefði efnahagslægðin ekki horfið, heldur birst með öðrum hætti. Í stað gengisfalls, verðbólguskots og skuldavanda er líklegra að gengið hefði í garð tímabil mikils atvinnuleysis og hægfara launalækkana. Við slíkar aðstæður hefðu útflutningsgreinar átt erfiðara með að ná viðspyrnu og vaxa af jafn miklum krafti og raunin hefur orðið. Sjálfstæð mynt getur því reynst dýrmæt í sveiflukenndu hagkerfi þegar áföll dynja yfir. Einblínum á aðalatriðin Í stað þess að líta til krónunnar sem orsakar efnahagslegra vandamála væri nær að einblína á hagstjórnina. Endurbætur á því sviði verða alltaf mikilvægasta verkefnið í efnahagsmálum og munu skila ávinningi, burtséð frá því hvaða mynt er notuð. Þá má jafnframt færa fyrir því rök að slíkar aðgerðir séu nauðsynlegur aðdragandi upptöku annarrar myntar. Aðdáendur og andstæðingar krónunnar hljóta því að sammælast um nauðsyn bættrar hagstjórnar. Meðal nauðsynlegra umbóta má nefna að opinber fjármál vinni í meira mæli gegn hagsveiflum, óstöðugleiki á vinnumarkaði minnki og að dregið verði úr höftum við framkvæmd peningastefnunnar. Með slíkum aðgerðum er hægt að draga úr efnahagslegu umróti og tryggja þannig innlendum aðilum betri aðstæður til að skapa ný verðmæti. Slíkar aðgerðir eru á endanum mikilvægari grundvöllur bættra lífskjara en heiti gjaldmiðilsins.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun