
Dapurleg viðbrögð við ályktun borgarstjórnar
Efnahagsþvinganir og viðskiptabönn eru umdeildar aðferðir gagnvart yfirgangi ríkja eða mannréttindabrotum innan ríkja, bæði hvað varðar gagnsemi þeirra og réttlætingu að öðru leyti. Á árunum 1990 til 2003 var í gildi viðskiptabann að frumkvæði Bandaríkjanna gagnvart Írak. Ástæða þess var mjög umdeilanleg en það má vera nokkuð ljóst að gagnsemi þess var mjög lítil. Írak var ekki lýðræðisríki og valdamenn þar létu sér í léttu rúmi liggja þótt viðskiptabannið bitnaði á almenningi, sjálfir voru þeir meira og minna tryggir gagnvart afleiðingum þess. Þetta viðskiptabann kom mjög þungt niður á almenningi í Írak sem átti sér enga möguleika að bregðast við því með því t.d. að knýja stjórnvöld heima fyrir til stefnubreytingar. Ég veit ekki hvort einhver af þeim sem nú gagnrýna ákvörðum borgarstjórnar Reykjavíkur hvað harðast talaði gegn því viðskiptabanni á sínum tíma. Kannski einhverjir, en ábyggilega ekki margir.
Ísland tekur þátt í þvingunum gagnvart Rússlandi vegna afstöðu Rússa í Úkraínu og innlimun Krímskagans. Þær aðgerðir eru réttlættar með innlimun Krímskagans, það sé fáheyrt að ríki innlimi hluta af öðru ríki og við því verði að bregðast. Íslensk stjórnvöld taka einarðlega þátt í þessum aðgerðum þótt það stórskaði viðskiptahagsmuni Íslands. En á meðan er litið fram hjá því, að eftir að Ísrael var stofnað árið 1948, með því að taka undir það hátt í helming þess lands sem hafði tilheyrt Palestínumönnum, hefur Ísrael lagt undir sig um helming þess lands sem Palestínumönnum var þá látið eftir, hernumið mikinn hluta þess lands sem þá var eftir og heldur enn áfram að leggja undir sig land Palestínumanna með landnemabyggðunum í trássi við alþjóðalög. Enn eru um 5 milljónir af 8 milljónum Palestínumanna flóttamenn sem hafa samkvæmt alþjóðalögum fullan rétt til að snúa aftur til heimkynna sinna. Þegar borgarstjórn Reykjavíkur vill bregðast við þessu með því að sniðganga ísraelskar vörur rjúka menn upp og tala hátt um þann skaða sem þessi ákvörðun borgarstjórnar valdi íslenskum hagsmunum.
Gagnsemi efnahagsþvingananna gagnvart Rússlandi er ekki síður umdeilanleg en gagnsemi annarra slíkra aðgerða. En líklega er besta dæmið um gagnsemi slíkra þvingana þær sem beitt var gagnvart Suður-Afríku á sínum tíma til að uppræta apartheid-stefnuna. Þessar aðgerðir voru reyndar mjög víðtækar, þær voru bæði efnahagslegar og á sviði samskipta, svo sem menningarlegra og varðandi íþróttakeppnir. Að þeim stóðu Sameinuðu þjóðirnar, einstök ríki, þ.á.m. Bandaríkin, og ýmis félagasamtök á sviði menningar og íþrótta. Ísrael er að mörgu leyti sambærilegt við Suður-Afríku þess tíma. Ríkið er lýðræðisríki gagnvart þeim hluta íbúa sem ekki er kúgaður og bæði stjórnvöld og þjóðin telja sig í hópi vestrænna samfélaga. Vegna þessa eðlis Suður-Afríku virkaði viðskipta- og samskiptabannið á sínum tíma og þess vegna má ætla að samsvarandi aðgerðir gagnvart Ísrael gætu virkað. Vestræn ríki eru hins vegar treg til að hafa frumkvæði að þeim og þess vegna er mikilvægt að almenningur, félagasamtök og t.d. sveitarstjórnir taki frumkvæðið.
Það má auðvitað deila um gagnsemi aðgerða á borð við þær sem borgarstjórn ákvað með samþykkt sinni. En hin neikvæð viðbrögð sýna í flestum tilvikum dapurlegan tvískinnung og afneitun gagnvart þeirri alvöru sem felst í þeim mannréttindabrotum og stríðsglæpum sem ísraelsk stjórnvöld hafa stundað áratugum saman.
Skoðun

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta:
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar

Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi
Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar

Styrk stjórn gefur góðan árangur
Ásthildur Sturludóttir skrifar

„Bara ef það hentar mér“
Hákon Gunnarsson skrifar

Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi
Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar

Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni?
Sigurður Ragnarsson skrifar

Borgin græna og ábyrgðin gráa
Daði Freyr Ólafsson skrifar

Stalín á ekki roð í algrímið
Halldóra Mogensen skrifar

Sorrý, Andrés
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk?
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Gamalt vín á nýjum belgjum
Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla
Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Aukinn stuðningur við ESB og NATO
Pawel Bartoszek skrifar

Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Hvernig er veðrið þarna uppi?
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Að leita er að læra
Ragnar Sigurðsson skrifar

Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni
Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar

Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Þetta er ekki raunverulegt réttlæti
Snorri Másson skrifar

Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun
Daníel Rúnarsson skrifar

Vofa illsku, vofa grimmdar
Haukur Már Haraldsson skrifar

Á að láta trúð ráða ferðinni?
Ingólfur Steinsson skrifar

Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs
Ásdís Kristjánsdóttir skrifar

Ofþétting byggðar í Breiðholti?
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð
Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar

Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð?
Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar

Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref!
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið
Árni Stefán Árnason skrifar