Er borginni treystandi fyrir byggingarréttargjaldinu? Kristinn Steinn Traustason skrifar 22. júní 2015 20:03 Reykjavíkurborg ákvað fyrir nokkrum árum að innheimta svonefnt byggingarréttargjald af umsækjendum um lóðir en gjaldið er greitt fyrir byggingarrétt á lóðum umfram gatnagerðagjald. Gatnagerðagjald er hins vegar lögboðið gjald sem sveitafélögum er heimilt að innheimta til að standa straum af gatnagerð og kostnaði við að gera lóðir byggingarhæfar. Í hverfinu mínu, Úlfarsárdal, var tilvonandi íbúum talin trú um að með því að greiða hið svokallaða byggingarréttargjald fengju þeir hraða uppbyggingu á þjónustu í hverfinu, það er að segja á skóla og íþróttaaðstöðu. Því má segja að íbúar hverfisins hafi staðgreitt uppbygginguna. Tilvonandi lóðarhöfum var jafnvel egnt saman með útboði til að fá sem hæst verð fyrir lóðirnar.Ólögleg skattheimta?Nú er komin nokkur reynsla á gjaldið hjá borginni og hver skyldi hún vera? Jú, sjaldan eða aldrei hefur gengið jafn hægt að byggja innviði nokkurs hverfis. Ég spyr því hvort er um að ræða gjald sem standa á undir uppbyggingu innviða eins og fyrirheit voru gefin um eða er þetta í raun almennur skattur á þá sem vilja byggja og búa í Reykjavík? Þarf slík skattheimta þá ekki að eiga sér stoð í lögum? Einnig er vert að benda á að frá því að byggingarréttargjaldið var tekið upp hefur lóðaverð sem hlutfall af byggingarkostnaði farið úr 4% í rúm 17%. Kemur það að sjálfsögðu beint inn í hækkun byggingarkostnaðar og söluverðs eigna sem aftur skilar sér í hærra íbúa- og leiguverði fyrir barnafjölskyldur. Með nýju aðalskipulagi Reykjavíkur er gert ráð fyrir mikilli þéttingu byggðar sem er gott og göfugt markmið í sjálfu sér. Í því sambandi hafa borgarfulltrúar boðað að með breyttu skipulagi og auknu byggingarmagni á þéttingarreitum skuli greiða byggingarréttargjald. Vonandi fá þeir sem gjaldið greiða áreiðanlega tryggingu fyrir því að gjaldið verði notað í uppbyggingu innviða í hverfunum.Trausti rúin borgarstjórnNýverið kynnti borgarstjóri uppbyggingaráform á þjónustu í Úlfarsárdal en þar á að byggja skóla, sundlaug, menningarmiðstöð og íþróttaaðstöðu fyrir Knattspyrnufélagið Fram. Gert er ráð fyrir að sú uppbygging taki minnst 7 ár. Eftir 7 ár héðan í frá verða því liðin 15 ár frá því að fyrstu íbúar Úlfarsárdals fluttu í hverfið og um aldarfjórðungur frá því fólk flutti fyrst í Grafarholtið. Og það þrátt fyrir að íbúar hafi nú þegar staðgreitt fyrir uppbygginguna sem þá á loksins að vera lokið. Það verður seint kölluð hröð uppbygging innviða í borgarhverfi og ég tel af fenginni reynslu að skrifa eigi í skipulagslög að sveitarfélögum verði óheimilt að hefja lóðaúthlutun í nýjum hverfum fyrr en þar hafi verið reist íþróttaaðstaða og skóli. Traust margra íbúa á borgaryfirvöldum er ekki til staðar og víða eru djúp sár sem getur reynst erfitt að græða. Sást það best í síðustu kosningum þar sem fjölmargir skiluðu sér ekki á kjörstað. Ef borgin vill láta taka sig alvarlega og endurheimta traustið þegar kemur að sölu byggingarréttar þarf hún að gera betur en þetta. Kristinn Steinn TraustasonHöfundur er formaður íbúasamtaka Úlfarsárdals Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg ákvað fyrir nokkrum árum að innheimta svonefnt byggingarréttargjald af umsækjendum um lóðir en gjaldið er greitt fyrir byggingarrétt á lóðum umfram gatnagerðagjald. Gatnagerðagjald er hins vegar lögboðið gjald sem sveitafélögum er heimilt að innheimta til að standa straum af gatnagerð og kostnaði við að gera lóðir byggingarhæfar. Í hverfinu mínu, Úlfarsárdal, var tilvonandi íbúum talin trú um að með því að greiða hið svokallaða byggingarréttargjald fengju þeir hraða uppbyggingu á þjónustu í hverfinu, það er að segja á skóla og íþróttaaðstöðu. Því má segja að íbúar hverfisins hafi staðgreitt uppbygginguna. Tilvonandi lóðarhöfum var jafnvel egnt saman með útboði til að fá sem hæst verð fyrir lóðirnar.Ólögleg skattheimta?Nú er komin nokkur reynsla á gjaldið hjá borginni og hver skyldi hún vera? Jú, sjaldan eða aldrei hefur gengið jafn hægt að byggja innviði nokkurs hverfis. Ég spyr því hvort er um að ræða gjald sem standa á undir uppbyggingu innviða eins og fyrirheit voru gefin um eða er þetta í raun almennur skattur á þá sem vilja byggja og búa í Reykjavík? Þarf slík skattheimta þá ekki að eiga sér stoð í lögum? Einnig er vert að benda á að frá því að byggingarréttargjaldið var tekið upp hefur lóðaverð sem hlutfall af byggingarkostnaði farið úr 4% í rúm 17%. Kemur það að sjálfsögðu beint inn í hækkun byggingarkostnaðar og söluverðs eigna sem aftur skilar sér í hærra íbúa- og leiguverði fyrir barnafjölskyldur. Með nýju aðalskipulagi Reykjavíkur er gert ráð fyrir mikilli þéttingu byggðar sem er gott og göfugt markmið í sjálfu sér. Í því sambandi hafa borgarfulltrúar boðað að með breyttu skipulagi og auknu byggingarmagni á þéttingarreitum skuli greiða byggingarréttargjald. Vonandi fá þeir sem gjaldið greiða áreiðanlega tryggingu fyrir því að gjaldið verði notað í uppbyggingu innviða í hverfunum.Trausti rúin borgarstjórnNýverið kynnti borgarstjóri uppbyggingaráform á þjónustu í Úlfarsárdal en þar á að byggja skóla, sundlaug, menningarmiðstöð og íþróttaaðstöðu fyrir Knattspyrnufélagið Fram. Gert er ráð fyrir að sú uppbygging taki minnst 7 ár. Eftir 7 ár héðan í frá verða því liðin 15 ár frá því að fyrstu íbúar Úlfarsárdals fluttu í hverfið og um aldarfjórðungur frá því fólk flutti fyrst í Grafarholtið. Og það þrátt fyrir að íbúar hafi nú þegar staðgreitt fyrir uppbygginguna sem þá á loksins að vera lokið. Það verður seint kölluð hröð uppbygging innviða í borgarhverfi og ég tel af fenginni reynslu að skrifa eigi í skipulagslög að sveitarfélögum verði óheimilt að hefja lóðaúthlutun í nýjum hverfum fyrr en þar hafi verið reist íþróttaaðstaða og skóli. Traust margra íbúa á borgaryfirvöldum er ekki til staðar og víða eru djúp sár sem getur reynst erfitt að græða. Sást það best í síðustu kosningum þar sem fjölmargir skiluðu sér ekki á kjörstað. Ef borgin vill láta taka sig alvarlega og endurheimta traustið þegar kemur að sölu byggingarréttar þarf hún að gera betur en þetta. Kristinn Steinn TraustasonHöfundur er formaður íbúasamtaka Úlfarsárdals
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun