Eru þið virkilega að bera ykkur saman við viðskiptafræðinga? Aðalheiður Gígja Isaksen skrifar 11. maí 2015 12:02 „Eru þið virkilega að bera ykkur saman við viðskipta- og hagfræðinga?“ sagði maðurinn í samninganefnd ríkisins í yfirlætistóni við samstarfskonu mína á samningafundi nýlega, þegar fulltrúar lífeindafræðinga voru að bera saman sín laun við laun annarra starfsstétta hjá Ríkinu. Við vinnum báðar í Blóðbankanum, hún er lífeindafræðingur og ég náttúrufræðingur. Hún sagðist mest hafa séð eftir því að hafa ekki sagt þessum háa herra að í raun ætti hún að vera hærra launuð en viðskiptafræðingur því hún væri meira menntuð. Það tekur nefnilega þrjú ár að útskrifa viðskiptafræðing og hagfræðing en fjögur ár að búa til útskrifa lífeindafræðing. Hvað get ég þá sagt, lífefnafræðingurinn með mastersprófið í heilbrigðisvísindum frá Læknadeild Háskóla Íslands? Ég á að baki 5 ára háskólanám, ég hlýt þá að eiga að vera enn þá hærra launuð en viðskiptafræðingurinn, eða hvað? Nei, bíddu bíddu, hann viðskiptafræðingurinn er að sýsla með peninga en okkar starf felur í sér að taka þátt í lífsbjargandi meðferð fyrir fárveikt fólk. Það sér það hver maður að peningarnir trompa alltaf fólkið, eða hvað? Það finnst mér alla vega stundum þegar ég skoða launaseðilinn minn. En af hverju er ég að setja mig á þennan háa hest og finnast ég eiga að sjá hærri tölu á launaseðlinum? Vegna þess að starfið sem ég vinn er mikilvægt, krefst mikillar sérþekkingar, er unnið á öllum tímum sólarhringsins og oft undir miklu álagi, þar sem hver sekúnda skiptir máli. Auðvitað fylgir því líka ákveðin gleði að fara heim úr vinnunni eftir vinnudaginn eða næturvaktina og vita að maður hafi lagt sitt að af mörkum við meðferð fjölmargra sjúklinga. Konan sem fór að blæða í keisaranum lifði af, maðurinn með slagæðagúlpinn sem sprakk er kominn úr aðgerð og nýburinn sem þurfti blóðhluta eftir fæðingu er allur að hressast. En vitið þið bara hvað?, Gleðin borgar ekki reikningana og námslánin, svo einfalt er það bara. Ég og samstarfsfólk mitt í Blóðbankanum, sem og annars staðar á Landspítalanum erum ekki að fara fram á 50-100 prósent launahækkun eins og haldið hefur verið fram. Við erum ekki heldur að heimta að okkur sé umbunað umfram aðrar stéttir. Við viljum bara að menntun okkar og sérþekking verði metin að verðleikum og það viðurkennt að við erum ómissandi eins og aðrar stéttir sem starfa innan spítalans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Skoðun Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
„Eru þið virkilega að bera ykkur saman við viðskipta- og hagfræðinga?“ sagði maðurinn í samninganefnd ríkisins í yfirlætistóni við samstarfskonu mína á samningafundi nýlega, þegar fulltrúar lífeindafræðinga voru að bera saman sín laun við laun annarra starfsstétta hjá Ríkinu. Við vinnum báðar í Blóðbankanum, hún er lífeindafræðingur og ég náttúrufræðingur. Hún sagðist mest hafa séð eftir því að hafa ekki sagt þessum háa herra að í raun ætti hún að vera hærra launuð en viðskiptafræðingur því hún væri meira menntuð. Það tekur nefnilega þrjú ár að útskrifa viðskiptafræðing og hagfræðing en fjögur ár að búa til útskrifa lífeindafræðing. Hvað get ég þá sagt, lífefnafræðingurinn með mastersprófið í heilbrigðisvísindum frá Læknadeild Háskóla Íslands? Ég á að baki 5 ára háskólanám, ég hlýt þá að eiga að vera enn þá hærra launuð en viðskiptafræðingurinn, eða hvað? Nei, bíddu bíddu, hann viðskiptafræðingurinn er að sýsla með peninga en okkar starf felur í sér að taka þátt í lífsbjargandi meðferð fyrir fárveikt fólk. Það sér það hver maður að peningarnir trompa alltaf fólkið, eða hvað? Það finnst mér alla vega stundum þegar ég skoða launaseðilinn minn. En af hverju er ég að setja mig á þennan háa hest og finnast ég eiga að sjá hærri tölu á launaseðlinum? Vegna þess að starfið sem ég vinn er mikilvægt, krefst mikillar sérþekkingar, er unnið á öllum tímum sólarhringsins og oft undir miklu álagi, þar sem hver sekúnda skiptir máli. Auðvitað fylgir því líka ákveðin gleði að fara heim úr vinnunni eftir vinnudaginn eða næturvaktina og vita að maður hafi lagt sitt að af mörkum við meðferð fjölmargra sjúklinga. Konan sem fór að blæða í keisaranum lifði af, maðurinn með slagæðagúlpinn sem sprakk er kominn úr aðgerð og nýburinn sem þurfti blóðhluta eftir fæðingu er allur að hressast. En vitið þið bara hvað?, Gleðin borgar ekki reikningana og námslánin, svo einfalt er það bara. Ég og samstarfsfólk mitt í Blóðbankanum, sem og annars staðar á Landspítalanum erum ekki að fara fram á 50-100 prósent launahækkun eins og haldið hefur verið fram. Við erum ekki heldur að heimta að okkur sé umbunað umfram aðrar stéttir. Við viljum bara að menntun okkar og sérþekking verði metin að verðleikum og það viðurkennt að við erum ómissandi eins og aðrar stéttir sem starfa innan spítalans.
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun