Frumvarp að ólögum Ólafur Valsson skrifar 13. maí 2015 18:56 Iðnaðarráðherra hefur lagt fram á Alþingi tvö þingmál sem snúa að flutningskerfi raforku; breytingu á raforkulögum og þingsályktun um raflínur. Ráðherra vill með þessu lögfesta löngu úrelta stefnu Landsnets í jarðstrengjamálum. Stefna þessi hefur sætt mikilli og réttmætri gagnrýni og er hún á skjön við viðteknar og nútímalegri venjur annars staðar í heiminum. Þessi forneskjulega stefna hefur í reynd orðið til þess að fyrirtækið Landsnet hefur klúðrað því eina markmiði sem því eru sett í lögum; að reka flutningskerfi raforku sem uppfyllir lágmarkskröfur sem gerðar eru til slíkra kerfa á hverjum tíma. Það er mikill misskilningur hjá ráðherra ef hann telur að það að lögfesta forneskjulega stefnu muni skapa sátt. Það virðast forsvarsmenn Landsnets þó hafa talið honum trú um. Það var þessi gamaldags stefna Landsnets sem ásamt öðru varð til þess á sínum tíma að sett var á laggirnar ráðherraskipuð nefnd með það hlutverk að leita leiða til að auka vægi jarðstrengja í flutningskerfinu. Í þeirri nefnd átti sæti þáverandi forstjóri Landsnets. Hann lagði til að stefna Landsnets yrði ályktun nefndarinnar. Skemmst er frá að segja að nefndin hafnaði þessari tillögu umsvifalaust. Það var árið 2013. Nú bregður hinsvegar svo við að þessi úrelta stefna er rauði þráðurinn í þingsályktunartillögu ráðherra sem Alþingi fjallar nú um. Þar hefur forsvarmönnum Landsnets tekist að blekkja ráðherrann. Rétt er að minnast í þessu samhengi að fulltrúar Landsnets hafa ítrekað verið gerðir afturreka með fullyrðingar sínar um jarðstrengi, bæði kostnað og tækni og sýnt að þeir valda ekki hlutverki sínu. Ein mantra fyrrverandi forstjóra Landsnets er margtuggin - en engu að síður kolröng. Sú er að Landsneti sé ekki heimilt samkvæmt núverandi lögum að leggja jarðstrengi. Ráðherra leggur í þessu sem öðru trúnað á orð forstjórans og gekk svo langt að fullyrða um þetta á Alþingi. Hvergi í lögunum er nokkuð sem bannar Landsneti að leggja jarðstrengi. Þetta hefur ráðherranum reyndar ítrekað verið bent á af, meðal annarra, löglærðu fólki en ráðherra velur að trúa frekar ærurúnum forsvarmönnum Landsnets. Hverju sætir? Setjum nú svo að lögmennirnir hafi allir rangt fyrir sér og núgildandi lög banni Landsneti að leggja jarðstrengi. Hvernig ætlar ráherra þá að bregðast við ítrekuðum lögbrotum Landsnets? Fyrirtækið hefur nú þegar lagt jarðstrengi á allnokkrum stöðum á landinu, þó með tregðu sé. Ég skora á þingheim að hafna þessu frumvarpi að ólögum og metnaðarlausri tillögu að þingsályktun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skoðun Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Iðnaðarráðherra hefur lagt fram á Alþingi tvö þingmál sem snúa að flutningskerfi raforku; breytingu á raforkulögum og þingsályktun um raflínur. Ráðherra vill með þessu lögfesta löngu úrelta stefnu Landsnets í jarðstrengjamálum. Stefna þessi hefur sætt mikilli og réttmætri gagnrýni og er hún á skjön við viðteknar og nútímalegri venjur annars staðar í heiminum. Þessi forneskjulega stefna hefur í reynd orðið til þess að fyrirtækið Landsnet hefur klúðrað því eina markmiði sem því eru sett í lögum; að reka flutningskerfi raforku sem uppfyllir lágmarkskröfur sem gerðar eru til slíkra kerfa á hverjum tíma. Það er mikill misskilningur hjá ráðherra ef hann telur að það að lögfesta forneskjulega stefnu muni skapa sátt. Það virðast forsvarsmenn Landsnets þó hafa talið honum trú um. Það var þessi gamaldags stefna Landsnets sem ásamt öðru varð til þess á sínum tíma að sett var á laggirnar ráðherraskipuð nefnd með það hlutverk að leita leiða til að auka vægi jarðstrengja í flutningskerfinu. Í þeirri nefnd átti sæti þáverandi forstjóri Landsnets. Hann lagði til að stefna Landsnets yrði ályktun nefndarinnar. Skemmst er frá að segja að nefndin hafnaði þessari tillögu umsvifalaust. Það var árið 2013. Nú bregður hinsvegar svo við að þessi úrelta stefna er rauði þráðurinn í þingsályktunartillögu ráðherra sem Alþingi fjallar nú um. Þar hefur forsvarmönnum Landsnets tekist að blekkja ráðherrann. Rétt er að minnast í þessu samhengi að fulltrúar Landsnets hafa ítrekað verið gerðir afturreka með fullyrðingar sínar um jarðstrengi, bæði kostnað og tækni og sýnt að þeir valda ekki hlutverki sínu. Ein mantra fyrrverandi forstjóra Landsnets er margtuggin - en engu að síður kolröng. Sú er að Landsneti sé ekki heimilt samkvæmt núverandi lögum að leggja jarðstrengi. Ráðherra leggur í þessu sem öðru trúnað á orð forstjórans og gekk svo langt að fullyrða um þetta á Alþingi. Hvergi í lögunum er nokkuð sem bannar Landsneti að leggja jarðstrengi. Þetta hefur ráðherranum reyndar ítrekað verið bent á af, meðal annarra, löglærðu fólki en ráðherra velur að trúa frekar ærurúnum forsvarmönnum Landsnets. Hverju sætir? Setjum nú svo að lögmennirnir hafi allir rangt fyrir sér og núgildandi lög banni Landsneti að leggja jarðstrengi. Hvernig ætlar ráherra þá að bregðast við ítrekuðum lögbrotum Landsnets? Fyrirtækið hefur nú þegar lagt jarðstrengi á allnokkrum stöðum á landinu, þó með tregðu sé. Ég skora á þingheim að hafna þessu frumvarpi að ólögum og metnaðarlausri tillögu að þingsályktun.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun