Frumvarp að ólögum Ólafur Valsson skrifar 13. maí 2015 18:56 Iðnaðarráðherra hefur lagt fram á Alþingi tvö þingmál sem snúa að flutningskerfi raforku; breytingu á raforkulögum og þingsályktun um raflínur. Ráðherra vill með þessu lögfesta löngu úrelta stefnu Landsnets í jarðstrengjamálum. Stefna þessi hefur sætt mikilli og réttmætri gagnrýni og er hún á skjön við viðteknar og nútímalegri venjur annars staðar í heiminum. Þessi forneskjulega stefna hefur í reynd orðið til þess að fyrirtækið Landsnet hefur klúðrað því eina markmiði sem því eru sett í lögum; að reka flutningskerfi raforku sem uppfyllir lágmarkskröfur sem gerðar eru til slíkra kerfa á hverjum tíma. Það er mikill misskilningur hjá ráðherra ef hann telur að það að lögfesta forneskjulega stefnu muni skapa sátt. Það virðast forsvarsmenn Landsnets þó hafa talið honum trú um. Það var þessi gamaldags stefna Landsnets sem ásamt öðru varð til þess á sínum tíma að sett var á laggirnar ráðherraskipuð nefnd með það hlutverk að leita leiða til að auka vægi jarðstrengja í flutningskerfinu. Í þeirri nefnd átti sæti þáverandi forstjóri Landsnets. Hann lagði til að stefna Landsnets yrði ályktun nefndarinnar. Skemmst er frá að segja að nefndin hafnaði þessari tillögu umsvifalaust. Það var árið 2013. Nú bregður hinsvegar svo við að þessi úrelta stefna er rauði þráðurinn í þingsályktunartillögu ráðherra sem Alþingi fjallar nú um. Þar hefur forsvarmönnum Landsnets tekist að blekkja ráðherrann. Rétt er að minnast í þessu samhengi að fulltrúar Landsnets hafa ítrekað verið gerðir afturreka með fullyrðingar sínar um jarðstrengi, bæði kostnað og tækni og sýnt að þeir valda ekki hlutverki sínu. Ein mantra fyrrverandi forstjóra Landsnets er margtuggin - en engu að síður kolröng. Sú er að Landsneti sé ekki heimilt samkvæmt núverandi lögum að leggja jarðstrengi. Ráðherra leggur í þessu sem öðru trúnað á orð forstjórans og gekk svo langt að fullyrða um þetta á Alþingi. Hvergi í lögunum er nokkuð sem bannar Landsneti að leggja jarðstrengi. Þetta hefur ráðherranum reyndar ítrekað verið bent á af, meðal annarra, löglærðu fólki en ráðherra velur að trúa frekar ærurúnum forsvarmönnum Landsnets. Hverju sætir? Setjum nú svo að lögmennirnir hafi allir rangt fyrir sér og núgildandi lög banni Landsneti að leggja jarðstrengi. Hvernig ætlar ráherra þá að bregðast við ítrekuðum lögbrotum Landsnets? Fyrirtækið hefur nú þegar lagt jarðstrengi á allnokkrum stöðum á landinu, þó með tregðu sé. Ég skora á þingheim að hafna þessu frumvarpi að ólögum og metnaðarlausri tillögu að þingsályktun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skoðun Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Iðnaðarráðherra hefur lagt fram á Alþingi tvö þingmál sem snúa að flutningskerfi raforku; breytingu á raforkulögum og þingsályktun um raflínur. Ráðherra vill með þessu lögfesta löngu úrelta stefnu Landsnets í jarðstrengjamálum. Stefna þessi hefur sætt mikilli og réttmætri gagnrýni og er hún á skjön við viðteknar og nútímalegri venjur annars staðar í heiminum. Þessi forneskjulega stefna hefur í reynd orðið til þess að fyrirtækið Landsnet hefur klúðrað því eina markmiði sem því eru sett í lögum; að reka flutningskerfi raforku sem uppfyllir lágmarkskröfur sem gerðar eru til slíkra kerfa á hverjum tíma. Það er mikill misskilningur hjá ráðherra ef hann telur að það að lögfesta forneskjulega stefnu muni skapa sátt. Það virðast forsvarsmenn Landsnets þó hafa talið honum trú um. Það var þessi gamaldags stefna Landsnets sem ásamt öðru varð til þess á sínum tíma að sett var á laggirnar ráðherraskipuð nefnd með það hlutverk að leita leiða til að auka vægi jarðstrengja í flutningskerfinu. Í þeirri nefnd átti sæti þáverandi forstjóri Landsnets. Hann lagði til að stefna Landsnets yrði ályktun nefndarinnar. Skemmst er frá að segja að nefndin hafnaði þessari tillögu umsvifalaust. Það var árið 2013. Nú bregður hinsvegar svo við að þessi úrelta stefna er rauði þráðurinn í þingsályktunartillögu ráðherra sem Alþingi fjallar nú um. Þar hefur forsvarmönnum Landsnets tekist að blekkja ráðherrann. Rétt er að minnast í þessu samhengi að fulltrúar Landsnets hafa ítrekað verið gerðir afturreka með fullyrðingar sínar um jarðstrengi, bæði kostnað og tækni og sýnt að þeir valda ekki hlutverki sínu. Ein mantra fyrrverandi forstjóra Landsnets er margtuggin - en engu að síður kolröng. Sú er að Landsneti sé ekki heimilt samkvæmt núverandi lögum að leggja jarðstrengi. Ráðherra leggur í þessu sem öðru trúnað á orð forstjórans og gekk svo langt að fullyrða um þetta á Alþingi. Hvergi í lögunum er nokkuð sem bannar Landsneti að leggja jarðstrengi. Þetta hefur ráðherranum reyndar ítrekað verið bent á af, meðal annarra, löglærðu fólki en ráðherra velur að trúa frekar ærurúnum forsvarmönnum Landsnets. Hverju sætir? Setjum nú svo að lögmennirnir hafi allir rangt fyrir sér og núgildandi lög banni Landsneti að leggja jarðstrengi. Hvernig ætlar ráherra þá að bregðast við ítrekuðum lögbrotum Landsnets? Fyrirtækið hefur nú þegar lagt jarðstrengi á allnokkrum stöðum á landinu, þó með tregðu sé. Ég skora á þingheim að hafna þessu frumvarpi að ólögum og metnaðarlausri tillögu að þingsályktun.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar