Um mikilvægi hjóna- og fjölskyldumeðferðar Þorleifur Kr. Níelsson skrifar 27. nóvember 2012 08:00 Þessi grein er skrifuð með það að markmiði að vekja almenning og stjórnvöld til umhugsunar um mikilvægi hjóna- og fjölskyldumeðferðar. Í gegnum tíðina hefur þessi fagþjónusta ýmist verið kennd við ráðgjöf eða meðferð. Eins og nafnið gefur til kynna þá snýst hjóna- og fjölskyldumeðferð um að fólk leitar til meðferðaraðila til að ráða bót á sínum vandamálum sem tengjast parsambandi eða fjölskyldutengslum.Mismunandi þekking Á Íslandi hefur fagfólk sem veitir hjóna- og fjölskyldumeðferð mismunandi faglega þekkingu og reynslu. Það stafar af því að nám í fjölskyldumeðferð er oftast þverfaglegt framhaldsnám. Einnig hefur það áhrif að þeir sem veita hjóna- og fjölskyldumeðferð hafa ekki löggilt starfsheiti eins og til dæmis sálfræðingar og félagsráðgjafar. Þetta leiðir af sér að fagfólk á þessu sviði titlar sig margs konar starfsheitum. Dæmi um starfsheiti þeirra sem veita hjóna- og fjölskyldumeðferð eru fjölskyldufræðingur, fjölskyldumeðferðarfræðingur, fjölskylduþerapisti, hjónabandsráðgjafi og fjölskylduráðgjafi. Þess má geta að síðan 2009 hefur hérlendis verið í boði nám á meistarastigi í fjölskyldumeðferð. Tilkoma þessa náms hefur nú þegar haft jákvæð áhrif og aukið faglega þekkingu á sviði hjóna- og fjölskyldumeðferðar á Íslandi. Það er góð regla þegar pantaður er tími í hjóna- eða fjölskyldumeðferð að spyrja viðkomandi fagmann hvaða menntun hann hefur.Hluti af opinberri þjónustu Þjónusta sjálfstætt starfandi fagfólks, eins og til dæmis sálfræðinga, félagsráðgjafa og fjölskylduráðgjafa, er ekki niðurgreidd af sjúkratryggingum Íslands eins og sum önnur heilbrigðisþjónusta. Það er umhugsunarvert að þjónustu sem beinist að sálarlífi fólks, fjölskyldutengslum og hjóna- eða parsambandi sé ekki gert jafn hátt undir höfði í íslenska heilbrigðiskerfinu og annarri heilbrigðisþjónustu. Þó er hægt að benda á að flest stéttarfélög styrkja sína félagsmenn sem kjósa að fara í hjóna- eða fjölskyldumeðferð. Þessi þjónusta er sums staðar veitt í sérhæfðum meðferðarúrræðum innan heilbrigðiskerfisins, barnaverndar- og félagsþjónustu sveitarfélaga. Hið opinbera getur hér gert betur með því að auka vægi hjóna- og fjölskyldumeðferðar frá því sem nú er. Nýleg umræða um mikla bið eftir geðheilbrigðisþjónustu kemur hér við sögu. Ef hjóna- og fjölskyldumeðferð yrði gert hærra undir höfði þá myndi það líklega leiða til þess að bið og álag á geðheilbrigðisþjónustu landsins myndi minnka.Ekkert tiltökumál Víða úti í hinum stóra heimi þykir það ekkert tiltökumál að fara í meðferð við hinum ýmsu vandamálum sem tengjast hjónabandi eða fjölskyldutengslum. Á Íslandi er það enn þá þannig að mörgum finnst það vera þung spor að stíga að panta sér tíma í viðtalsmeðferð og finnst sumum það jafnvel vera skammarlegt að einhverju leyti. Þetta þarf ekki að vera svona. Með aukinni umræðu um mikilvægi þess að fólk leiti sér hjálpar þegar eitthvað bjátar á er hægt að eyða fordómum. Þeir sem fara í hjóna- eða fjölskyldumeðferð eiga að vera stoltir af því að hafa stigið það skref að leita faglegrar aðstoðar fyrir sig og sína, það er oft ansi mikið í húfi þegar fjölskyldan er annars vegar. Hefur þú eða maki þinn einhvern tímann hugleitt það að leita aðstoðar hjá fagfólki vegna sambúðarerfiðleika? Er kynlífið í lagi? Er unglingurinn þinn að gera þig gráhærða/an fyrir aldur fram? Þekkir þú einhvern sem hefur ekki talað við nákominn fjölskyldumeðlim í langan tíma? Finnst þér þú ekki fá nógu mikinn stuðning frá þeim sem næst þér standa? Líður þér stundum illa án þess að gera þér fyllilega grein fyrir því hvað veldur vanlíðaninni? Þetta eru aðeins örfáar spurningar til að fá þá sem þessa grein lesa til að hugsa um hvort þeir hafi einhvern tíma haft þörf fyrir hjóna- eða fjölskyldumeðferð. Algengur misskilningur er að fjölskyldumeðferð gangi út á að öll fjölskyldan fari í viðtalsmeðferð en það þarf ekki endilega að vera svo. Stundum er nóg fyrir suma fjölskyldumeðlimi að koma í einn viðtalstíma á meðan aðrir í fjölskyldunni þurfa að koma oftar til að vinna í sínum málum.Lokaorð Þessi grein er langt því frá að vera tæmandi umfjöllun um hjóna- og fjölskyldumeðferð. Vonandi fær hún stjórnvöld til að hugleiða þann kost að niðurgreiða þjónustu þeirra fagaðila sem veita hjóna- og fjölskyldumeðferð. Einnig er tilgangurinn með þessari grein að fá þig, lesandi góður, til að staldra við og hugleiða hvort þú eða einhver þér nákominn gæti haft þörf fyrir þessa fagþjónustu. Ef svo er þá er þessi grein ekki síst hvatning til þín um að gera eitthvað í málunum áður en það verður of seint. Það að tala við óháðan meðferðaraðila um sín mál getur haft jákvæð áhrif og kannski orðið til þess að þú, kæri lesandi, sjáir fleiri möguleika í stöðunni en þú sérð núna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Þessi grein er skrifuð með það að markmiði að vekja almenning og stjórnvöld til umhugsunar um mikilvægi hjóna- og fjölskyldumeðferðar. Í gegnum tíðina hefur þessi fagþjónusta ýmist verið kennd við ráðgjöf eða meðferð. Eins og nafnið gefur til kynna þá snýst hjóna- og fjölskyldumeðferð um að fólk leitar til meðferðaraðila til að ráða bót á sínum vandamálum sem tengjast parsambandi eða fjölskyldutengslum.Mismunandi þekking Á Íslandi hefur fagfólk sem veitir hjóna- og fjölskyldumeðferð mismunandi faglega þekkingu og reynslu. Það stafar af því að nám í fjölskyldumeðferð er oftast þverfaglegt framhaldsnám. Einnig hefur það áhrif að þeir sem veita hjóna- og fjölskyldumeðferð hafa ekki löggilt starfsheiti eins og til dæmis sálfræðingar og félagsráðgjafar. Þetta leiðir af sér að fagfólk á þessu sviði titlar sig margs konar starfsheitum. Dæmi um starfsheiti þeirra sem veita hjóna- og fjölskyldumeðferð eru fjölskyldufræðingur, fjölskyldumeðferðarfræðingur, fjölskylduþerapisti, hjónabandsráðgjafi og fjölskylduráðgjafi. Þess má geta að síðan 2009 hefur hérlendis verið í boði nám á meistarastigi í fjölskyldumeðferð. Tilkoma þessa náms hefur nú þegar haft jákvæð áhrif og aukið faglega þekkingu á sviði hjóna- og fjölskyldumeðferðar á Íslandi. Það er góð regla þegar pantaður er tími í hjóna- eða fjölskyldumeðferð að spyrja viðkomandi fagmann hvaða menntun hann hefur.Hluti af opinberri þjónustu Þjónusta sjálfstætt starfandi fagfólks, eins og til dæmis sálfræðinga, félagsráðgjafa og fjölskylduráðgjafa, er ekki niðurgreidd af sjúkratryggingum Íslands eins og sum önnur heilbrigðisþjónusta. Það er umhugsunarvert að þjónustu sem beinist að sálarlífi fólks, fjölskyldutengslum og hjóna- eða parsambandi sé ekki gert jafn hátt undir höfði í íslenska heilbrigðiskerfinu og annarri heilbrigðisþjónustu. Þó er hægt að benda á að flest stéttarfélög styrkja sína félagsmenn sem kjósa að fara í hjóna- eða fjölskyldumeðferð. Þessi þjónusta er sums staðar veitt í sérhæfðum meðferðarúrræðum innan heilbrigðiskerfisins, barnaverndar- og félagsþjónustu sveitarfélaga. Hið opinbera getur hér gert betur með því að auka vægi hjóna- og fjölskyldumeðferðar frá því sem nú er. Nýleg umræða um mikla bið eftir geðheilbrigðisþjónustu kemur hér við sögu. Ef hjóna- og fjölskyldumeðferð yrði gert hærra undir höfði þá myndi það líklega leiða til þess að bið og álag á geðheilbrigðisþjónustu landsins myndi minnka.Ekkert tiltökumál Víða úti í hinum stóra heimi þykir það ekkert tiltökumál að fara í meðferð við hinum ýmsu vandamálum sem tengjast hjónabandi eða fjölskyldutengslum. Á Íslandi er það enn þá þannig að mörgum finnst það vera þung spor að stíga að panta sér tíma í viðtalsmeðferð og finnst sumum það jafnvel vera skammarlegt að einhverju leyti. Þetta þarf ekki að vera svona. Með aukinni umræðu um mikilvægi þess að fólk leiti sér hjálpar þegar eitthvað bjátar á er hægt að eyða fordómum. Þeir sem fara í hjóna- eða fjölskyldumeðferð eiga að vera stoltir af því að hafa stigið það skref að leita faglegrar aðstoðar fyrir sig og sína, það er oft ansi mikið í húfi þegar fjölskyldan er annars vegar. Hefur þú eða maki þinn einhvern tímann hugleitt það að leita aðstoðar hjá fagfólki vegna sambúðarerfiðleika? Er kynlífið í lagi? Er unglingurinn þinn að gera þig gráhærða/an fyrir aldur fram? Þekkir þú einhvern sem hefur ekki talað við nákominn fjölskyldumeðlim í langan tíma? Finnst þér þú ekki fá nógu mikinn stuðning frá þeim sem næst þér standa? Líður þér stundum illa án þess að gera þér fyllilega grein fyrir því hvað veldur vanlíðaninni? Þetta eru aðeins örfáar spurningar til að fá þá sem þessa grein lesa til að hugsa um hvort þeir hafi einhvern tíma haft þörf fyrir hjóna- eða fjölskyldumeðferð. Algengur misskilningur er að fjölskyldumeðferð gangi út á að öll fjölskyldan fari í viðtalsmeðferð en það þarf ekki endilega að vera svo. Stundum er nóg fyrir suma fjölskyldumeðlimi að koma í einn viðtalstíma á meðan aðrir í fjölskyldunni þurfa að koma oftar til að vinna í sínum málum.Lokaorð Þessi grein er langt því frá að vera tæmandi umfjöllun um hjóna- og fjölskyldumeðferð. Vonandi fær hún stjórnvöld til að hugleiða þann kost að niðurgreiða þjónustu þeirra fagaðila sem veita hjóna- og fjölskyldumeðferð. Einnig er tilgangurinn með þessari grein að fá þig, lesandi góður, til að staldra við og hugleiða hvort þú eða einhver þér nákominn gæti haft þörf fyrir þessa fagþjónustu. Ef svo er þá er þessi grein ekki síst hvatning til þín um að gera eitthvað í málunum áður en það verður of seint. Það að tala við óháðan meðferðaraðila um sín mál getur haft jákvæð áhrif og kannski orðið til þess að þú, kæri lesandi, sjáir fleiri möguleika í stöðunni en þú sérð núna.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun