Mér er misboðið Elsa B. Friðfinnsdóttir skrifar 7. september 2012 06:00 Mér er misboðið" var yfirskrift tölvupósts sem hjúkrunarfræðingur sendi Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga þegar greint var frá því í fréttum að velferðarráðherra hefði ákveðið að hækka laun forstjóra Landspítala (LSH) um 450 þúsund krónur. Ákvörðunina tók ráðherra án vitundar formanns kjararáðs sem þó á samkvæmt lögum að ákvarða laun forstjórans. Hjúkrunarfræðingum misbýður að hægt sé að hækka laun forstjórans um rúm 20% á sama tíma og skorið er gegndarlaust niður í þjónustunni við sjúklinga. Útköll vegna veikinda starfsmanna eru fátíð, yfirvinna bönnuð þó hún sé sannarlega oft nauðsynleg til að tryggja örugga og góða þjónustu, vinnustundum hjúkrunarfræðinga hefur fækkað um 6% frá 2007 á sama tíma og 4% fjölgun hefur orðið á komum á LSH. Færri hjúkrunarfræðingar eiga því að sinna fleiri sjúklingum, án hærri launa. Til að setja þessa hækkun í samhengi við þær breytingar sem orðið hafa í þjónustu á LSH má benda á að í byrjun sumars var göngudeild fyrir kransæðasjúklinga lokað til að spara sem nam rúmlega einu stöðugildi hjúkrunarfræðings. Sú launahækkun sem ráðherra ákvarðaði forstjóra LSH nú, er ekki fjarri þeirri fjárhæð sem sparaðist við lokun göngudeildarinnar! Ráðherra réttlætti ákvörðunina með því að forstjórinn væri ómissandi í þeim verkefnum sem nú væri unnið að á LSH. Forstjóranum hafði verið boðið betur launað starf erlendis. Rétt er að benda ráðherra á að svo mikil eftirspurn er eftir hjúkrunarfræðingum í Noregi að allir íslenskir hjúkrunarfræðingar gætu fengið starf þar. Öllum hjúkrunarfræðingum á LSH (og annars staðar á landinu) bjóðast því betur launuð störf erlendis. Og allir eru þeir ómissandi. Heilbrigðiskerfið verður ekki rekið án hjúkrunarfræðinga. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga undirritaði kjarasamning við fjármálaráðherra í júní 2011. Í rúmt ár hefur félagið reynt að klára síðari hluta samningagerðarinnar við LSH og aðrar heilbrigðisstofnanir, svokallaða stofnanasamninga. Ætlar velferðarráðherra að ákvarða hjúkrunarfræðingum rúmlega 20% launahækkun í stofnanasamningum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Sjá meira
Mér er misboðið" var yfirskrift tölvupósts sem hjúkrunarfræðingur sendi Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga þegar greint var frá því í fréttum að velferðarráðherra hefði ákveðið að hækka laun forstjóra Landspítala (LSH) um 450 þúsund krónur. Ákvörðunina tók ráðherra án vitundar formanns kjararáðs sem þó á samkvæmt lögum að ákvarða laun forstjórans. Hjúkrunarfræðingum misbýður að hægt sé að hækka laun forstjórans um rúm 20% á sama tíma og skorið er gegndarlaust niður í þjónustunni við sjúklinga. Útköll vegna veikinda starfsmanna eru fátíð, yfirvinna bönnuð þó hún sé sannarlega oft nauðsynleg til að tryggja örugga og góða þjónustu, vinnustundum hjúkrunarfræðinga hefur fækkað um 6% frá 2007 á sama tíma og 4% fjölgun hefur orðið á komum á LSH. Færri hjúkrunarfræðingar eiga því að sinna fleiri sjúklingum, án hærri launa. Til að setja þessa hækkun í samhengi við þær breytingar sem orðið hafa í þjónustu á LSH má benda á að í byrjun sumars var göngudeild fyrir kransæðasjúklinga lokað til að spara sem nam rúmlega einu stöðugildi hjúkrunarfræðings. Sú launahækkun sem ráðherra ákvarðaði forstjóra LSH nú, er ekki fjarri þeirri fjárhæð sem sparaðist við lokun göngudeildarinnar! Ráðherra réttlætti ákvörðunina með því að forstjórinn væri ómissandi í þeim verkefnum sem nú væri unnið að á LSH. Forstjóranum hafði verið boðið betur launað starf erlendis. Rétt er að benda ráðherra á að svo mikil eftirspurn er eftir hjúkrunarfræðingum í Noregi að allir íslenskir hjúkrunarfræðingar gætu fengið starf þar. Öllum hjúkrunarfræðingum á LSH (og annars staðar á landinu) bjóðast því betur launuð störf erlendis. Og allir eru þeir ómissandi. Heilbrigðiskerfið verður ekki rekið án hjúkrunarfræðinga. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga undirritaði kjarasamning við fjármálaráðherra í júní 2011. Í rúmt ár hefur félagið reynt að klára síðari hluta samningagerðarinnar við LSH og aðrar heilbrigðisstofnanir, svokallaða stofnanasamninga. Ætlar velferðarráðherra að ákvarða hjúkrunarfræðingum rúmlega 20% launahækkun í stofnanasamningum?
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar