Skotið úr fallbyssu á býflugur Sigurður H. Sigurðsson skrifar 1. júlí 2010 05:45 Mál nímenninganna sem handteknir voru á þingpöllum Alþingis í aðdraganda búsáhaldabyltingarinnar vekur áleitnar spurningar. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem hróp eru gerð að þingmönnum frá áhorfendapöllum þinghússins. Hvaða skilaboð felast í því að ákæra fólkið fyrir að trufla fund sem haldinn er „í heyranda hljóði"? Hví voru þau ekki ákærð sem nokkrum vikum síðar brutu rúður í alþingishúsinu eða röskuðu friði þess og frelsi svo dögum skipti? Er verið að senda út viðvörun svo að fólk haldi sig framvegis á mottunni? Getum við héðan í frá átt von á því að hróp og mótmæli gegn valdstjórninni leiði til ákæru? Kæra sú sem skrifstofustjóri Alþingis sendi lögreglu vísaði til hinnar alræmdu 100. gr. almennra hegningarlaga þar sem lágmarksrefsing er 1 ár en hámarksrefsing er ævilangt fangelsi. Hinir ákærðu voru óvopnað fólk og upptaka sú sem sýnd var í Kastljósi RÚV 20. maí sl. sýnir greinilega að rangar sakirgiftir eru í ákærunni. Er ekki verið að skjóta með fallbyssukúlum á býflugur? Hvernig á að vera hægt að taka ákæruvaldið alvarlega þegar farið er fram af slíku offorsi? Væri ekki við hæfi að horfa á það sem sannarlega gerðist og viðurkenna að engin raunveruleg hætta var á ferðum? Stjórn BH sendi skrifstofustjóra og forseta Alþingis tilmæli þann 28. maí sem lesa má á xo.is. Í svari skrifstofustjórans sem einnig er að finna á heimasíðunni segir m.a.: „Þó Kastljós Sjónvarpsins sé alls góðs maklegt held ég að við almennir borgarar verðum fremur að treysta dómstólum fyrir sönnunarmati og túlkun málsgagna í þessu máli eins og öðrum." Hér hljótum við að þurfa að staldra við og hugsa okkur aðeins um. Lög eru ekki aðeins hin bókstaflega merking orðanna heldur líka það hvernig þau hafa verið túlkuð af dómurum í undangengnum málum. „Nulla poena sine lege" - engin refsing án laga. Gæti hugsast að það sé vísvitandi verið að skerða rétt fólks til þess að mótmæla? Reyndar er það áleitin spurning hvort dómstólunum sé yfirleitt treystandi. Nýlega féll dómur í héraði sem staðfestir að settur dómsmálaráðherra Árni Mathisen sniðgekk faglegt mat á hæfi umsækjenda um dómarastöðu og valdi lakasta umsækjandann af ástæðum sem flestum ætti að vera kunnugt um. Þetta er síður en svo eina dæmið um slíka stöðuveitingu á síðastliðnum árum og áratugum. Allt embættismannakerfið er litað af pólitískum ráðningum en þær hafa reynst þjóðinni dýrkeyptar. Traust almennings á opinberum stofnunum er skiljanlega laskað. Að lokum langar mig að rifja upp atburð frá árinu 1970 þar sem nokkrir Íslendingar í Svíþjóð mótmæltu kjörum námsmanna. Þeir vísuðu sendiherra Íslands úr húsi og lögðu undir sig sendiráðið til að vekja athygli á baráttumálum sínum. Afleiðingar þessa urðu litlar sem engar fyrir námsmennina, mögulega vegna fjölskyldutengsla. Fróðlegt er að bera þetta saman við mál nímenningana 40 árum síðar. Líklegast duga þeim engin fjölskyldutengsl, og mætti í því sambandi rifja upp 6 mánaða fangelsisdóm yfir föður eins þeirra, Jóni Múla Árnasyni, vegna mótmæla við Alþingi árið 1949. Það sorglega við það að lögreglu og dómurum sé att gegn gagnrýnum einstaklingum og aðgerðarsinnum af litlu tilefni er að það mun ekki auka tiltrú almennings á réttarkerfinu. Vanhæfir embættismenn í æðstu stöðum sleppa við ákærur þrátt fyrir dapurlegan vitnisburð rannsóknarskýrslunnar og stórsvikarar fá óáreittir að stunda sína iðju. Á sama tíma er verið að slá á heilbrigðar gagnrýnisraddir úr röðum almennings, t.d. gegn því að verið sé að selja nýtingarrétt á auðlindum landsins í hendur erlendra skúffufyrirtækja. Skyldi það vera tilviljun ein? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Mál nímenninganna sem handteknir voru á þingpöllum Alþingis í aðdraganda búsáhaldabyltingarinnar vekur áleitnar spurningar. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem hróp eru gerð að þingmönnum frá áhorfendapöllum þinghússins. Hvaða skilaboð felast í því að ákæra fólkið fyrir að trufla fund sem haldinn er „í heyranda hljóði"? Hví voru þau ekki ákærð sem nokkrum vikum síðar brutu rúður í alþingishúsinu eða röskuðu friði þess og frelsi svo dögum skipti? Er verið að senda út viðvörun svo að fólk haldi sig framvegis á mottunni? Getum við héðan í frá átt von á því að hróp og mótmæli gegn valdstjórninni leiði til ákæru? Kæra sú sem skrifstofustjóri Alþingis sendi lögreglu vísaði til hinnar alræmdu 100. gr. almennra hegningarlaga þar sem lágmarksrefsing er 1 ár en hámarksrefsing er ævilangt fangelsi. Hinir ákærðu voru óvopnað fólk og upptaka sú sem sýnd var í Kastljósi RÚV 20. maí sl. sýnir greinilega að rangar sakirgiftir eru í ákærunni. Er ekki verið að skjóta með fallbyssukúlum á býflugur? Hvernig á að vera hægt að taka ákæruvaldið alvarlega þegar farið er fram af slíku offorsi? Væri ekki við hæfi að horfa á það sem sannarlega gerðist og viðurkenna að engin raunveruleg hætta var á ferðum? Stjórn BH sendi skrifstofustjóra og forseta Alþingis tilmæli þann 28. maí sem lesa má á xo.is. Í svari skrifstofustjórans sem einnig er að finna á heimasíðunni segir m.a.: „Þó Kastljós Sjónvarpsins sé alls góðs maklegt held ég að við almennir borgarar verðum fremur að treysta dómstólum fyrir sönnunarmati og túlkun málsgagna í þessu máli eins og öðrum." Hér hljótum við að þurfa að staldra við og hugsa okkur aðeins um. Lög eru ekki aðeins hin bókstaflega merking orðanna heldur líka það hvernig þau hafa verið túlkuð af dómurum í undangengnum málum. „Nulla poena sine lege" - engin refsing án laga. Gæti hugsast að það sé vísvitandi verið að skerða rétt fólks til þess að mótmæla? Reyndar er það áleitin spurning hvort dómstólunum sé yfirleitt treystandi. Nýlega féll dómur í héraði sem staðfestir að settur dómsmálaráðherra Árni Mathisen sniðgekk faglegt mat á hæfi umsækjenda um dómarastöðu og valdi lakasta umsækjandann af ástæðum sem flestum ætti að vera kunnugt um. Þetta er síður en svo eina dæmið um slíka stöðuveitingu á síðastliðnum árum og áratugum. Allt embættismannakerfið er litað af pólitískum ráðningum en þær hafa reynst þjóðinni dýrkeyptar. Traust almennings á opinberum stofnunum er skiljanlega laskað. Að lokum langar mig að rifja upp atburð frá árinu 1970 þar sem nokkrir Íslendingar í Svíþjóð mótmæltu kjörum námsmanna. Þeir vísuðu sendiherra Íslands úr húsi og lögðu undir sig sendiráðið til að vekja athygli á baráttumálum sínum. Afleiðingar þessa urðu litlar sem engar fyrir námsmennina, mögulega vegna fjölskyldutengsla. Fróðlegt er að bera þetta saman við mál nímenningana 40 árum síðar. Líklegast duga þeim engin fjölskyldutengsl, og mætti í því sambandi rifja upp 6 mánaða fangelsisdóm yfir föður eins þeirra, Jóni Múla Árnasyni, vegna mótmæla við Alþingi árið 1949. Það sorglega við það að lögreglu og dómurum sé att gegn gagnrýnum einstaklingum og aðgerðarsinnum af litlu tilefni er að það mun ekki auka tiltrú almennings á réttarkerfinu. Vanhæfir embættismenn í æðstu stöðum sleppa við ákærur þrátt fyrir dapurlegan vitnisburð rannsóknarskýrslunnar og stórsvikarar fá óáreittir að stunda sína iðju. Á sama tíma er verið að slá á heilbrigðar gagnrýnisraddir úr röðum almennings, t.d. gegn því að verið sé að selja nýtingarrétt á auðlindum landsins í hendur erlendra skúffufyrirtækja. Skyldi það vera tilviljun ein?
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun